13. september 2007

Tveir gítarar, eitt píanó og fullt af græjum úr bænum...

Var að koma heim af tónleikum með Pétri Ben og þeir voru vægast sagt frábærir! Ótrúlegt hvað maðurinn getur gert með gítarinn að vopni, þó svo að hann þyrfti stundum að rifja upp lögin áður en hann byrjaði ;)
Brandarar flugu um salinn, lögin voru allt frá myrkum lögum við píanó til sálma sem ómuðu um salinn þar sem tónleikagestir ýmist sungu með eða hummuðu laglínuna.. yndislegt alveg.
Mæli með að fólk kíki á tónleika í Laugarborg því það er ágætis salur, hvorki of stór né of lítill.

Tónleikarnir náðu að bægja burt þeirri hugmynd að veturinn væri kominn til Akureyrar því það snjóaði langt niður hlíðar Vaðlaheiðar - nánast niður að þjóðvegi - og kuldinn smaug inn að beini. Ég reyndi að vinna á móti honum með því að skella mér í ræktina í hádeginu en það dugði skammt. Ég horfi núna á dúnsængina mína með glampa í auga.. spurning um að sofa í hnésokkum?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir samveruna í gær!
Mundu að bæta inn á CV-ið þitt: Söng á tónleikum með Pétri Ben....
:)

Nafnlaus sagði...

Þetta var alveg geðveikt!

Lára sagði...

alveg! fer á topp tíu listann yfir bestu tónleika sem ég hef farið á :)