23. janúar 2006

afmælishelgi

jahá!
Þessi helgi er búin að vera alveg frábær! Ég átti reyndar erfiðan föstudag sem ég eyddi í hálf-lasleika (kannski að aldurinn sé að færast yfir!) en fékk heimsókn um kvöldið sem gerði lífið auðveldara.
Á laugardaginn var ég svo í vinnu til 5 og skellti mér eftir það í bíó með Lisu á Memoirs of a Geisha og VÁ! alveg var þessi mynd ótrúlega flott! Við sátum í algjörri þögn (nema þegar ég var að gera grín að hreimnum hjá fólkinu með því að segja ´okey dokey doktor Jones' eins og litli strákurinn í Indiana Jones, fliss fliss) og létum myndina alveg heilla okkur. Mæli hiklaust með henni. Eftir myndina kíktum við so á kaffihús þar sem við virtumst vera einu stelpurnar! Á öllum hinum borðunum sátu 2 karlmenn saman.. ansi athyglisvert verð ég að segja.. held við höfum dottið niður á "Man Town" í miðri Reykjavík!

Í dag var ég svo að þrykkja út síðustu útsöluvörunum í vinnunni og tók það ansi mikla orku frá mér. Ég ákvað samt að skella mér aftur í bíó, í þetta sinn með Lindu og Bjarka á Brokeback Mountain og aftur VÁ! Þessi mynd á eftir að sitja í mér ansi lengi - er ennþá að velta fyrir mér ótrúlegu landslagi, fallegri tónlist, enn fallegri karlmönnum og sögu sem er epískari en allt sem epískt er! Vona að sem flestir sjái sér fært að sjá þessar tvær myndir því þær eru alveg á klassa stigi!

er núna að kveðja hann Guðjón minn sem heldur til Parísar snemma í fyrramálið til að vera lítill þræll hjá Givency í 2 vikur..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þessi mynd situr sko pikkföst í mér, vaknaði nokkrum sinnum í nótt og var að hugsa um/dreyma þessa mynd.

Nafnlaus sagði...

Helduru að þetta hafi ekki bara verið hommabar???

Lára sagði...

hehehe nei við sáum alla vega enga regnbogaliti neins staðar!! annars skal ég fylgjast betur með þessu og láta þig vita ;)

Nafnlaus sagði...

Já við vorum að leita "gay signs" - en no signs to be found!!! Lára við þurfum bara að investigata málið! :-)