4. mars 2008

Gröndal

Fór á tónleika í gærkvöldi með Ragnheiði Gröndal. Stúlkan sú var að syngja í Akureyrarkirkju og tók vel valin lög, bæði frumsamin og önnur. Ég held að hápunkturinn hafi verið þegar hún söng Hærra minn guð til þín og ég heyrði einhvern snökta hinum megin í kirkjunni. Magnaður söngur, eins einfalt og hugsast getur, yndislegt alveg.

Ég er búin að vera í blogglægð - finnst betra að segja ekkert en að búa eitthvað til úr engu. Ég er á leiðinni til London á föstudaginn svo ég bið núna um gott veður á fimmtudaginn því þá þarf ég að fljúga suður ;)

Þessa dagana læri ég allt um landbúnaðarafurðir, sérstaklega þær sem fást í Kanada og eru eða gætu verið fluttar hingað inn. Vissuð þið að til eru Buskabaunir?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvad ertu ad fara brasa i London?

Goda ferd allavegana

Lára sagði...

Ég er að fara í menningar og verslunarferð með evu og steinunni ;)

Nafnlaus sagði...

ohhh ég hefði verið til í að fara á þessa tonleika. Missi af ÖLLU þessa dagana, enda nýbúin að vera lasin og börnin bæði lasin. Ó mig auma. Góða skemmtun í London góða mín, öfunda þig bara pinkuponsuskonsu ;)