19. júlí 2005

skipulagning

Vaknaði í morgun og var einhvern veginn full af orku! Hef ákveðið að taka fyrsta "tourist for a day" næsta laugardag og er strax byrjuð að plana! :) Eftir mikla googlun og verðkönnun hef ég ákveðið að fara út í Viðey og þar sem fyrsta ferð er ekki fyrr en kl. 13:00 hef ég jafnvel viðkomu í Fjölskyldu og húsdýragarðinum til að kíkja á þetta parísarhjól...
Hafi einhver áhuga á að fara með mér má alltaf íhuga það ;)

Held ég hafi samt skemmt eitthvað í vinstri hendinni í gær í ræktinni.. erum búin að vera að gera ansi miklar þríhöfðaæfingar síðustu 3 skipti eða svo og mér er illt í olnboganum og öllum vöðvanum.. virkar ekki eins og strengir heldur eitthvað miklu miklu meira... get nú samt varla neitað því að mér finnst glitta í félaga hans tvíhöfðann þegar ég spenni hendina.. flott að sjá vöðva rísa upp úr sínu verndaða umhverfi,þ.e.e fitulaginu ;)

jæja, enn einn sólardagurinn runninn upp.. maður fer bara að venjast þessu, ha?

Engin ummæli: