12. nóvember 2005

'Jólaskrautið er inni á lagersvæðinu'

Þessi setning er orðin besti vinur minn eftir vinnudaginn í dag.
það var heitt og leiðinlegt í vinnunni í dag - allt of margir erfiðir viðskiptavinir sem tóku allt mikinn tíma af lífi mínu.. mun reyna að gleyma þeim öllum í kvöld.

Sá annars í hádeginu blaðið Sirkus RVK og vá hvað þetta blað hefur alveg hrunið í gæðum. Komst svo að því að síðan Mikki Torfa tók við ritstjórninni hefur það færst nánast í sama horf og hann kom DV í á sínum tíma.. frábært. Ákvað í staðinn fyrir að drepa í mér heilasellur með lestri á þessu riti að kaupa mér jólagardínur í eldhúsið.. vei vei! það verður jólalegt hérna strax fyrsta í aðventu sem myndi vera 27. nóvember. get varla beðið...

sit heima og er að græja mig fyrir enskupartý hjá Maríu Erlu og hlakka geðveikt til! Hef ekki séð suma í langan tíma, aðra sé ég nánast daglega ;) verður forvitnilegt að sjá hvernig spilast úr kvöldinu :D

Engin ummæli: