16. febrúar 2008

Gettu betur klúður

Ætlar enginn að segja neitt út af klúðrinu í gær?

Í spurningunni um kraftaverkið þegar Jesú mettaði fjöldann var beðið um fjölda manna (5000) og hvað hefði verið borðað, skv. Lúkasar guðspjalli. Klárlega stendur í biblíunni að það hafi verið 5 brauð og 2 fiskar. Kvennaskólinn svaraði báðum þessum atriðum rétt en Páll Ásgeir, dómari og spurningahöfundur sagði að það hefðu verið 5 fiskar og 2 brauð og því fengu þau ekki stig.

Þetta þarf að leiðrétta því Kvennaskólinn hefði, með þessu stigi, unnið áður en keppnin fór í bráðabana. Tók einhver annar eftir þessu??

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Páll Ásgeir hefur kannski samið spurninguna uppúr nýjustu biblíu.
Hún er svo arfavitlaust þýdd að það kæmi ekki á óvart að í henni stæði 5 fiskar og 2 brauð.

Nafnlaus sagði...

Ég er vægast sagt í uppnámi!

Lára sagði...

Ég kíkti í útgáfu frá 1981 og svo í nýju líka og á báðum stöðum stendur 5 brauð og 2 fiskar.

Ég er líka búin að senda tölvupóst á dagskrárstjóra og Sigmar.
Sjáum hvað setur...

Nafnlaus sagði...

Uss, hneyksli!

Ég var svo syfjuð þegar ég horfði á þetta að allar þessar tölur runnu saman í eitt hjá mér. Kvennó hefðu klárlega átt að vinna þetta!

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér, Lára. Ég horfði en hlustaði greinilega ekki, man ekki einu sinni eftir spurningunni. Það er óverjandi ef dómari leiðréttir ranglega. Ekki gefa þumlung eftir! Og - MA rokkar.

BerglindSteins

Nafnlaus sagði...

Datt í hug að bæta við að þú ert ekki alveg ein í þessu: http://kaninka.net/stefan/2008/02/15/hvar-var%c2%b4ann-1995/#comments (kann ekki að hlekkja í þessu umhverfi)

BerglindSteins