27. janúar 2006

ég er ógeðslega löt

við að blogga!
Er búin að vera undir miklu álagi þessa vikuna, mikið að gera í vinnunni, skólanum, einkalífinu og ég veit ekki hvað og hvað! Guðjón minn er farinn til Parísar, ansi leiðilegt án hans

Er búin að þurfa að þola verkamenn alla vikuna því það er víst eitthvað að vatnslögninni í næsta húsi. Ekki nóg með að þessi vandræði hafi byrjað í síðustu viku og olli Guðjóni næstum brunasári (þegar þeir gleymdu að láta okkur vita að þeir tóku kalda vatnið af í smá stund) heldur komu í ljós svo miklar skemmdir að þeir eru búnir að grafa meters djúpan skurð niður hálfa götuna mína! drullan og skemmtilegheitin við þetta allt saman eru alveg búin að reyna á þolinmæði mína en sem betur fer á þetta víst að klárast núna fljótlega eftir helgi.. vona bara að það detti enginn köttur eða eitthvað lítið dýr þarna ofaní!

Sit hérna og er að hlusta á disk sem ég var að setja saman, veit ekki hvort þetta er góð eða slæm blanda af partýtónlist.. kannski of mörg lög úr OC þáttunum! hehehe

1 ummæli:

elisabet sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.