25. október 2007

Lazarus vinur minn

Ég er búin að vera lasin síðan um helgina, mismikið reyndar en alltaf þegar ég held að mér sé að batna þá versnar mér :/ Í dag er ég reyndar nokkuð hress - vinna á morgun er markmiðið :)

Ég verð að segja að niðurstöður könnunarinnar koma mér ekki á óvart, Latté hefur lengi vermt hjarta kaffiunnenda þó mér finnist allir drykkirnir sem ég setti þarna mjög góðir. Svo tengi ég líka vissa drykki við vissar manneskjur og staði.
Anna Ey er t.d. Latté
Lisa er Frappó
Cappucchino minnir mig bara á Kanada og allan tímann sem ég var þar (French vanilla cap var drykkur ársins ;)
Svart minnir mig á Reykjavík og strætóferðirnar upp í Árbæ þegar ég vann hjá 365...

Ég er enn að velta því fyrir mér hvað næsta könnun skuli snúast um... fylgist með

Engin ummæli: