17. nóvember 2005

fræðimennska

ég er búin að komast að því að ég á ofsalega erfitt með að tjá mig fræðilega á íslensku. Að sjálfsögðu kenni ég enskunáminu um og því að ég bjó úti í 1 ár en come on! Er þetta ekki móðurmálið? á maður ekki að hafa þetta í genunum líka? úff bara púff!
ritgerðin mín gengur sem sagt hægt - ekki vegna þess að ég sé ekki með nóg af efni heldur vegna þess að ég er stanslaust að gagnrýna sjálfa mig ef ég næ að aula einhverju út úr mér. Held ég verði bara að sparka vel í rassinn og drífa þetta af! Beinagrindin er sjúklega flott og held að ef ég næ að fylla almennilega inní hana þá verði þessi bókmenntagreining bara ansi góð.. en eins og ég segi, tjáningin lætur standa á sér.

Er að fara í kanadíska sendiráðið á föstudaginn með hóp enskunema. hlakka geðveikt til að sjá þarna inn því þetta sendiráð var tekið í notkun árið eftir að ég var úti.. maður nær kannski að slá um sig með orðum eins og Touque, tobogganing og spjalla um Tim Horton's kaffi og Cesar's drykki, að ógleymdum Chrétien sem var mest hataði forsætisráðherra Kanada í mörg ár...

er í fríi í vinnunni um helgina og verð að sitja við skriftir meirihlutann af henni.. ætla þó að bregða mér á tískusýningu með Guðjóni og flissa með honum allan tímann..

tjus tjus frá þreyttri píu í þingholtunum

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Are you gonna be all like Canadian, eh? Sm I going to understand what you're aboot, eh? :-)

Nafnlaus sagði...

tíhí.. hitti einmitt kanadabúa í tokyo og komst að því hann talaði bara enga kanadísku! held ég hafi hljómað ansi undarlega þegar ég fór að rifja upp sérhljóðana mína 'eh, aboot, eh?" hehe... hann starði bara á mig... "do canadians talk like that??" hehe.
góða helgi mín kæra ... have fun my funky fashionista ;)

Lára sagði...

tíhíhi´.. takk maría mín, and yes Lisa, i'll pull out the big guns.. abooooooooot!