3. apríl 2005

formúla, páfinn og mónakó

já,

Fyrirlesturinn gekk ágætlega í gær, vorum síðust þannig að allir voru orðnir pínu þreyttir, líka við sem vorum að flytja hann! Bara fegin að geta hakað við enn eitt verkefnið og reynt að gleyma því...

Annars var ég full fljót á mér að tilkynna vorkomu í borginni - núna snjóar með hléum og sólin veit ekki hvort hún á að fara eða vera. hún er hálf í felum akkúrat núna en það er í lagi, er hvort sem er inni...
3. mót formúlunnar var í TV í morgun, sá ekki betur en að mínir menn (þeir eru margir) hafi staðið sig vel nema hnappurinn minn (Jenson Button) hann datt víst út vegna Honda vélarbilunar, tsk tsk. Greinilega ekki á Civic með spoiler og lituðum rúðum, c.a. 1989 árgerð..

En páfinn dó í gær, gamli maðurinn. Nú liggur hann á börum og fólk vottar honum virðingu. Manni dettur í hug bókin Angels and Demons eftir Dan Brown því allir eru að tala um þessa leynilegu siði í kringum val á nýjum páfa. Gaman að sjá hvort það verði einhver stuðbolti í kringum sextugt?

Svo er líklega stutt í að Albert verði ekki lengur prins af Mónakó heldur. Rainier pabbi hans er víst frekar illa haldinn. Kannski Ragnheiður Clausen vilji giftast honum núna? spurning, spurning

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri nú ekki amalegt ef við myndum eignast prinsessu af Mónakó, ha? Gaman að lesa bloggið þitt, ég geri það alltaf reglulega (fer í gegnum Ingibjörgu og Maríu Erlu). Má ég linka á það á mínu bloggi?
Kær kveðja úr landinu sem bráðum fær nýja prinsessu...

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Blessuð..jæja mar er bara komin með netið og allar græjur..Lost lofar góðu ;) enn einn þátturinn kominn til að horfa á hihi... en annars bara yfir og út.

Nafnlaus sagði...

Nuuú!
Vildi hann giftast henni??
Ég hélt alltaf að hann vildi eitthvað annað....
Það er kannski bara ég sem er svona dónó?

Samt fyndið að þessir kallar, Albert og Kalli og co. eru allir orðnir svoldið - kannski ekki gamlir en alveg - miðaldra plús og eru ennþá bara að bíða eftir að verða eitthvað annað en gljáfægðir (glorified;)) ræðuhaldarar

Lára sagði...

hehehehehe já linda..
Jú sigrún þú mátt alveg setja mig inn sem tengil, já eva ég fíla lost í tætlur!! get varla beðið eftir næsta þættir...