15. febrúar 2007

óbreytt ástand

já,
eins og mig grunaði þá fór vigtin ekkert niður á við þessa vikuna. Ég fór bara einu sinni í ræktina og borðaði bakarísfæði (uss uss!) svo ég bjóst nú alveg við þessu.
Hawaii daman situr því sem fastast á núllinu alla vega þar til næsta fimmtudag.

Í gær sat ég áhugavert námskeið um dyslexiu og komast að helling sem ég vissi ekki áður. Nú ætla ég að tileinka mér nokkrar bættar kennsluaðferðir sem gagnast ekki bara þeim heldur öllum nemendum.
Í dag sit ég hins vegar heima og vinn í MA ritgerðinni minni. Fimmtudagsmorgnar verða helgaðir þessum skrifum og er ég núna á algjöru grunnstigi. Í síðustu viku fékk ég lánaðar bækur hjá Ólöfu hinni þýðu og er ég að fara í gegnum þær núna. Erfiðast er að byggja upp hinn faglega/fræðilega grunn sem ritgerðin mun svo loks byggjast á svo ég held að skrifin sjálf verði mun síðar.

Helgin er framundan, veit ekki hvað ég ætla að gera en líklegast þarf ég að vinna eitthvað - sit uppi með slatta af ritunarverkefnum eftir daginn í dag!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar.. þá er bara að taka aðeins betur á því þessa vikuna..

Vona að verkefna vinnan minnki og helgin verði góð..
Knús og kram úr borginni
Eva

Nafnlaus sagði...

Já, við vitum, við könnumst nú alveg við þetta. Verkefnavinna og annað slíkt getur verið algjört pain. Með hitt, þá er nú alveg fyrirgefanlegt að skella sér einstöku sinnum í Bakaríið =D

Annars hlökkum við til að sjá þessar nýju kennsluaðferðir á mánudaginn, vonum bara að þær innihaldi engar líkamlegar barsmíðar fyrir óspektir og læti því þá erum við í honum djúpum.

Kv. Your favourites:

FanZor and BippZor 2.Faaantasticos!!

Lára sagði...

Jesús!
Nemendur komnir á síðuna mína! Hvað á maður að gera?!? Já það er eins gott að þið hagið ykkur strákar, annars sitjið þið í súpupotti! ;)

Nafnlaus sagði...

Once february is over you will probably feel like going to the gym more... so focus on that and have a nice big ice cream from Brynju ís for me!! ;-)

Lára sagði...

Mmmmm, Brynjuís!
I'd kill for that now! Well, maybe I'll have some as a treat if I lose weight this week.. oh, wait, isn't it Bolludagur tomorrow?? Damn!