11. október 2007

Risið úr rekkju

Ég lagðist í veikindi á mánudagskvöldið en hef risið upp að nýju. Ég hef tekið eftir því að með aldrinum leggjast vægari pestir aðeins þyngra á mann. Nú er ég hvorki hundgömul né gamalreynd en mér finnst ekki gaman að leggjast í rúmið fyrir smá hita, máttleysi, ógleði og almenna vanlíðan. Í den tid harkaði maður allt af sér, mætti í vinnu með 39 stiga hita og brosti bara. I'm getting weak...

Ég komst líka að því að það er býsna óhentugt að vera ein heima lasin. Þegar ég bjó í Reykjavík var hann Guðjón yfirleitt heimavið, fór í búðina og keypti handa mér eitt og annað. Þegar ég flyt á ég eftir að þurfa að staulast sjálf í búðina, hundveik eflaust, til að splæsa í eins og einn Gatorade eða Powerade, svona til að líkaminn þorni ekki upp. Ótrúlegustu hlutir sem maður pælir í þegar maður liggur og getur ekki sofið...

Sólin er að ná í gegnum skýin - lítur út fyrir gott veður í dag

Engin ummæli: