11. apríl 2005

og dagarnir lengjast..

Sem betur fer kannski!
Jæja, nú er kominn tími á fréttaflutning. Fékk skammir frá Jóhann í þýðingafræðipartýinu á laugardaginn svo nú er von á betrun :)

Já, er sem sagt búin að vera ansi mikið í skólanum og skólatengdum verkefnum síðustu viku eða svo. Var reyndar lasin mán-þri svo þar fóru 2 dagar í súginn að mestu. En, laugardagurinn var schnilld og vildi ég að fleiri hefðu heyrt hvað við vorum að gera þarna í Odda. Það var sem sagt málstofa um þýðingarýni þar sem við fjölluðum um þýðingar á 9 bókum og reyndum að sjá hvort eitthvað hefði betur mátt fara og hvað var snilld. (löng setning)
Í stuttu máli þá var mjög gaman, fróðlegt og eftir á var partý!

Í tilefni þess að mamma mín var hérna um helgina fór ég loksins á þjóðminjasafnið! Verð að segja að grunnsýningin er ansi flott þó að neðri hæðin sé frekar dimm. Flott uppsetning og gaman að labba þarna í gegn. Skoðaði svo að sjálfsögðu Óm, sýninguna í bogasalnum og ljósmyndasýninguna Í Vesturheim 1955 sem er á jarðhæðinni. Geggjaðar svarthvítar myndir frá íslendingaslóðum í N-Ameríku fyrir 50 árum.

er að reyna að klára verkefnin mín fyrir 6. maí og verð því eflaust eitthvað meira í netsambandi á næstunni..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gangi þér vel elsku lára mín - sjáumst fljótt (p.s. ekki enn búin að taka upp bókakassann en verður very soon)