10. janúar 2006

dagur 2

byrjaði í ræktinni í gær og fór bæði í gær og í dag.. gerði samning í 12 mánuði þannig að það er eins gott að þetta endist hjá mér!
Hef annars verið einstaklega upptekin undanfarna daga , svo mikið að mér finnst ég hafa hálfpartinn týnt sjálfri mér í leiðinni. Er þreytt, leið og það er einhvern veginn allt svo erfitt í augnablikinu..
kannski þarf ég bara að sofa extra mikið þessa dagana.. það virðast bara ekki vera nógu margar klukkustundir í sólarhringnum til þess!

Skólinn byrjaði í dag - sé fram á mikinn lestur og ansi mikla vinnu út þessa önn.. eins gott að maður er að verða einu árinu eldri til að höndla þetta allt saman ;)

er að sofna

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey, ertu nokkuð í sömu rækt og ég? (laugum?)

ekki gleyma sjálfri þér mín kæra, það er svo auðvelt að týnast í því sem maður er að gera en um leið og það gerist þá verður allt ómögulegt. ekkert skiptir meira máli en þú sjálf.

sendi þér risaknús og vona við náum að hittast fljótlega.

Lára sagði...

takk maría mín og takk fyrir spjallið :)
hlakka til að sjá þig á föstudaginn!

Nafnlaus sagði...

eða í sömu rækt og ég? (los baðhús?)... mæli sko með því að búa við hliðina á ræktinni:D

Lára sagði...

hehe jámms ég er í Los Baðhús :) kannski við rekumst á hvor aðra á næstunni?? ég er reyndar að æfa á daginn, milli 1 og 3 svona eftir þreytu og öðru :)

Nafnlaus sagði...

You go girl! :-) 1,2,3 and squeeze... 4,5,6 and stretch!!! Hún á afmælið bráðum!

Nafnlaus sagði...

ég er að vinna 1-3, en hvað með laugardaga/sunnudaga? það er einnhver súper púltími á laugardögum í einn og hálfan og svo segir Þyrí vinkona að það sé svaka sætur gæi að kenna rpm á laugardögum.....ekki leiðinlegt!
Mannstu eftir Ásgeiri;)

Lára sagði...

hehe, já hver man ekki eftir honum! ó já! ég er reyndar ekkert að fara í þessa tíma - alla vega ekki núna fyrstu 3-4 vikurnar. En ég ætla að fara í kvöld að lyfta eftir kl 20:30 og svo á morgun sennilega um 2 leytið á brettið í 30-45 mín.. ég get farið eftir kl. 3 ef þú vilt? :)