24. nóvember 2005

glæst endurkoma

þvílíkur snillingur sem Snjólaug Bragadóttir er!
Fyrir ykkur sem kannist ekki við nafnið, eða kannist við það en munið ekki hvaðan þá er hún snilldar rithöfundur sem átti sína gósentíð á íslenska bókamarkaðinum seint á 8. áratugnum og snemma á þeim 9. Í íslenskuáfanga í MA gerði ég heimasíðu um hana sem var enn virkur þar til fyrir örfáum mánuðum. Í dag vinnur hún sem þýðandi hjá 365 miðlum og þýðir meðal annars Nágranna, Opruh og einhverja glitz þætti á Sirkus.En nú er hún búin að toppa allt saman!
Snjólaug Braga er að endurþýða Ísfólkið!!!!
Alveg áttti ísfólkið hug minn allan á tímabili, líklega 14-15 ára og held ég að allar vinkonur mínar á þessum tíma hafi lesið ísfólkið alla vega einu sinni ef ekki oftar! Það truflaði mig alltaf rosalega hvað þær voru einmitt illa þýddar, hálfkák og stafsetningavillur í hrönnum alveg en vá vá vá!
Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafnánægð með eina manneskju eins og hana í dag!

Til lukku Snjólaug og til lukku allir nýjir ísfólkslesendur á íslandi í dag... hehehehehehe

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I so recognised her name from Neighbours! :-)

Nafnlaus sagði...

Hún er frænka mín...JEI!!! gaman að fá Ísfólkið aftur!!!

Nafnlaus sagði...

Ég græt enn þær klukkustundir, daga og vikur sem ég eyddi í þessar 43 eða hvað þær eru nú margar þessar bækur, ég var unglingsstúlka, í blóma lífsins og lifði áhyggjulausu lífi og þurfti ekki að hugsa um vinnu, frama eða ástarmál, ó hve margar mínútur úr mínu lífi, öhehheheheh grenj.
Gott að ég eyddi þá restinni af sólarhringnum að horfa á Guiding eða hanga inn í Hvammi að gera símaat, maður var ekki alveg vitlaus..

Lára sagði...

hehehe ah já, gott að eiga Hvamm að, hvað þá Gamla.. ég hef bara tvennt að segja;
hagkaupsflögur og pepsi!


(við yrðum ógisslega feit)