8. júlí 2005

hugarfar - málfar- koddafar

vaknaði harkalega í morgun og hélt að klukkan væri hálf tíu og ég að verða of sein í vinnuna..skíthrædd um að mæta með koddafar á kinninni og ógreitt hár þannig að aldrei hef ég verið eins fljót að borða, bursta og greiða mér á ævinni.. settist svo aðeins niður og leit betur á klukkuna.. hún var rétt rúmlega 8. grrrr.. lagðist upp í sófa og gluggaði í Potterinn minn - bækur 4 og 5 svona sem undirbúning undir þá sjöttu...

Lenti annars í frekar dónalegri konu í vinnunni í dag. Ég veit að hún vinnur í fyrirtæki í grenndinni þar sem hún er sjálf í þjónustustarfi og ætti því að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig - en nei. Fyrst var hún með læti yfir verðlaginu, síðan vildi hún að ég næði í allt fyrir hana og þegar kom að því að skanna og borga allt þá dró hún upp símann og gerði sig líklega til að hringja í einhvern.. ég verð að viðurkenna að ég var ekki beint að reyna að vera pen þegar ég skellti framan í hana setningunni "Viltu að ég afgreiði þig eða ekki?"
Auðvitað roðnaði pían upp í hárrót og þrykkti símanum í töskuna, borgaði og yfirgaf pleisið án þess að segja neitt. 1-0 fyrir mér.

kíkti á síðuna hennar Maríu Erlu og sá að hún er búin að setja inn Esjumyndir.. sökum þess að ég var með svona headband þá lít ég út eins og feitur súmóglímukappi á mörgum þeirra.. kennum alla vega bandinu um í þetta skiptið...
weekend, weekend, weekend i love it, olræt og át....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú go lára - gott hjá þér að láta ekki vaða yfir þig. meiri beyglan þessi kona!

annars finnst mér þú svo mikið krútt á esjunni - skamm fyrir súmókommentið ;)

Lára sagði...

hehe guðjón sagði það sama - að þetta væru bara krúttlegar myndir ;) Vill maður ekki alltaf bara fabulous myndir af sé? :D