11. nóvember 2007

Blitz-blogg

Var að koma úr mat frá Önnu og Jens og stend á blístri!
Takk fyrir hangikjötið og kökuna - ljúffengt alveg :)

Annars er ég búin að vera ein heima og vinna í MA-ritgerðinni og velt ýmsu fyrir mér, eins og að

*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;)
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe)
*ég hlakka til að sjá Ökutíma

love love love úr köldu gettóinu,
Laura Ingalls

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn [Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona bæklingar eru illa þýddi. Mér líður alltaf hálf illa þegar Euroshopper bæklingurinn kemur. Þar er t.d. hægt að fá samanleggjanlega stiga, balsam fyrir hárið og þar fæst ýmislegt rósalitað (bleikt). Við ættum kannski að skipuleggja rassskellingar á almannafæri ;)]
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)[Enn og aftur takk fyrir að senda mér sms, dagurinn varð mun betri fyrir vikið. Alltaf gaman að heyra í Mugison og ofur-krúttinu Pétri Ben.]
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld [En alltof seint fyrir "gamlar" konur sem þurfa að fara snemma að sofa"]
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;) [Ertu alveg viss?]
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe) [Núna ertu eitthvað að misskilja BIG TIME ;)]
*ég hlakka til að sjá Ökutíma [Jepp, það verður örugglega alveg frábært]

Nafnlaus sagði...

knús knús knús og hallibaloo ... tralla og syng og hugsa til þín í kuldanum sæta!

kemur þú eitthvað suður um jólin eða er þetta spurning um að leigja bíl og keyra til þín? (langar svo að sjá þig pínu) ;)

"rise up, burning man, seize the ride, take command, all my dreams turn out fine..." múahahaha *knús*

Lára sagði...

hehe, ég veit ekki hvort ég á leið suður - það yrði þá mjög stutt . en ég skal geyma það vel og vandlega bak við eyrað :)

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Opinberar rassskellingar eru málið sérstaklega líka fyrir að þýða ekki nafnið á búðunum - algjörlega óþolandi!!
Þú sást semsagt ekki belgísku sunnudagsmyndina um daginn um unga parið með barnið og allt í volli - - það eru svona 3 ár þar til ég þori í sunnudagsmyndina aftur, en dönsku þættirnir eru fínir, amk enn sem komið er.
Mæli með svörtum labradorum, laaang bestu hundar í heimi:D:D
Dr. Phil - neibb Lára sumar skoðanir eru einfaldlega rangar! - - - en ok samt það er möööögulega hægt að segja að hann sé vanmetinn sem ávanabindandi sjónvarpsefni, en alls ekki gott.
Er einmitt að reyna að fá familíuna til að drífa sig norður eina helgi og í leikhús, verð barasta að sjá þetta leikrit og svo er jólastemmningin bara meiri á akureyri en annars staðar;-þ

Lára sagði...

heheh já Linda, þetta með doktorinn var meira til að sjá viðbrögð hjá fólki!
Já og jólastemmingin er best hér ;)

Ef þú kemur norður láttu mig vita - langar mikið að hitta Flókann þinn :D

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Hjúkk! þoli hann ekki, en get ekki hætt að horfa ef það er kveikt á honum - - - og hvað er eiginlega málið með að konan hans er þarna alltaf, ímynda mér alltaf að hún sé að hugsa um alla hlutina sem hún gæti komið í verk ef hún þyrfti ekki að vera þarna - - bara rugl, vona að hún fái almennilega borgað fyrir þessa setu, þúsund dollara fyrir hvert skiptið sem hún kinkar kolli eða eitthvað....
Flókann hlakkar líka til að hitta þig, hann er amk. að reyna að komast til þín í gegnum tölvuna í þessum töluðu... ;-þ