3. júní 2007

'mig langar' græðgin

mig langar í svo margt.

Mig langar t.d. í útilegu. Eftir góðviðri síðustu daga hefur mig dreymt um að setjast upp í fákinn minn og flýja Akureyrina og komast aftur á suðaustuhorn landsins. Síðan ég keyrði hringinn í ágúst í fyrra hefur þetta svæðið kallað á mig að snúa aftur. Eða svoleiðis.

líka kyrrð og ró. Einn heilan dag þar sem ekki heyrðist tónlist, fréttir, börn að leik eða bílaumferð - nema þá í fjarska svo hún virðist vera árniður. Það er búið að vera ansi mikið áreiti undanfarið og hugurinn þráir hvíld.

Mig langar til Nýfundnalands, til Írlands, til Hjaltlandseyja og Orkneyja. Finn fyrir eyjafiðringnum og langar að finna til samkenndar með öðrum eyjaþjóðum. Mig vantar fleiri rætur...

Ég hef allt sem ég þarf í heiminum en langar samt í meira..

einu sinni þýddi enska sögnin 'to want' að vanta eitthvað - skort á einhverju... í dag er hún notuð yfir löngun...

tungumál eru skrýtin

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú ferð til Hjaltlandseyja þá á ég kort af eyjunum!! Gamall karl sem gisti á hótelinu síðasta sumar gaf mér það...ég og gamlir kallar...this close :-)

Knús Anna Margrét

Lára sagði...

fliss fliss -
takk fyrir það Anna mín, getur vel verið að ég fái það hjá þér.. Er ekki pínu rómantík í því að taka Ferjuna frá Seyðisfirði og rúnta svo um á ponsuðum Aygo á eyju í miðju hafi? hmm.. best að tékka á prísunum!