Í dag byrjar skólinn formlega aftur. Ég hitti reyndar nokkra nemendur í gær í prófsýningum og stundatöflu-útbýtingu en í dag byrjar ballið. Kennsluáætlanir, leslistar og orðaforðalistar hafa komið í hrönnum úr ljósritun og hvíla nú í plastvösum merktum bekkjunum mínum. Alltaf ákveðinn léttir að hafa hlutina tilbúna vel fyrirfram ;)
Er búin að vera í lægð, eða á púpu-stigi og vil helst bara vera ein úti í horni vafin inn í sæng og teppi en það gengur ekki! Segi letipúkanum stríð á hendur og fer í ræktina á eftir!
Helgin býður upp á nokkra möguleika; leikhús, sund, ræktin, saumar, prjónaskap, lestur, sjónvarpsgláp o.s.frv. o.s.frv.
Vona að þið hin hafið það sem best - já og til hamingju með að janúar er loksins búinn!
1. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jæja, hvernig líður íþróttaálfinum svo eftir heimsóknina í ræktina? Eru harðsperrurnar að drepa þig?
Es. Íþróttaálfurinn = Láran :)
hehe íþróttaálfurinn hefur það sæmilegt - pínu hass-perur (ho ho ho) en ekkert hræðilegt ;)
Skrifa ummæli