7. október 2007

númer fjögurhundruð fjörtíu og fimm

þetta er víst fjöldi færslna á þessu bloggi frá upphafi... minnir að ég hafi byrjað á þessu bloggi í september '04 svo það er þriggja ára um þessar mundir.. ekki slæmt það..
Lengi vel hét það "fréttir úr 101", fékk svo stuttlega nafnið "fréttir úr 600", þá kom "framhaldslífið" og loks náði orðið brainfart tökum á mér og fékk þetta blogg því íslenskuðu útgáfuna "heilaprump". Oftast er þetta bara raus í mér um hitt og þetta, varla nokkra visku að finna en mér finnst þetta gaman.

Síðan á fimmtudaginn finnst mér hafa liðið mörg ár, aðallega vegna þess að ég var í lotu í réttindanáminu mínu og náði ég að innbyrða heilmikinn fróðleik um sálfræði, taka eins og eitt próf (35%) og skila hópverkefni um viðhorf okkar til menntunar (7%). Á morgun byrjar svo enn ein vikan - þeim fækkar sem eftir eru af árinu.

Ég ætlaði að kaupa mér ís áðan en endaði með heitt kakó. Ég ætlaði að vera þögul í kvöld en lenti í skemmtilegum samræðum í Pennanum. Stundum tekur lífið óvænta stefnu og verður yfirleitt meira spennandi fyrir vikið.

Ég mæli með lagi Danielson sem heitir Did I step on your trumpet? og ómar í bakgrunni þessarar kynningar...

2 ummæli:

KS sagði...

takk fyrir helgina, þetta var stuð!

Lára sagði...

Mega stuð!
Greinlegt að þetta tók á samt því ég er lasin heima :(