ég er í skólanum í síðasta sinn í dag, jei! Nei kannski ekki alveg.. það er alla vega síðasta kennslustundin milli 5-7 í dag og verð ég nú að segja að ég er býsna fegin. Hálfkláruð verkefnin eru farin að hrannast upp og kominn tími á að einbeita sér að þeim í stað þess að lesa meira nýtt efni. Held fyrirlestur á eftir um metaleitarvélar (aha) og rúlla svo heim til að taka upp desperate..
Talandi um síðustu skipti þá er síðasti vinnudagurinn minn hjá Íslandspósti á morgun! um kl 11 í fyrramálið verð ég laus úr rauða gallanum og hef skellt kerruni í fangið á nýrri pæju.. á nú sennilegast eftir að sakna sumra nafnana úr hverfinu.. Það býr mikið af asísku fólki þar með sérdeilis skemmtileg nöfn sem minna á ýmislegt skondið á íslensku, t.d. rækju og ragnarök. Er að sofna fyrir framan þennan tölvuskjá, ætla mér að standa upp og teygja úr mér... ble
14. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli