hó hó, hí hí, ha ha!
Loksins kom óveðrið til Akureyrar! Ég beið og beið og vonaði en aldrei varð veðrið nógu leiðinlegt til að hægt væri að kalla það vetrarveður. Í morgun beið mín fjall af snjó á bílnum og annað fjall beint fyrir framan hann. Hmm. Í fyrsta sinn efaðist ég um getu litla Aygo en svo mundi ég eftir Top Gear Winter Olympics þar sem þeir fóru í Hokkíleik með bílana og ég tók gleði mína á ný. Fyrst þeir gátu gert það í Lillehammer í Noregi þá gæti ég komist í vinnuna á Akureyri, Íslandi!
Götur bæjarins höfðu allar verið ruddar svo ekki var erfitt að komast upp að Borgum en þar tók annað við. Búið var að ryðja litlu plönin en ýtan var akkúrat í aðreininni svo ég ákvað að leggja bara á stóra planinu. Big mistake! Þar var ekkert búið að ýta og lenti ég því í vægast sagt skemmtilegum hasarakstri þar sem ég vonaðist til að sleppa án þess að festa mig og verða mér til skammar! Ég hló frekar mikið þar sem ég rásaði um og komst loks út af planinu aftur og framhjá ýtunni.
Nú bíð ég bara eftir frostinu mikla sem á víst að skella á okkur á laugardaginn. Best að kaupa Swiss Miss og baka skúffuköku.
30. janúar 2008
Kom mér svo sem ekki á óvart
Sá þetta hjá Sverri Páli og Doktornum:
82% Barack Obama
80% Hillary Clinton
80% Bill Richardson
78% Chris Dodd
78% John Edwards
77% Dennis Kucinich
76% Joe Biden
72% Mike Gravel
41% Rudy Giuliani
35% John McCain
29% Mitt Romney
26% Mike Huckabee
19% Tom Tancredo
18% Ron Paul
17% Fred Thompson
2008 Presidential Candidate Matching Quiz
82% Barack Obama
80% Hillary Clinton
80% Bill Richardson
78% Chris Dodd
78% John Edwards
77% Dennis Kucinich
76% Joe Biden
72% Mike Gravel
41% Rudy Giuliani
35% John McCain
29% Mitt Romney
26% Mike Huckabee
19% Tom Tancredo
18% Ron Paul
17% Fred Thompson
2008 Presidential Candidate Matching Quiz
28. janúar 2008
25. janúar 2008
Óveður og fleira
Sat síðustu tímana mína í réttindanáminu í bili í morgun. Það gerðist nú lítið markverkt þar nema hvað við fylgdumst með fréttum að sunnlendingum festa sig og barma sér yfir snjófargi. Best fannst mér þegar ég frétti af manni sem benti fólkinu á að setja nú bílana sína í fjórhjóladrif - þeir væru flestir með það ;)
Hér kom örlítill vottur af leiðindaveðri en ekki nóg til að hægt sé að kalla það neitt. Þetta náði ekki í köttinn í Nesi, eins og einhver mismælti sig víst! Nú er nefnilega búið að lofa/hóta óveðri hér 3svar sinnum með stuttu millibili en aldrei verður neitt úr því! Ég heimta því alvöru, íslenski óveður hér á Akureyri þannig að enginn komist neitt um bæinn, nema þá helst björgunarsveitin, en þeir mega bjarga mér hvenær sem er ;)
Hafið það sem allra best um helgina
p.s. Litla stúlkan þeirra Ingu og Einars hefur hlotið nafnið Valgerður Telma :)
Hér kom örlítill vottur af leiðindaveðri en ekki nóg til að hægt sé að kalla það neitt. Þetta náði ekki í köttinn í Nesi, eins og einhver mismælti sig víst! Nú er nefnilega búið að lofa/hóta óveðri hér 3svar sinnum með stuttu millibili en aldrei verður neitt úr því! Ég heimta því alvöru, íslenski óveður hér á Akureyri þannig að enginn komist neitt um bæinn, nema þá helst björgunarsveitin, en þeir mega bjarga mér hvenær sem er ;)
Hafið það sem allra best um helgina
p.s. Litla stúlkan þeirra Ingu og Einars hefur hlotið nafnið Valgerður Telma :)
22. janúar 2008
Decisions, decisions
Ég tók þá ákvörðin í gær, eftir mikla ígrundun undanfarnar vikur, að ljúka ekki kennararéttindanámi mínu að sinni. Ég er búin að ljúka sálfræðinni og á eftir 1 verkefni í námsskrár- og kennslufræðum sem ég ætla að klára og hef ég þá lokið 10 af 15 einingum í þessu námi.
Ástæðurnar eru nokkar en þó er helst að ég tel mikilvægara að klára MA ritgerðina mína og á meðan ég er í öðru námi og fullri vinnu þá tekst það ekki. Sálin er líka búin að vera ansi þreytt núna síðasta hálfa árið og ég held að hún þurfi aðeins frið. Hann fæ ég ekki eins og staðan er í dag.
Sumum ykkar á eftir að finnast þetta kjánalegt og það er allt í lagi. Ég er sátt og það er það sem skiptir mig mestu máli.
Markmið ársins eru því breytt:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (Melrakkaslétta - Langanes er komin á dagskrá og Selárdalur við Arnarfjörð kemur sterkur inn líka!)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu
Hafið það gott í brjálseminni, hvort sem það er pólitík í Reykjavík eða veðurofsinn ;)
Ástæðurnar eru nokkar en þó er helst að ég tel mikilvægara að klára MA ritgerðina mína og á meðan ég er í öðru námi og fullri vinnu þá tekst það ekki. Sálin er líka búin að vera ansi þreytt núna síðasta hálfa árið og ég held að hún þurfi aðeins frið. Hann fæ ég ekki eins og staðan er í dag.
Sumum ykkar á eftir að finnast þetta kjánalegt og það er allt í lagi. Ég er sátt og það er það sem skiptir mig mestu máli.
Markmið ársins eru því breytt:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (Melrakkaslétta - Langanes er komin á dagskrá og Selárdalur við Arnarfjörð kemur sterkur inn líka!)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu
Hafið það gott í brjálseminni, hvort sem það er pólitík í Reykjavík eða veðurofsinn ;)
21. janúar 2008
Erfiðasti dagur ársins
Mánudagurinn 21. janúar á að vera erfiðasti og þungbærasti dagur ársins skv. fræðimönnum. Það eru nokkrir þættir sem saman stuðla að því að þessi dagur er hreint þunglyndis-svarthol fyrir marga:
1) Veðrið
Reyndar er fínasta veður akkúrat núna, kalt og bjart, sólin meira að segja á lofti. Á greinilega ekki við akkúrat í dag ;)
2) Skuldir
Ok, Jóla-Visa filleríið að koma í hausinn á fólki, námslánaafborganir að skella á í mars og hlutabréfamarkaðurinn í rússíbanaferð.
3) Tími
Þriðja almennilega vinnuvikan er að hefjast og fólk er komið í rútínuna aftur - sér ekki fram á almennilegt frí aftur fyrr en um páska. Fúlt.
4) Hætta
Já, ekki 'danger, danger' heldur er fólk hætt að standa við nýársheitin, kortið í ræktina hefur varla verið notað, hvað þá nýju fötin sem splæst var í á janúarútsölum. Fólk heldur áfram að reykja, drekka, eyða og fær samviskubit yfir þessu öllu saman
5) Hvatning / hvati
Er ekki til staðar. Punktur.
6) 'Verð að gera eitthvað'
Fólk fær gríðarmikla þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta fyrir allt sem var talið upp hér að ofan og yfirleitt eyðir það meiri pening í hluti sem það notar svo ekki eða í mat og drykk og vaknar svo daginn eftir við vondan draum, meiri skuldir og enn fleiri brostin loforð.
Sem sagt, reynið að gleyma liðum 2-6 - horfið bara út um gluggann og njótið þess að ekki er hríðarbylur úti (alla vega ekki á Akureyri ;)
1) Veðrið
Reyndar er fínasta veður akkúrat núna, kalt og bjart, sólin meira að segja á lofti. Á greinilega ekki við akkúrat í dag ;)
2) Skuldir
Ok, Jóla-Visa filleríið að koma í hausinn á fólki, námslánaafborganir að skella á í mars og hlutabréfamarkaðurinn í rússíbanaferð.
3) Tími
Þriðja almennilega vinnuvikan er að hefjast og fólk er komið í rútínuna aftur - sér ekki fram á almennilegt frí aftur fyrr en um páska. Fúlt.
4) Hætta
Já, ekki 'danger, danger' heldur er fólk hætt að standa við nýársheitin, kortið í ræktina hefur varla verið notað, hvað þá nýju fötin sem splæst var í á janúarútsölum. Fólk heldur áfram að reykja, drekka, eyða og fær samviskubit yfir þessu öllu saman
5) Hvatning / hvati
Er ekki til staðar. Punktur.
6) 'Verð að gera eitthvað'
Fólk fær gríðarmikla þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta fyrir allt sem var talið upp hér að ofan og yfirleitt eyðir það meiri pening í hluti sem það notar svo ekki eða í mat og drykk og vaknar svo daginn eftir við vondan draum, meiri skuldir og enn fleiri brostin loforð.
Sem sagt, reynið að gleyma liðum 2-6 - horfið bara út um gluggann og njótið þess að ekki er hríðarbylur úti (alla vega ekki á Akureyri ;)
20. janúar 2008
Now you're one year older.... again
Ég átti alveg stórfínan afmælisdag í gær og vil þakka allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar sem ég fékk símleiðis, í athugasemdakerfinu hér og svo í gærkvöldi :)
Ég fór nefnilega til Önnu og Jens og höfðu þau og Mummi og Sara smalað saman í spilakvöld þar sem Party & Co átti að spilast fram á nótt. Anna hafði nú laumast til að baka kökur (já, 2 kökur takk fyrir og heitann rétt!) og svo tróðum við nammi og snakki í liðið svo enginn fór svangur heim. Eftir slakan fyrri leik hjá mér og mínu liði, þar sem okkur tókst að fá ekkert nema fýlukalla og bláar hnetur skipti ég um liðsfélaga og með flugmanninum Ragnari spilaði ég til sigurs!
Leiksigur kvöldsins var þó túlkun Jens á kvensjúkdómalækni en sú sjón á eftir að lifa með mér og öllum sem þarna sátu til dauðadags!
Takk fyrir mig öll sömul - ég var ennþá hlæjandi þegar ég fór að sofa ;)
Í dag heldur svo byggingarvinnan áfram - ég er þó slakur vinnumaður enda svaf ég til hádegis því ég er ekki vön að vaka svona frameftir - ussu suss! Aldurinn er greinilega að færast yfir mann...
Ég fór nefnilega til Önnu og Jens og höfðu þau og Mummi og Sara smalað saman í spilakvöld þar sem Party & Co átti að spilast fram á nótt. Anna hafði nú laumast til að baka kökur (já, 2 kökur takk fyrir og heitann rétt!) og svo tróðum við nammi og snakki í liðið svo enginn fór svangur heim. Eftir slakan fyrri leik hjá mér og mínu liði, þar sem okkur tókst að fá ekkert nema fýlukalla og bláar hnetur skipti ég um liðsfélaga og með flugmanninum Ragnari spilaði ég til sigurs!
Leiksigur kvöldsins var þó túlkun Jens á kvensjúkdómalækni en sú sjón á eftir að lifa með mér og öllum sem þarna sátu til dauðadags!
Takk fyrir mig öll sömul - ég var ennþá hlæjandi þegar ég fór að sofa ;)
Í dag heldur svo byggingarvinnan áfram - ég er þó slakur vinnumaður enda svaf ég til hádegis því ég er ekki vön að vaka svona frameftir - ussu suss! Aldurinn er greinilega að færast yfir mann...
19. janúar 2008
Jóhanna nýfædd
17. janúar 2008
Nýtt barn í heiminn

Sú stutta var ekki í minni kantinum, frekar en systir hennar Jóhanna Margrét - 55cm og tæpar 17 merkur (4210 gr).
Innilega til hamingju með viðbótina, litla (stóra) fjölskyldan mín!
(myndin var tekin 18.01.08 kl. 16:44)
16. janúar 2008
Afmælisbörn

Set hér inn mynd frá því í mars í fyrra, þegar niðurrif í íbúðinni var rétt að hefjast og hefur sko margt og mikið vatn og annað runnið til sjávar! Þessi hjólsög hefur líka reynst afar vel og rutt burt veggjum og óvinsælum spítum hér og þar. Bráðum nenni ég að setja inn nýja mynd hér og ætla að reyna að finna sama sjónarhorn... það versta er að allir veggir eru búnir að breytast svo sennilega stæði ég inni í sturtunni og tæki mynd af vegg... hmm... hugsum þetta betur síðar ;)
14. janúar 2008
.:: George Costanza's Answering Machine ::.
Takið sérstaklega eftir því hvernig hann 'dansar' með í seinna skiptið... crack's me up
Gleðin tekin á ný með hjálp Hljómalindar
Já, það þýðir ekkert að vera dapur.. í myrkrinu sem er úti hálfan daginn verður maður að vera glaður og stara í dagsbirtulampann og hlæja ótæpilega. koma svo!
Ég verð að segja að ekki horfi ég nú oft á spaugstofuna en ég kíkti á hana í hálfleik Barcelona og Real Múrcia og lenti svona skemmtilega á Re/Elect auglýsingunni þar sem Ólafur Ragnar og Dorrit föðmuðu og klöppuðu Bessastaði í bak og fyrir. Ég hló - mikið.
Ég hló ennþá meira í dag þegar ég las um hrakfarir nýju Grímseyjarferjunnar, en hún dólar úti á hafi, með aðra vélina í ólestri og reynir að komast til Akureyrar. Þetta er sagan endalausa og ég grun um að hún eigi aldrei eftir að enda vel.
Set inn hér að ofan gott atriði úr Seinfeld sem fær mig alltaf til að hlæja ;)
Ég verð að segja að ekki horfi ég nú oft á spaugstofuna en ég kíkti á hana í hálfleik Barcelona og Real Múrcia og lenti svona skemmtilega á Re/Elect auglýsingunni þar sem Ólafur Ragnar og Dorrit föðmuðu og klöppuðu Bessastaði í bak og fyrir. Ég hló - mikið.
Ég hló ennþá meira í dag þegar ég las um hrakfarir nýju Grímseyjarferjunnar, en hún dólar úti á hafi, með aðra vélina í ólestri og reynir að komast til Akureyrar. Þetta er sagan endalausa og ég grun um að hún eigi aldrei eftir að enda vel.
Set inn hér að ofan gott atriði úr Seinfeld sem fær mig alltaf til að hlæja ;)
10. janúar 2008
Skólablús
Það tók mig ekki nema viku að vilja henda einu markmiðinu mínu út.
Í gær sat ég fyrir framan tölvuna og grét því ég hélt að ég gæti þetta ekki lengur. Ég á að skila verkefni í réttindanáminu í dag og ekkert gekk. Ég missi líka af einni lotunni (af þremur) þegar ég fer til London og stend í stappi með að fá að gera aukaverkefni í staðinn. Á meðan situr MA ritgerðin úti í horni og hlær að mér. Veit að ég hef engan tíma fyrir hana akkúrat núna.
Ég gafst næstum því upp en ákvað að sofa á þessu og viti menn - í morgun var himininn ekki að falla á mig og verkefnið á góðri leið með að verða tilbúið.
Annars veit ég ekki með þetta. Á ég að halda áfram að skila hálfunnum verkefnum sem ég er ekki ánægð með eða hætta og einbeita mér að ritgerðinni, sem í raun skiptir mig mun meira máli og ég vil klára? Ef ég hætti í réttindanáminu er ég ekki einungis að henda peningum út um gluggann heldur einnig hálfu ári af lífinu - eins og það hafi ekki skipt neinu máli. Dilemma...
Eins og er held ég áfram en hversu lengi, það veit ég ekki...
Í gær sat ég fyrir framan tölvuna og grét því ég hélt að ég gæti þetta ekki lengur. Ég á að skila verkefni í réttindanáminu í dag og ekkert gekk. Ég missi líka af einni lotunni (af þremur) þegar ég fer til London og stend í stappi með að fá að gera aukaverkefni í staðinn. Á meðan situr MA ritgerðin úti í horni og hlær að mér. Veit að ég hef engan tíma fyrir hana akkúrat núna.
Ég gafst næstum því upp en ákvað að sofa á þessu og viti menn - í morgun var himininn ekki að falla á mig og verkefnið á góðri leið með að verða tilbúið.
Annars veit ég ekki með þetta. Á ég að halda áfram að skila hálfunnum verkefnum sem ég er ekki ánægð með eða hætta og einbeita mér að ritgerðinni, sem í raun skiptir mig mun meira máli og ég vil klára? Ef ég hætti í réttindanáminu er ég ekki einungis að henda peningum út um gluggann heldur einnig hálfu ári af lífinu - eins og það hafi ekki skipt neinu máli. Dilemma...
Eins og er held ég áfram en hversu lengi, það veit ég ekki...
7. janúar 2008
Retch-a-vik
Ég er í Reykjavík!
Ég fór á föstudaginn og kom Maríunni minni á óvart í partýi sem haldið var henni til heiðurs (jú María, þú varst heiðursgestur ;) og skemmti mér alveg konunglega.
Um helgina var ég svo í ýmsum útréttingum, hitti Evu sys og gisti hjá Guðjóni og Rúnari á nesinu. Í dag mætti ég svo í vinnu hér í Þýðingamiðstöðina í Þverholtinu og er smám saman að hitta samstarfsfólkið.
Ég býst við að koma heim á morgun en þangað til þá - hafið það gott
Ég fór á föstudaginn og kom Maríunni minni á óvart í partýi sem haldið var henni til heiðurs (jú María, þú varst heiðursgestur ;) og skemmti mér alveg konunglega.
Um helgina var ég svo í ýmsum útréttingum, hitti Evu sys og gisti hjá Guðjóni og Rúnari á nesinu. Í dag mætti ég svo í vinnu hér í Þýðingamiðstöðina í Þverholtinu og er smám saman að hitta samstarfsfólkið.
Ég býst við að koma heim á morgun en þangað til þá - hafið það gott
2. janúar 2008
Nýt år
ég er búin að vera netlaus í marga daga og því ekki getað fylgst með öðrum eða sett neitt hér inn - svo gleðilegt nýtt ár, mín kæru og takk fyrir allt gamalt og gott.
áramótaheit finnast mér kjánaleg því yfirleitt heldur maður þau ekki nema í allra mesta lagi í mánuð, en ég setti mér þess í stað markmið:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-klára kennararéttindanámið mitt og útskrifast í maí frá HA
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (n.b. fellihýsi er ekki tjald)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu
Árið í ár mun eflaust bera margt í skauti sér en þess má geta að ég ætla að fara til London í mars með systrum mínum í blandaða menningar og verslunarferð. Erum að vinna í hóteli, leiksýningu og veitingahúsi sem eiga að njóta greiðslukortanna okkar ;)
Ég fékk að vita um eitt væntanlegt barn á árinu í jólakorti - alltaf gaman að fá góðar fréttir á jólunum! Til hamingju - þið vitið hver þið eruð ;)
áramótaheit finnast mér kjánaleg því yfirleitt heldur maður þau ekki nema í allra mesta lagi í mánuð, en ég setti mér þess í stað markmið:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-klára kennararéttindanámið mitt og útskrifast í maí frá HA
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (n.b. fellihýsi er ekki tjald)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu
Árið í ár mun eflaust bera margt í skauti sér en þess má geta að ég ætla að fara til London í mars með systrum mínum í blandaða menningar og verslunarferð. Erum að vinna í hóteli, leiksýningu og veitingahúsi sem eiga að njóta greiðslukortanna okkar ;)
Ég fékk að vita um eitt væntanlegt barn á árinu í jólakorti - alltaf gaman að fá góðar fréttir á jólunum! Til hamingju - þið vitið hver þið eruð ;)
24. desember 2007
Hátíð í bæ
Kæru vinir og vandamenn sem rata inn á þessa síðu.
Gleðilega jólahátíð!
Hafið það sem allra best í dag og næstu daga,
jólknús og milljón kossar
Lára
Gleðilega jólahátíð!
Hafið það sem allra best í dag og næstu daga,
jólknús og milljón kossar
Lára
20. desember 2007
Að gleðjast yfir því að geta glaðst
ég er búin að bíða eftir jólakyrrðinni sem kemur yfirleitt alltaf. búin að bíða eftir augnablikinu þegar hjartað hættir að slá svona fast og ég leyfi mér að gleyma mér.
jólin í mínum huga eru tími fjölskyldu og vina - tími til að njóta þess sem maður hefur og þakka fyrir sig. ég er þakklát fyrir margt í ár, börn sem fæddust heilbrigð, börn sem urðu til og eru væntanleg með vorinu, vináttubönd sem styrktust og önnur sem mynduðust óvænt, heilsuna og sjálfstæðið (já ég veit, kannski skrýtið :)
ég get glaðst og gleðst yfir því
jólin í mínum huga eru tími fjölskyldu og vina - tími til að njóta þess sem maður hefur og þakka fyrir sig. ég er þakklát fyrir margt í ár, börn sem fæddust heilbrigð, börn sem urðu til og eru væntanleg með vorinu, vináttubönd sem styrktust og önnur sem mynduðust óvænt, heilsuna og sjálfstæðið (já ég veit, kannski skrýtið :)
ég get glaðst og gleðst yfir því
19. desember 2007
Hard things
Þetta er svo fallegt lag..
Hard things you said to me
Of monsters beneath your sea
That lurk in the dark deep abyss.
Hard things you told me of
A cold and a bitter frost
That bites at your feet while we kiss...
And so we ran away from the storm
Your feet on my belly, to keep you warm
You’ve got to learn,
Soon we’ll both learn, to let go of our pain...
And to think (I thought you needed time to think...)
Warmth I can give to you
To last us the whole night through
I’ll scatter your bad dreams away
And all of our sorrows and all of our banes
Will make like the snowflakes and melt in the rain.
And leave us the puddles to play
Þið getið hlustað á það og fleiri góð hér
Hard things you said to me
Of monsters beneath your sea
That lurk in the dark deep abyss.
Hard things you told me of
A cold and a bitter frost
That bites at your feet while we kiss...
And so we ran away from the storm
Your feet on my belly, to keep you warm
You’ve got to learn,
Soon we’ll both learn, to let go of our pain...
And to think (I thought you needed time to think...)
Warmth I can give to you
To last us the whole night through
I’ll scatter your bad dreams away
And all of our sorrows and all of our banes
Will make like the snowflakes and melt in the rain.
And leave us the puddles to play
Þið getið hlustað á það og fleiri góð hér
18. desember 2007
Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Uppáhalds jólalagið mitt í ár en maðurinn er greinilega búinn að tapa sér!
17. desember 2007
Forðist mig
Samstarfskona mín var að ljúka samtali við afar óliðlegan mann sem svarar fyrir þetta gistiheimili. Málið snérist um einfaldan hlut vegna herbergis sem hún afpantaði en fær ekki endurgreiðslu því hún pantaði ekki í gegnum síma. Hún reyndi að panta í gegnum síma, margoft, en aldrei var svarað og benti maðurinn henni þá á að skipt hefði verið um símkerfi. Sem sagt, skítapleis með lélegar afsakanir.
Eins og umsagnirnar benda á mæli ég með því að fólk forðist Travel Inn og beini viðskiptum sínum annað.
Eins og umsagnirnar benda á mæli ég með því að fólk forðist Travel Inn og beini viðskiptum sínum annað.
16. desember 2007
Jólahlaðborð
ég smyglaði mér í jólahlaðborð í gær. ég mætti með köku svo mér var hleypt inn ;)
Ótrúlegustu málefni flugu þarna um stofuna og flest þeirra vil ég ekkert hafa eftir hér - hver veit nema börn rambi inn á þessa síðu! Kalkúnn, svartfugl, hangikjöt (3 mismunandi gerðir), snilldar meðlæti og kakan hjá Eilífi og Kára var mjög góð - þó svo að þeir hafi ekki gert hana sjálfir ;D
Takk fyrir mig öll sömul - ég er ennþá södd!
Var að koma úr 1. árs afmæli Jóhönnu Margrétar og vakt púsluspilið sem ég kom með mikla athygli hjá afmælisbarninu, kannski þó bara vegna þess að pakkarnir á undan voru mjúkir.
Jólaskapið er að renna á mig - nú verður jólamynd á dag fram til aðfangadags!!
Ótrúlegustu málefni flugu þarna um stofuna og flest þeirra vil ég ekkert hafa eftir hér - hver veit nema börn rambi inn á þessa síðu! Kalkúnn, svartfugl, hangikjöt (3 mismunandi gerðir), snilldar meðlæti og kakan hjá Eilífi og Kára var mjög góð - þó svo að þeir hafi ekki gert hana sjálfir ;D
Takk fyrir mig öll sömul - ég er ennþá södd!
Var að koma úr 1. árs afmæli Jóhönnu Margrétar og vakt púsluspilið sem ég kom með mikla athygli hjá afmælisbarninu, kannski þó bara vegna þess að pakkarnir á undan voru mjúkir.
Jólaskapið er að renna á mig - nú verður jólamynd á dag fram til aðfangadags!!
15. desember 2007
jóla jóla jóla
ég lagðist í stutt en leiðinleg veikindi... held ég sé að verða ímyndunarveik, en þar hef ég ekki tærnar þar sem Guðjón minn hefur hælana! Hann er hypochondriac af guðs náð og veit af því!
ég veit stundum ekki hvað ég á að skrifa inn í jólakort. ég held að stundum sé ég jafnvel of væmin eða of snubbótt - ég skrifa bara það sem mér dettur í hug þá stundina og allt er það vel meint :)
mamma er að spila 'Let it snow' frammi í eldhúsi... dýrka það lag.
er á leiðinni að kaupa jólatré með ma, pa, steinunni sys og ágústi. Í fyrra þóttist ég ætla að troða barninu í gegnum netavélina. honum var ekki skemmt. held ég taki þann brandara ekki með í ár!
ég veit stundum ekki hvað ég á að skrifa inn í jólakort. ég held að stundum sé ég jafnvel of væmin eða of snubbótt - ég skrifa bara það sem mér dettur í hug þá stundina og allt er það vel meint :)
mamma er að spila 'Let it snow' frammi í eldhúsi... dýrka það lag.
er á leiðinni að kaupa jólatré með ma, pa, steinunni sys og ágústi. Í fyrra þóttist ég ætla að troða barninu í gegnum netavélina. honum var ekki skemmt. held ég taki þann brandara ekki með í ár!
12. desember 2007
Er þetta hægt?
Ég ætla að biðja fólk um að lesa þessa færslu, ef það er ekki búið að því nú þegar.
Þessi unga kona fór til Bandaríkjanna og lenti í vægast sagt leiðinlegri lífsreynslu við komuna til landsins.
http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/
Þessi unga kona fór til Bandaríkjanna og lenti í vægast sagt leiðinlegri lífsreynslu við komuna til landsins.
http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/
11. desember 2007
nammi namm :)
You Are Apple Pie |
![]() You're the perfect combo of comforting and traditional. You prefer things the way you've always known them. You'll admit that you're old fashioned, and you don't see anything wrong with that. Your tastes and preferences are classic. And classic never goes out of style. Those who like you crave security. People can rely on you to be true to yourself - and true to them. You're loyal, trustworthy, and comfortable in your own skin. And because of these qualities, you've definitely earned a lot of respect. |
10. desember 2007
9. desember 2007
jólafríð nálgast...
ég og mummi kláruðum verkefnið okkar áðan svo ég er komin í jólafrí frá skólanum. Það er nú reyndar ekki upp á marga fiska því ég þarf að skila verkefni 10. janúar - skítt.
ég er búin að ganga frá nokkrum jólagjöfum, skrifa helming jólakortanna og byrjuð á jólahreingerningunni (betur þekkt sem 'færum þessa hrúgu af drasli þangað sem við sjáum hana ekki' prógrammið) svo ég get farið að horfa á eitthvað af þessum jólamyndum mínum ;)
ég gleymdi auðvitað bestustu myndinni minni á listanum um daginn - The Nightmare before Christmas e. Tim Burton... schnilldarmynd þar á ferð og ég fæ alltaf 'this is halloween' á heilann þegar ég hugsa um hana!!
damn, nú langar mig að kíkja á hana...
ég er búin að ganga frá nokkrum jólagjöfum, skrifa helming jólakortanna og byrjuð á jólahreingerningunni (betur þekkt sem 'færum þessa hrúgu af drasli þangað sem við sjáum hana ekki' prógrammið) svo ég get farið að horfa á eitthvað af þessum jólamyndum mínum ;)
ég gleymdi auðvitað bestustu myndinni minni á listanum um daginn - The Nightmare before Christmas e. Tim Burton... schnilldarmynd þar á ferð og ég fæ alltaf 'this is halloween' á heilann þegar ég hugsa um hana!!
damn, nú langar mig að kíkja á hana...
8. desember 2007
(ó)farir?
Piparkökumótin mín komu loksins.. ég nennti ekki að baka fleiri piparkökur svo ég ákvað að bara eitthvað sem heita 'sugar cookies' og bragðast mitt á milli vanilluhringja og kúrenukaka (mínus kúrenur)
deigið var of lint, svo var það of hart, svo bakaði ég nokkrar kökur og þær voru of harðar og næstu voru og þykkar svo þær voru mis líka..
ég gafst eiginlega upp en á þó nokkrar sem hægt er að gera sætar með því að smyrja á þær flórsykurkremi og borða þær í myrkri...
ég vaknaði allt of snemma í morgun og nú er ég búin á því en er á leið í jólaleiðangur... minn er þreyttur
p.s. ég ætla að láta blessa íbúðina mína - presturinn er klár í verkið.
deigið var of lint, svo var það of hart, svo bakaði ég nokkrar kökur og þær voru of harðar og næstu voru og þykkar svo þær voru mis líka..
ég gafst eiginlega upp en á þó nokkrar sem hægt er að gera sætar með því að smyrja á þær flórsykurkremi og borða þær í myrkri...
ég vaknaði allt of snemma í morgun og nú er ég búin á því en er á leið í jólaleiðangur... minn er þreyttur
p.s. ég ætla að láta blessa íbúðina mína - presturinn er klár í verkið.
6. desember 2007
Don't tap it - wack it!
4. desember 2007
Prestablogg
Ég les bloggið hans séra Svavars og finnst hann oft hitta naglann á höfuðið og oft er gott að lesa falleg og hlý orð í garð náungans þegar manni er kalt eða þykir myrkrið og mikið.
Í gær skrifaði hann um orðin 'Varúð! Prestur!' sem höfðu verið skrifuð aftan á bílrúðu séra Óskars og skrifar hann pistil í kringum það sem ég hvet ykkur til að lesa.
Ég ætla hins vegar að biðja fólk um að stilla sig þegar kemur að athugasemdum, því trúmál eru hitamál eins og sjá má á athugasemdum við pistilinn hans....
Í gær skrifaði hann um orðin 'Varúð! Prestur!' sem höfðu verið skrifuð aftan á bílrúðu séra Óskars og skrifar hann pistil í kringum það sem ég hvet ykkur til að lesa.
Ég ætla hins vegar að biðja fólk um að stilla sig þegar kemur að athugasemdum, því trúmál eru hitamál eins og sjá má á athugasemdum við pistilinn hans....
3. desember 2007
Niðurtalningin hefst
Já jólin koma víst alltaf á endanum, sama hvort maður er búinn að baka, þrífa, pakka inn gjöfunum, senda jólakortin og hvaðeina...
Ég og mútta erum búnar að baka, ég eina sort og hún 5! Svo gerðum við piparkökur saman, en það hallar nú aðeins á hana, ekki satt? Dugleg mamma ;)
Ég á eftir að skella jólakortunum í póst og taka netta jólahreingerningu á herbergið en það kemur allt saman. Fyrst þarf ég að skila inn ritgerð með Mumma en við höfum viku til að klára hana og þá ætla ég aldeilis að leyfa jólabarninu að dafna.
í fyrra setti ég inn lista yfir jólabíómyndir sem ég vil helst horfa á í desember eða milli jóla og nýárs og í ár er engin breyting.. í fórum mínum á ég nú:
-While you were sleeping
-Love actually
-The Holiday
-White Christmas
-The Grinch
Auk þess sem ég horfi oft á LOTR um jólin, því þær voru allar frumsýndar um jól.
Íbúðin gengur alveg ótrúlega vel en það er löngu orðið ljóst að ég flyt ekki inn fyrir jól. Næsta pressa er að klára fyrir afmælið mitt í janúar svo krossleggið nú puttana með mér. Svefnherbergið er tilbúið undir málningu og parket, hurðirnar eru að koma, flísarnar eru líka komnar svo það vantar bara eldhúsinnréttinguna og svo alla vinnuna ;)
Þorláksmessa ætti að vera athyglisverð - ekki einungis verða úrslit í dansþættinum Strictly come dancing heldur tekur Barcelona á móti Real Madrid á heimavelli og það er ruuuuusalegt! Stemmarinn á áhorfendabekkjunum er ólýsanlegur og ekki spillir fyrir ef Smárinn fær að vera inná...
Ég og mútta erum búnar að baka, ég eina sort og hún 5! Svo gerðum við piparkökur saman, en það hallar nú aðeins á hana, ekki satt? Dugleg mamma ;)
Ég á eftir að skella jólakortunum í póst og taka netta jólahreingerningu á herbergið en það kemur allt saman. Fyrst þarf ég að skila inn ritgerð með Mumma en við höfum viku til að klára hana og þá ætla ég aldeilis að leyfa jólabarninu að dafna.
í fyrra setti ég inn lista yfir jólabíómyndir sem ég vil helst horfa á í desember eða milli jóla og nýárs og í ár er engin breyting.. í fórum mínum á ég nú:
-While you were sleeping
-Love actually
-The Holiday
-White Christmas
-The Grinch
Auk þess sem ég horfi oft á LOTR um jólin, því þær voru allar frumsýndar um jól.
Íbúðin gengur alveg ótrúlega vel en það er löngu orðið ljóst að ég flyt ekki inn fyrir jól. Næsta pressa er að klára fyrir afmælið mitt í janúar svo krossleggið nú puttana með mér. Svefnherbergið er tilbúið undir málningu og parket, hurðirnar eru að koma, flísarnar eru líka komnar svo það vantar bara eldhúsinnréttinguna og svo alla vinnuna ;)
Þorláksmessa ætti að vera athyglisverð - ekki einungis verða úrslit í dansþættinum Strictly come dancing heldur tekur Barcelona á móti Real Madrid á heimavelli og það er ruuuuusalegt! Stemmarinn á áhorfendabekkjunum er ólýsanlegur og ekki spillir fyrir ef Smárinn fær að vera inná...
26. nóvember 2007
að hafa fortíðina að baki sér
Ég hef verið að lesa gamlar bloggfærslur síðustu daga og mikið hef ég hlegið og grátið til skiptis. nóvember síðustu ár:
25. nóvember 2004 Góðar fréttir og slæmar
góðu fréttirnar eru þær að ég er að lesa með fyndnari bókum sem ég hef á ævinni lesið; "eats, shoots and leaves - the zero tolerance to punctuation".. ef þið hafið húmor fyrir lélegum staðsetningum á kommum og punktum og þess háttar merkjum þá er þessi flott.. slæmu fréttirnar eru þær að það er fyrirlestur eftir um klukkutíma og ég er að fá stress kast! vantar að róa mig aðeins, sérstaklega þar sem við erum búnar að öllu.. gef mér gott klapp á bakið *klapp klapp* verð að þjóta, þarf að fá mér vatn að drekka og lesa yfir glærurnar aðeins :)
28. nóvember 2005 'Við vorum orðin svo stressuð að koma hingað'
þetta sagði Jónsi í Sigur Rós rétt áður en tónleikunum lauk í höllinni í gær.. öö þau hefðu alveg getað sparað sér þetta stress því þetta var ÓTRÚLEGT!!!!! Ég er samt ekkert smá fegin að ég var í stúku en ekki í maurahafinu á gólfinu eins og allir 'litlu krakkarnir'. Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -er hægt að biðja um eitthvað betra?
19. nóvember 2006 "Hver heldurðu að þú sért Bastian?! Bæjarfógetinn?"
Ég fór í leikhús á föstudaginn á Herra Kolbert eins og ég minntist hér á og ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð brot úr því á N4 rétt fyrir frumsýningu og var með vissar efasemdir en hristi þær af mér eftir 10 mínútur af leikritinu. Þessir leikarar eru ótrúlegir, leikritið sjálft fyndið og örlítið átakanlegt um leið og það stuðar mann í endann. Mæli með þessari sýningu en það er víst bara sýnt fram að jólum. (já og fyrirsögn bloggsins er einmitt úr leikritinu)
Í gær fór ég svo í bíó á Bond og annan eins Bond hef ég ekki séð. Hann er svo mikill karlmaður að mann svimar bara. Ó já! Myndatakan er frábær, mér fannst sagan líka alveg ágæt (þó það truflaði mig pínu að þetta átti að vera forsaga sem gerðist samt í nútímanum.. hmm)og Bond-pían skemmtileg. Mæli með henni, en athugið að hún er 2 1/2 klst.
Fyndið að glugga svona í hugsanir manns árum seinna... svona er lífið skrýtið
25. nóvember 2004 Góðar fréttir og slæmar
góðu fréttirnar eru þær að ég er að lesa með fyndnari bókum sem ég hef á ævinni lesið; "eats, shoots and leaves - the zero tolerance to punctuation".. ef þið hafið húmor fyrir lélegum staðsetningum á kommum og punktum og þess háttar merkjum þá er þessi flott.. slæmu fréttirnar eru þær að það er fyrirlestur eftir um klukkutíma og ég er að fá stress kast! vantar að róa mig aðeins, sérstaklega þar sem við erum búnar að öllu.. gef mér gott klapp á bakið *klapp klapp* verð að þjóta, þarf að fá mér vatn að drekka og lesa yfir glærurnar aðeins :)
28. nóvember 2005 'Við vorum orðin svo stressuð að koma hingað'
þetta sagði Jónsi í Sigur Rós rétt áður en tónleikunum lauk í höllinni í gær.. öö þau hefðu alveg getað sparað sér þetta stress því þetta var ÓTRÚLEGT!!!!! Ég er samt ekkert smá fegin að ég var í stúku en ekki í maurahafinu á gólfinu eins og allir 'litlu krakkarnir'. Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -er hægt að biðja um eitthvað betra?
19. nóvember 2006 "Hver heldurðu að þú sért Bastian?! Bæjarfógetinn?"
Ég fór í leikhús á föstudaginn á Herra Kolbert eins og ég minntist hér á og ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð brot úr því á N4 rétt fyrir frumsýningu og var með vissar efasemdir en hristi þær af mér eftir 10 mínútur af leikritinu. Þessir leikarar eru ótrúlegir, leikritið sjálft fyndið og örlítið átakanlegt um leið og það stuðar mann í endann. Mæli með þessari sýningu en það er víst bara sýnt fram að jólum. (já og fyrirsögn bloggsins er einmitt úr leikritinu)
Í gær fór ég svo í bíó á Bond og annan eins Bond hef ég ekki séð. Hann er svo mikill karlmaður að mann svimar bara. Ó já! Myndatakan er frábær, mér fannst sagan líka alveg ágæt (þó það truflaði mig pínu að þetta átti að vera forsaga sem gerðist samt í nútímanum.. hmm)og Bond-pían skemmtileg. Mæli með henni, en athugið að hún er 2 1/2 klst.
Fyndið að glugga svona í hugsanir manns árum seinna... svona er lífið skrýtið
22. nóvember 2007
Af bílum
Ég held ég hafi get mistök...
Ég hefði að sjálfsögðu átt að kaupa mér sport útgáfuna af Aygo

Já eða splæst í Dj- útgáfuna

Verst er samt að ég var að komst að því að Aygo (dregið af I-go) var svona samstarfsverkefni milli Toyota, Citroën og Peugeot árið 2005 og eru Citroën C1 og Peugeot 107 framleiddir með Aygo í Tékklandi.
Sjáið þið sauðasvipinn?


Ég hefði að sjálfsögðu átt að kaupa mér sport útgáfuna af Aygo

Já eða splæst í Dj- útgáfuna

Verst er samt að ég var að komst að því að Aygo (dregið af I-go) var svona samstarfsverkefni milli Toyota, Citroën og Peugeot árið 2005 og eru Citroën C1 og Peugeot 107 framleiddir með Aygo í Tékklandi.
Sjáið þið sauðasvipinn?



21. nóvember 2007
Af regnbogum, föllum og gönguljósum
Fyrsta fall vetrarins er staðreynd!
Ég fór í kaffi til Önnu og Jens á sunnudaginn og ákvað að labba í stað þess að vera alltaf á bílnum. Ekki gekk það betur en svo að á leiðinni heim, þar sem ég gekk í sakleysi mínu niður Oddeyrargötuna þá steig ég ógætilega niður og flaug á rassinn! Sem betur fer var enginn þarna því ég hló eins og fáviti, klöngraðist á fætur og labbaði svo flissandi ofan í bringu alla leiðina heim.
Ég náði að næla mér í svæsna kvefpest um helgina og er enn hóstandi og hnerrandi öllum regnbogans litum ásamt því að kafna næstum í svefni. Hressandi. Svo hljóma ég líka eins og konukarl. Í gær þekkti samstarfskona mín mig ekki og þegar Mummi hringdi í mig hélt hann að ég væri nývöknuð. Ótrúlega fínt ;) Ég ætla samt í ræktina á eftir og vona að ég geti hrist eitthvað upp úr lungunum.
Ég tók eftir dálitlu í vor sem ég gleymdi alltaf að blogga um. Á ljósunum hjá BSO sem ég geng alltaf yfir þegar ég kem úr bænum hefur einhver listamaðurinn skellt tveimur svörtum doppum á rauða kallinn. Hvar, heyri ég ykkur hugsa, jú á bringuna. Við Akureyringar skörtum því mjög kvenlegum gönguljósum og ég brosi alltaf ósjálfrátt þegar ég lít upp á rauða ljósið og sé brjóstagóða konuna standa teinrétta og meina mér að ganga yfir götuna.
Ég fór í kaffi til Önnu og Jens á sunnudaginn og ákvað að labba í stað þess að vera alltaf á bílnum. Ekki gekk það betur en svo að á leiðinni heim, þar sem ég gekk í sakleysi mínu niður Oddeyrargötuna þá steig ég ógætilega niður og flaug á rassinn! Sem betur fer var enginn þarna því ég hló eins og fáviti, klöngraðist á fætur og labbaði svo flissandi ofan í bringu alla leiðina heim.
Ég náði að næla mér í svæsna kvefpest um helgina og er enn hóstandi og hnerrandi öllum regnbogans litum ásamt því að kafna næstum í svefni. Hressandi. Svo hljóma ég líka eins og konukarl. Í gær þekkti samstarfskona mín mig ekki og þegar Mummi hringdi í mig hélt hann að ég væri nývöknuð. Ótrúlega fínt ;) Ég ætla samt í ræktina á eftir og vona að ég geti hrist eitthvað upp úr lungunum.
Ég tók eftir dálitlu í vor sem ég gleymdi alltaf að blogga um. Á ljósunum hjá BSO sem ég geng alltaf yfir þegar ég kem úr bænum hefur einhver listamaðurinn skellt tveimur svörtum doppum á rauða kallinn. Hvar, heyri ég ykkur hugsa, jú á bringuna. Við Akureyringar skörtum því mjög kvenlegum gönguljósum og ég brosi alltaf ósjálfrátt þegar ég lít upp á rauða ljósið og sé brjóstagóða konuna standa teinrétta og meina mér að ganga yfir götuna.
11. nóvember 2007
Blitz-blogg
Var að koma úr mat frá Önnu og Jens og stend á blístri!
Takk fyrir hangikjötið og kökuna - ljúffengt alveg :)
Annars er ég búin að vera ein heima og vinna í MA-ritgerðinni og velt ýmsu fyrir mér, eins og að
*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;)
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe)
*ég hlakka til að sjá Ökutíma
love love love úr köldu gettóinu,
Laura Ingalls
Takk fyrir hangikjötið og kökuna - ljúffengt alveg :)
Annars er ég búin að vera ein heima og vinna í MA-ritgerðinni og velt ýmsu fyrir mér, eins og að
*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;)
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe)
*ég hlakka til að sjá Ökutíma
love love love úr köldu gettóinu,
Laura Ingalls
2. nóvember 2007
Passar þetta?
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
31. október 2007
Oh, the weather outside is frightful...

Fæ þetta jólalag alltaf á heilann þegar það snjóar ótæpilega.
Í gær snjóaði all verulega en í morgun var slabbið alls ráðandi. Nú þegar ég lít út um gluggann er snjókoman með sterka innkomu og mér sýnist sem ég þurfi að sópa aftur af bílnum áður en ég kemst heim í dag!
Mér finnst þetta pínu notalegt, en ég hef samt áhyggjur af vaxandi þörf minni fyrir svefn! Um leið og það fer að dimma eitthvað af viti og kuldinn eykst þá vil ég bara borða kjöt og kartöflur og sofa í minnst 10 tíma á dag... sem er fáránlegt ;)
Ég keypti mér nóvemberkaktus í Blómavali um helgina og sit nú spennt og bíð eftir öllum blómunum sem ættu að springa út fljótlega - það er nú 1. nóvember á morgun!
Já og það er hrekkjavaka í dag þannig að Happy Halloween!!
30. október 2007
Stjörnuspá dagsins á mbl.is
Steingeit: Sköpunarorkan flæðir! Þú átt þína Mary Poppins stund þar sem "matskeið af sykri" mun virkilega hjálpa "meðalinu niður". Þetta er rétti andinn!
26. október 2007
Dúndur
Ég held því fram (og ekki reyna að telja mig ofan af því) að þetta sé eitt flottasta lag sem samið var árið 1982 þó lengi væri leitað!
B-E-A-Utiful!
B-E-A-Utiful!
25. október 2007
Lazarus vinur minn
Ég er búin að vera lasin síðan um helgina, mismikið reyndar en alltaf þegar ég held að mér sé að batna þá versnar mér :/ Í dag er ég reyndar nokkuð hress - vinna á morgun er markmiðið :)
Ég verð að segja að niðurstöður könnunarinnar koma mér ekki á óvart, Latté hefur lengi vermt hjarta kaffiunnenda þó mér finnist allir drykkirnir sem ég setti þarna mjög góðir. Svo tengi ég líka vissa drykki við vissar manneskjur og staði.
Anna Ey er t.d. Latté
Lisa er Frappó
Cappucchino minnir mig bara á Kanada og allan tímann sem ég var þar (French vanilla cap var drykkur ársins ;)
Svart minnir mig á Reykjavík og strætóferðirnar upp í Árbæ þegar ég vann hjá 365...
Ég er enn að velta því fyrir mér hvað næsta könnun skuli snúast um... fylgist með
Ég verð að segja að niðurstöður könnunarinnar koma mér ekki á óvart, Latté hefur lengi vermt hjarta kaffiunnenda þó mér finnist allir drykkirnir sem ég setti þarna mjög góðir. Svo tengi ég líka vissa drykki við vissar manneskjur og staði.
Anna Ey er t.d. Latté
Lisa er Frappó
Cappucchino minnir mig bara á Kanada og allan tímann sem ég var þar (French vanilla cap var drykkur ársins ;)
Svart minnir mig á Reykjavík og strætóferðirnar upp í Árbæ þegar ég vann hjá 365...
Ég er enn að velta því fyrir mér hvað næsta könnun skuli snúast um... fylgist með
22. október 2007
Gulur, rauður, grænn
Ég fór í regnbogamessuna í gær í Akureyrarkirkju.
Þetta var ótrúlega falleg stund og gaman að sjá hversu margi mættu. Stúlknakór Akureyrarkirkju á líka hrós skilið fyrir fallegan söng - væri alveg til í að fara á tónleika með þeim :)
Aðalsteinn og krakkarnir í ungliðahreyfingu Samtakanna 78 stóðu sig líka með prýði en sú sem kom mér mest á óvart var Guðfríður Lilja en hún átti hugvekju kvöldsins. Einlægni er eina orðið sem mér dettur í hug.
Það er góð tilfinning að styðja við bakið á samkynhneigðum og finna hversu margir eru sama sinnis. Það hlýtur að vega upp á móti þeim þröngsýni sem alltaf þurfa að eyðileggja allt - er það ekki?
Þetta var ótrúlega falleg stund og gaman að sjá hversu margi mættu. Stúlknakór Akureyrarkirkju á líka hrós skilið fyrir fallegan söng - væri alveg til í að fara á tónleika með þeim :)
Aðalsteinn og krakkarnir í ungliðahreyfingu Samtakanna 78 stóðu sig líka með prýði en sú sem kom mér mest á óvart var Guðfríður Lilja en hún átti hugvekju kvöldsins. Einlægni er eina orðið sem mér dettur í hug.
Það er góð tilfinning að styðja við bakið á samkynhneigðum og finna hversu margir eru sama sinnis. Það hlýtur að vega upp á móti þeim þröngsýni sem alltaf þurfa að eyðileggja allt - er það ekki?
19. október 2007
Lisa ROCKS!
Ok,
hvet ykkur til að fara inn á síðuna hennar Lisu Marie og lesa um búðarferðina hennar í gær. Hún er snillingur ;)
hvet ykkur til að fara inn á síðuna hennar Lisu Marie og lesa um búðarferðina hennar í gær. Hún er snillingur ;)
18. október 2007
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
Vissuð þið að:
- svitabönd nefnast líka svitagjarðir
- gong nefnast einnig bomböld
- skíðagalla er hægt að prjóna og hekla
- til eru samlokulampar (og nei, það eru ekki ljósabekkir)
Vinnan mín er endalaus uppspretta gagnlegs fróðleiks
- svitabönd nefnast líka svitagjarðir
- gong nefnast einnig bomböld
- skíðagalla er hægt að prjóna og hekla
- til eru samlokulampar (og nei, það eru ekki ljósabekkir)
Vinnan mín er endalaus uppspretta gagnlegs fróðleiks
15. október 2007
Iran so far
Þetta myndband er uppspretta gleði minnar þessa dagana! Horfi á þetta minnst einu sinni á dag.
svo er hann Andy líka sætur ;)
14. október 2007
Sunnudagsmorgun
Vaknaði kl. 7:30 við litla rödd við rúmstokkinn sem heimtaði barnaefni. Ágúst Óli var s.s. í pössun og nennti ekki að sofa lengur! Þetta er snilldin við það að vera með sjonvarp inni hjá sér - þú getir legið þarna og hlustað á teiknimyndirnar en þarft voða lítið að taka þátt. Very nice :)
Er í framkvæmdum í dag - heita- og kaldavatns rör eru viðfangsefnið. Ég verð sífellt bjartsýnni á að ég geti flutt inn í desember. Einhver sagði þó við mig að líklegast fengi ég lykilinn í jólagjöf og flytti því ekki inn fyrr en í fyrsta lagi á jóladag :/
Ég sá að það er margt til að gleðja sig yfir á rúv á næstu dögum. Í kvöld hefur göngu sína dönsk spennuþáttaröð um morðrannsókn sem spannar 20 daga og auðvitað er 1 þáttur = 1 dagur. Töff.
Í kvöld er líka nútímagerð á leikriti Shakespeare Snegla tamin með Shirley Henderson (Jude í Bridget og moaning Myrtle í Harry Potter myndunum) og Rufus Sewell (leikur yfirleitt vonda gaurinn, t.d. count Adhemer í Knight's Tale) í aðalhlutverkum.
Á þriðjudaginn er svo Pétur Ben söngvaskáld og miðað við auglýsinguna (sem var sýnd allt of oft í gær) þá verður það eyrnakonfekt.
Annars hljómar þetta orð, eyrnakonfekt, frekar viðbjóðslega. Ég sé alltaf fyrir mér að fólk troði súkkulaðimolum í eyrun á sér... oj bara!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg - mín rann ljúflega áfram
Er í framkvæmdum í dag - heita- og kaldavatns rör eru viðfangsefnið. Ég verð sífellt bjartsýnni á að ég geti flutt inn í desember. Einhver sagði þó við mig að líklegast fengi ég lykilinn í jólagjöf og flytti því ekki inn fyrr en í fyrsta lagi á jóladag :/
Ég sá að það er margt til að gleðja sig yfir á rúv á næstu dögum. Í kvöld hefur göngu sína dönsk spennuþáttaröð um morðrannsókn sem spannar 20 daga og auðvitað er 1 þáttur = 1 dagur. Töff.
Í kvöld er líka nútímagerð á leikriti Shakespeare Snegla tamin með Shirley Henderson (Jude í Bridget og moaning Myrtle í Harry Potter myndunum) og Rufus Sewell (leikur yfirleitt vonda gaurinn, t.d. count Adhemer í Knight's Tale) í aðalhlutverkum.
Á þriðjudaginn er svo Pétur Ben söngvaskáld og miðað við auglýsinguna (sem var sýnd allt of oft í gær) þá verður það eyrnakonfekt.
Annars hljómar þetta orð, eyrnakonfekt, frekar viðbjóðslega. Ég sé alltaf fyrir mér að fólk troði súkkulaðimolum í eyrun á sér... oj bara!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg - mín rann ljúflega áfram
11. október 2007
Feis ársins
Stórundarlegir hlutir gerðust í dag.
Svo virðist sem að ekkert hafi gerst í hinum stóra heimi eftir klukkan þrjú í dag. Engar fréttir af stríði. Engar fréttir af hungursneyð. Engar fréttir af bílslysum, umferðarteppum eða kaupum og sölu hlutabréfa. Jafnvel landsbyggðin var tíðindalaus.
Miðja alheimsins færðist all skyndilega að tjarnarbakkanum og fjórum einstaklingum þar með bros á vör og að tröppum íbúðarhúss þar sem átta einstaklingar með skeifu og samanherptar varir stóðu í kuldanum.
Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta allt saman var í Kastljósinu þegar Svandís benti á þá staðreynd að "Sjálfstæðisflokkurinn beið í 12 ár, í 12 ár eftir að komast til valda, talandi um það allan tímann að það þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt, og 17 mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri".
Feis ársins, dömur mínar og herrar.
Svo virðist sem að ekkert hafi gerst í hinum stóra heimi eftir klukkan þrjú í dag. Engar fréttir af stríði. Engar fréttir af hungursneyð. Engar fréttir af bílslysum, umferðarteppum eða kaupum og sölu hlutabréfa. Jafnvel landsbyggðin var tíðindalaus.
Miðja alheimsins færðist all skyndilega að tjarnarbakkanum og fjórum einstaklingum þar með bros á vör og að tröppum íbúðarhúss þar sem átta einstaklingar með skeifu og samanherptar varir stóðu í kuldanum.
Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta allt saman var í Kastljósinu þegar Svandís benti á þá staðreynd að "Sjálfstæðisflokkurinn beið í 12 ár, í 12 ár eftir að komast til valda, talandi um það allan tímann að það þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt, og 17 mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri".
Feis ársins, dömur mínar og herrar.
Risið úr rekkju
Ég lagðist í veikindi á mánudagskvöldið en hef risið upp að nýju. Ég hef tekið eftir því að með aldrinum leggjast vægari pestir aðeins þyngra á mann. Nú er ég hvorki hundgömul né gamalreynd en mér finnst ekki gaman að leggjast í rúmið fyrir smá hita, máttleysi, ógleði og almenna vanlíðan. Í den tid harkaði maður allt af sér, mætti í vinnu með 39 stiga hita og brosti bara. I'm getting weak...
Ég komst líka að því að það er býsna óhentugt að vera ein heima lasin. Þegar ég bjó í Reykjavík var hann Guðjón yfirleitt heimavið, fór í búðina og keypti handa mér eitt og annað. Þegar ég flyt á ég eftir að þurfa að staulast sjálf í búðina, hundveik eflaust, til að splæsa í eins og einn Gatorade eða Powerade, svona til að líkaminn þorni ekki upp. Ótrúlegustu hlutir sem maður pælir í þegar maður liggur og getur ekki sofið...
Sólin er að ná í gegnum skýin - lítur út fyrir gott veður í dag
Ég komst líka að því að það er býsna óhentugt að vera ein heima lasin. Þegar ég bjó í Reykjavík var hann Guðjón yfirleitt heimavið, fór í búðina og keypti handa mér eitt og annað. Þegar ég flyt á ég eftir að þurfa að staulast sjálf í búðina, hundveik eflaust, til að splæsa í eins og einn Gatorade eða Powerade, svona til að líkaminn þorni ekki upp. Ótrúlegustu hlutir sem maður pælir í þegar maður liggur og getur ekki sofið...
Sólin er að ná í gegnum skýin - lítur út fyrir gott veður í dag
7. október 2007
númer fjögurhundruð fjörtíu og fimm
þetta er víst fjöldi færslna á þessu bloggi frá upphafi... minnir að ég hafi byrjað á þessu bloggi í september '04 svo það er þriggja ára um þessar mundir.. ekki slæmt það..
Lengi vel hét það "fréttir úr 101", fékk svo stuttlega nafnið "fréttir úr 600", þá kom "framhaldslífið" og loks náði orðið brainfart tökum á mér og fékk þetta blogg því íslenskuðu útgáfuna "heilaprump". Oftast er þetta bara raus í mér um hitt og þetta, varla nokkra visku að finna en mér finnst þetta gaman.
Síðan á fimmtudaginn finnst mér hafa liðið mörg ár, aðallega vegna þess að ég var í lotu í réttindanáminu mínu og náði ég að innbyrða heilmikinn fróðleik um sálfræði, taka eins og eitt próf (35%) og skila hópverkefni um viðhorf okkar til menntunar (7%). Á morgun byrjar svo enn ein vikan - þeim fækkar sem eftir eru af árinu.
Ég ætlaði að kaupa mér ís áðan en endaði með heitt kakó. Ég ætlaði að vera þögul í kvöld en lenti í skemmtilegum samræðum í Pennanum. Stundum tekur lífið óvænta stefnu og verður yfirleitt meira spennandi fyrir vikið.
Ég mæli með lagi Danielson sem heitir Did I step on your trumpet? og ómar í bakgrunni þessarar kynningar...
Lengi vel hét það "fréttir úr 101", fékk svo stuttlega nafnið "fréttir úr 600", þá kom "framhaldslífið" og loks náði orðið brainfart tökum á mér og fékk þetta blogg því íslenskuðu útgáfuna "heilaprump". Oftast er þetta bara raus í mér um hitt og þetta, varla nokkra visku að finna en mér finnst þetta gaman.
Síðan á fimmtudaginn finnst mér hafa liðið mörg ár, aðallega vegna þess að ég var í lotu í réttindanáminu mínu og náði ég að innbyrða heilmikinn fróðleik um sálfræði, taka eins og eitt próf (35%) og skila hópverkefni um viðhorf okkar til menntunar (7%). Á morgun byrjar svo enn ein vikan - þeim fækkar sem eftir eru af árinu.
Ég ætlaði að kaupa mér ís áðan en endaði með heitt kakó. Ég ætlaði að vera þögul í kvöld en lenti í skemmtilegum samræðum í Pennanum. Stundum tekur lífið óvænta stefnu og verður yfirleitt meira spennandi fyrir vikið.
Ég mæli með lagi Danielson sem heitir Did I step on your trumpet? og ómar í bakgrunni þessarar kynningar...
3. október 2007
1. október 2007
28. september 2007
27. september 2007
mitt rými - þitt rými
Ég lenti í undarlegri aðstöðu fyrr í dag.
Ég fór á kaffihús með vinkonu minni og fengum við okkur sæti við gluggann - svona til að fylgjast með rokinu og öllu fólkinu sem fauk framhjá. Ég tók eftir ungri stúlku sem ráfaði um búðina, líkt og hún væri að bíða eftir einhverjum og fór hún nokkrum sinnum út og kom svo aftur inn, ráfaði meira og ráfaði svo aftur út. Ekki nennti ég nú að pæla mikið meira í henni því við vorum niðursokknar í æsispennandi samræðum um kaffisýróp, námsbækur og vinnuna.
Allt í einu kemur stúlkan aftur inn, sest við næsta borð en dregur stólinn svo langt að okkar borði að hún nánast sat með okkur! Ég gaf nú frá mér einhvern skrýtinn svip en því miður snéri hún baki í okkur og tók ekkert eftir þessu. Ég hélt að hún myndi færa sig nær borðinu sínu en nei - hún sat sem fastast, svo nálægt mér að mitt rými var flækt í hennar rými.
Á endanum varð ég að standa upp því þetta var bara of mikið.
Nú spyr ég eins og sauður: fer þetta ekkert í taugarnar á öðrum, þegar fólk (blá-ókunnugt) ryðst svona nær manni að maður finnur lyktina af hádegismatnum þeirra af fötunum þeirra? (svona sem dæmi bara). Ég þoli svona aðstæður mjög illa og þess vegna líður mér oftast illa í biðröðum og reyni ég að forðast þær eins og heitan eldinn.
Hvað finnst þér?
Ég fór á kaffihús með vinkonu minni og fengum við okkur sæti við gluggann - svona til að fylgjast með rokinu og öllu fólkinu sem fauk framhjá. Ég tók eftir ungri stúlku sem ráfaði um búðina, líkt og hún væri að bíða eftir einhverjum og fór hún nokkrum sinnum út og kom svo aftur inn, ráfaði meira og ráfaði svo aftur út. Ekki nennti ég nú að pæla mikið meira í henni því við vorum niðursokknar í æsispennandi samræðum um kaffisýróp, námsbækur og vinnuna.
Allt í einu kemur stúlkan aftur inn, sest við næsta borð en dregur stólinn svo langt að okkar borði að hún nánast sat með okkur! Ég gaf nú frá mér einhvern skrýtinn svip en því miður snéri hún baki í okkur og tók ekkert eftir þessu. Ég hélt að hún myndi færa sig nær borðinu sínu en nei - hún sat sem fastast, svo nálægt mér að mitt rými var flækt í hennar rými.
Á endanum varð ég að standa upp því þetta var bara of mikið.
Nú spyr ég eins og sauður: fer þetta ekkert í taugarnar á öðrum, þegar fólk (blá-ókunnugt) ryðst svona nær manni að maður finnur lyktina af hádegismatnum þeirra af fötunum þeirra? (svona sem dæmi bara). Ég þoli svona aðstæður mjög illa og þess vegna líður mér oftast illa í biðröðum og reyni ég að forðast þær eins og heitan eldinn.
Hvað finnst þér?
24. september 2007
Að standa á gati/blístri
Ég held ég sé ennþá södd síðan í gærkvöldi, svei mér þá!
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.
Þarf að segja eitthvað fleira??
Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.
Þarf að segja eitthvað fleira??
Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)
22. september 2007
Að læra ekki af mistökum
Ég þoli kaffi alveg ágætlega. Mér finnst gott að fá mér eins og einn latté af og til og í vinnunni er góð vél sem malar baunir fyrir hvern bolla og hvaðeina. Ég þarf samt að passa mig því ég á það til að fá kaffiskjálfta og verða örlítið ör - sérstaklega ef ég fæ mér tvöfaldan latté.
Samt læt ég alltaf eins og þetta sé nú bara vitleysa í mér, að ég geti nú alveg fengið mér tvöfaldan latté án þess að neitt gerist. Skellti einum í mig áðan þegar ég var að læra með Mumma og hvernig líður mér núna? Eins og ég hafi verið að éta sykur með skeið!
Annars fluttum við í vinnunni upp á 7. hæð á Borgum á fimmtudaginn og er útsýnið mitt vægast sagt glæsilegt. Ég náði samt ekki að taka mynd því það var skýjað og blautt í gær en við fyrstu sólarglætu skal ég smella einni mynd hér inn - Súlur og Hlíðarfjall og blár himinn.
Schnilld.
Jæja, ég get ekki setið kyrr, verð að gera eitthvað þangað til kaffið er farið úr kerfinu... tjuuuus
17. september 2007
Allez Gute zum Geburtstag!
15. september 2007
echoes, silence, patience & grace

Home
Echoes and silence, patience and grace,
all of these moments I’ll never replace,
no fear of my heart, absence of faith,
and all I want is to be home.
people I’ve loved, I have no regrets,
some I remember, some I forget,
some of them living, some of them dead,
and all I want is to be home.
13. september 2007
Tveir gítarar, eitt píanó og fullt af græjum úr bænum...
Var að koma heim af tónleikum með Pétri Ben og þeir voru vægast sagt frábærir! Ótrúlegt hvað maðurinn getur gert með gítarinn að vopni, þó svo að hann þyrfti stundum að rifja upp lögin áður en hann byrjaði ;)
Brandarar flugu um salinn, lögin voru allt frá myrkum lögum við píanó til sálma sem ómuðu um salinn þar sem tónleikagestir ýmist sungu með eða hummuðu laglínuna.. yndislegt alveg.
Mæli með að fólk kíki á tónleika í Laugarborg því það er ágætis salur, hvorki of stór né of lítill.
Tónleikarnir náðu að bægja burt þeirri hugmynd að veturinn væri kominn til Akureyrar því það snjóaði langt niður hlíðar Vaðlaheiðar - nánast niður að þjóðvegi - og kuldinn smaug inn að beini. Ég reyndi að vinna á móti honum með því að skella mér í ræktina í hádeginu en það dugði skammt. Ég horfi núna á dúnsængina mína með glampa í auga.. spurning um að sofa í hnésokkum?
Brandarar flugu um salinn, lögin voru allt frá myrkum lögum við píanó til sálma sem ómuðu um salinn þar sem tónleikagestir ýmist sungu með eða hummuðu laglínuna.. yndislegt alveg.
Mæli með að fólk kíki á tónleika í Laugarborg því það er ágætis salur, hvorki of stór né of lítill.
Tónleikarnir náðu að bægja burt þeirri hugmynd að veturinn væri kominn til Akureyrar því það snjóaði langt niður hlíðar Vaðlaheiðar - nánast niður að þjóðvegi - og kuldinn smaug inn að beini. Ég reyndi að vinna á móti honum með því að skella mér í ræktina í hádeginu en það dugði skammt. Ég horfi núna á dúnsængina mína með glampa í auga.. spurning um að sofa í hnésokkum?
10. september 2007
La vie...
Ótrúlegt en satt, þá er helsti blogg"aðdáandinn" minn elskuleg samstarfskona mín sem minnir mig í sífellu á það hve lítil hreyfing er hérna! ;)
Ástæða bloggleysis er að mestu leti. Ég blogga ekki á vinnutíma og þegar ég er komin heim til mín tekur ræktin oftast við, já eða bókalestur og ég hreinlega gleymi mér þar til klukkan er orðin allt of margt og letin hellist yfir mig. Ég lofa hvorki bót né betrun en hvur veit...
Það er reyndar frekar erfitt að blogga í dag því ég var í Body Pump tíma í ræktinni áðan og handleggirnir titra svolítið. Ég var gjörsamlega að skíta á mig og þurfti að "hvíla" nokkrum sinnum, en þetta batnar víst með hverju skipti ;) Stefni á massa upphandleggsvöðva um jólin!
Ég ætla þó ekki að ganga jafn hart fram í æfingunum eins og þessi elska hér...
Ég stefni að því að kíkja suður síðustu helgina í september og get því tekið við pöntunum um heimsóknir :) Veit að ég ætla að kíkja á nýju íbúð AME og Elvars og á Hanz mit das dwarfenbad ins Hafnarfjörður ;)
Jæja, heimildarmynd um Grace Kelly bíður mín - au revoir mín kæru
Ástæða bloggleysis er að mestu leti. Ég blogga ekki á vinnutíma og þegar ég er komin heim til mín tekur ræktin oftast við, já eða bókalestur og ég hreinlega gleymi mér þar til klukkan er orðin allt of margt og letin hellist yfir mig. Ég lofa hvorki bót né betrun en hvur veit...
Það er reyndar frekar erfitt að blogga í dag því ég var í Body Pump tíma í ræktinni áðan og handleggirnir titra svolítið. Ég var gjörsamlega að skíta á mig og þurfti að "hvíla" nokkrum sinnum, en þetta batnar víst með hverju skipti ;) Stefni á massa upphandleggsvöðva um jólin!
Ég ætla þó ekki að ganga jafn hart fram í æfingunum eins og þessi elska hér...
Ég stefni að því að kíkja suður síðustu helgina í september og get því tekið við pöntunum um heimsóknir :) Veit að ég ætla að kíkja á nýju íbúð AME og Elvars og á Hanz mit das dwarfenbad ins Hafnarfjörður ;)
Jæja, heimildarmynd um Grace Kelly bíður mín - au revoir mín kæru
31. ágúst 2007
19. ágúst 2007
Ári síðar...
Í dag er ár síðan ég flutti aftur heim til Akureyrar. Þetta er auðvelt að muna því Ágústa og Ægir giftu sig sama dag og eiga því 1. árs brúðkaupsafmæli í dag. Til hamingju bæði tvö, já og auðvitað líka með hann Kristinn Örn sem er nýorðinn 2ja mánaða!
Það er ótrúlega margt búið að gerast á þessu ári en samt stendur ýmislegt annað í stað. Ég hef endurnýjað vináttu við fólk frá fyrri tíð, fengið að kynnast nýjum börnum og tilvonandi börnum, tekið þátt í að mennta og uppfræða frábæra einstaklinga sem ég á vonandi eftir að fá að fylgjast með áfram, þó svo að ég hafi skipt um vinnustað.
Nýja vinnan gengur framar vonum og sé ég ekki eftir að hafa gripið þetta tækifæri þegar það gafst. Veturinn verður samt eflaust strembinn því ég þurfti að færa MA-ritgerðina mína fram í febrúar og verð því í fullri vinnu, við ritgerðarskrif og svo skellti ég mér líka í kennararéttindanámið við HA, með öllu því fjarnámi sem fylgir! Fyrsta lotan var núna frá miðvikudegi til laugardags og tók hún aðeins á. Það er eins gott að fólk eins og Kristján x2 og Jóa verði dugleg að mæta svo maður hafi einhvern til að hlæja með ;)
Vinna við íbúðina er í fullum gangi og erum við að gipsa veggi í gríð og erg. Áætlað er að ég flytji inn fyrir jól en það á bara eftir að koma í ljós.. ég ætla að skella inn myndum á Fotki við tækifæri og læt fólk þá vita :)
Ég er eitthvað meir þessa dagana svo ekki láta ykkur bregða þó ég faðmi ykkur upp úr þurru - mér þykir bara vænt um ykkur ;D
Það er ótrúlega margt búið að gerast á þessu ári en samt stendur ýmislegt annað í stað. Ég hef endurnýjað vináttu við fólk frá fyrri tíð, fengið að kynnast nýjum börnum og tilvonandi börnum, tekið þátt í að mennta og uppfræða frábæra einstaklinga sem ég á vonandi eftir að fá að fylgjast með áfram, þó svo að ég hafi skipt um vinnustað.
Nýja vinnan gengur framar vonum og sé ég ekki eftir að hafa gripið þetta tækifæri þegar það gafst. Veturinn verður samt eflaust strembinn því ég þurfti að færa MA-ritgerðina mína fram í febrúar og verð því í fullri vinnu, við ritgerðarskrif og svo skellti ég mér líka í kennararéttindanámið við HA, með öllu því fjarnámi sem fylgir! Fyrsta lotan var núna frá miðvikudegi til laugardags og tók hún aðeins á. Það er eins gott að fólk eins og Kristján x2 og Jóa verði dugleg að mæta svo maður hafi einhvern til að hlæja með ;)
Vinna við íbúðina er í fullum gangi og erum við að gipsa veggi í gríð og erg. Áætlað er að ég flytji inn fyrir jól en það á bara eftir að koma í ljós.. ég ætla að skella inn myndum á Fotki við tækifæri og læt fólk þá vita :)
Ég er eitthvað meir þessa dagana svo ekki láta ykkur bregða þó ég faðmi ykkur upp úr þurru - mér þykir bara vænt um ykkur ;D
15. ágúst 2007
27. júlí 2007
Af starfsþjálfun, skriftum og sushi
Það er merkilegt hvað maður dettur úr blogg stuði yfir sumartímann. Ég er búin að vera ansi upptekin í júlímánuði við að skrifa ritgerðina, hitta mína elstu og bestu vini og svo fór ég í starfsþjálfun í þessari viku.
Ég er sem sagt búin að vera að þýða síðustu 5 daga og er rétt að venjast þessu öllu saman áður en ég byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. Ritgerðin hefur því beðið í saltlegi og verð ég því að vera dugleg um helgina svo þetta ryðgi ekki...
Eva Stína og Guðjón eru í bænum og héldum við Sushi-matarboð með Ingu Björk um síðustu helgi sem gekk svo vel að ég át yfir mig (og vel það) og held ég geti ekki borðað sushi aftur í svolítinn tíma! Þetta var eins og maðurinn sem sprakk af mintunni - þannig leið mér.
er að lesa Potterinn - klára hann í kvöld. Mér finnst frábært hvað allir hafa þagað yfir söguþræðinum. Það er sjaldgæft á þessum síðustu og verstu.
Best að kíkja á feitar fjölskyldur keppa í þyngdartapi... langar skyndilega í ís ;)
Ég er sem sagt búin að vera að þýða síðustu 5 daga og er rétt að venjast þessu öllu saman áður en ég byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. Ritgerðin hefur því beðið í saltlegi og verð ég því að vera dugleg um helgina svo þetta ryðgi ekki...
Eva Stína og Guðjón eru í bænum og héldum við Sushi-matarboð með Ingu Björk um síðustu helgi sem gekk svo vel að ég át yfir mig (og vel það) og held ég geti ekki borðað sushi aftur í svolítinn tíma! Þetta var eins og maðurinn sem sprakk af mintunni - þannig leið mér.
er að lesa Potterinn - klára hann í kvöld. Mér finnst frábært hvað allir hafa þagað yfir söguþræðinum. Það er sjaldgæft á þessum síðustu og verstu.
Best að kíkja á feitar fjölskyldur keppa í þyngdartapi... langar skyndilega í ís ;)
20. júlí 2007
föstudagskvöld
hvað er málið?
það er einhver "fjölskyldumynd" á rúv (eins og vanalega) og mig langar mest til að kasta mér í sjóinn eftir að hafa kveikt á þessu fyrir rælni...
það er einhver "fjölskyldumynd" á rúv (eins og vanalega) og mig langar mest til að kasta mér í sjóinn eftir að hafa kveikt á þessu fyrir rælni...
16. júlí 2007
klukkuleikir
mér leiðast oft klukkuleikir en Lisa mín á skilið að ég geri þetta :)
8 handahófskenndar staðreyndir um mig
1. Ég hlæ upphátt í svefni.
2. Mér leiðist að festa tölur á föt.
3. Ég á bestu vini í heimi.
4. Ég á erfitt með að klára hluti.
5. Ég elska gott kaffi.
6. Ég er hrædd við hafið.
7. Mig langar til að búa á Írlandi einhvern tíma.
8. Ég hlakka til að klára námin mín - þreytt á þessu!
There you have it.. er nánast að detta út af þessu bloggi - er föst í Facebook if you're interested...
8 handahófskenndar staðreyndir um mig
1. Ég hlæ upphátt í svefni.
2. Mér leiðist að festa tölur á föt.
3. Ég á bestu vini í heimi.
4. Ég á erfitt með að klára hluti.
5. Ég elska gott kaffi.
6. Ég er hrædd við hafið.
7. Mig langar til að búa á Írlandi einhvern tíma.
8. Ég hlakka til að klára námin mín - þreytt á þessu!
There you have it.. er nánast að detta út af þessu bloggi - er föst í Facebook if you're interested...
9. júlí 2007
heilaprump
enn einn mánudagurinn - þeir koma víst með reglulegu millibili ;)
sit á amtinu og pikka inn afrakstur morgunsins sem var býsna frjór! Ef þetta heldur áfram verður þetta lítið mál... ahemm..
Ég ætla að bregða mér út úr bænum í tvo daga og vera í kyrrð. Ekkert net, lítið útvarpstæki, reyndar sjónvarp sem nær rúv og gsm síminn en annað ekki. Ég verð að loka mig meira af til að ná góðri skorpu í ritgerðinni.
þessi færsla var í boði leiðinlegra frétta.is
sit á amtinu og pikka inn afrakstur morgunsins sem var býsna frjór! Ef þetta heldur áfram verður þetta lítið mál... ahemm..
Ég ætla að bregða mér út úr bænum í tvo daga og vera í kyrrð. Ekkert net, lítið útvarpstæki, reyndar sjónvarp sem nær rúv og gsm síminn en annað ekki. Ég verð að loka mig meira af til að ná góðri skorpu í ritgerðinni.
þessi færsla var í boði leiðinlegra frétta.is
4. júlí 2007
Reykjavík
kom heim í gær eftir 5 daga í borg óttans, sódómu, sollinum - þið megið velja ;) las 2 bækur, Dauðarósir eftir Arnald og Viltu vinna milljarð. Þær voru báðar fínar og ágætis sumarlesning.
ég fór í:
*smáralind
*ikea
*keiluhöllina
*byko
*matarboð í hafnarfirði
*heimsókn til Lisu :D
*parki
*innx
og örugglega fleiri staði sem ég er að gleyma núna - en þetta var sem sagt fín ferð, ekkert stress, nema í umferðinni og gott að hitta Evu sys og kúra á sófanum hjá henni.
er dofin í hausnum í dag vegna þreytu svo ég læt þetta duga...
ég fór í:
*smáralind
*ikea
*keiluhöllina
*byko
*matarboð í hafnarfirði
*heimsókn til Lisu :D
*parki
*innx
og örugglega fleiri staði sem ég er að gleyma núna - en þetta var sem sagt fín ferð, ekkert stress, nema í umferðinni og gott að hitta Evu sys og kúra á sófanum hjá henni.
er dofin í hausnum í dag vegna þreytu svo ég læt þetta duga...
28. júní 2007
paperback or hardcover?
ég renndi augunum yfir metsölulista (yeah right) bókabúðanna í fréttablaðinu í dag og sá að flestar bækurnar voru merktar 'kilja'. Persónulega finnast mér kiljur betri en harðspjaldabækur því auðveldara er að lesa kiljur uppi í rúmi seint að kveldi.
Ég þurfti að kaupa biblíuna á ensku fyrir einn áfangann í HÍ og var hún einmitt í kilju, með næfurþunnum blaðsíðum - svo þunnum að letrið lak örlítið í gegnum blaðsíðurnar. Þessi bók var mismikið lesin en ég hafði hana uppi við þar sem ég bjó fyrir sunnan. Nú man ég ekki hver það var, en einhver sem kom til mín og sá að biblían var þarna í kiljubroti var frekar hneykslaður og fannst þetta vanvirðing við þennan mikla texta. Mig minnir að ég hafi svarað því til að þetta væri nú einmitt það sem biblían gengi út á, að koma textanum til fjöldans og ekki hefðu allir efni á að kaupa innbundna biblíu með gullskreytingum.
Við vorum ekki sammála. Það var meira en allt í lagi.
Kiljur eru ekki minni bækur en harðspjalda bækur. Ef ég gæfi út ævisögu mína kæmi hún eingöngu út í kilju. Hún yrði rauð.
Ég þurfti að kaupa biblíuna á ensku fyrir einn áfangann í HÍ og var hún einmitt í kilju, með næfurþunnum blaðsíðum - svo þunnum að letrið lak örlítið í gegnum blaðsíðurnar. Þessi bók var mismikið lesin en ég hafði hana uppi við þar sem ég bjó fyrir sunnan. Nú man ég ekki hver það var, en einhver sem kom til mín og sá að biblían var þarna í kiljubroti var frekar hneykslaður og fannst þetta vanvirðing við þennan mikla texta. Mig minnir að ég hafi svarað því til að þetta væri nú einmitt það sem biblían gengi út á, að koma textanum til fjöldans og ekki hefðu allir efni á að kaupa innbundna biblíu með gullskreytingum.
Við vorum ekki sammála. Það var meira en allt í lagi.
Kiljur eru ekki minni bækur en harðspjalda bækur. Ef ég gæfi út ævisögu mína kæmi hún eingöngu út í kilju. Hún yrði rauð.
25. júní 2007
að miða áfram
ritgerðin mjakast áfram, á hraða snigilsins. sit á amtinu og reyni að pikka inn gáfulegar hugsanir sem fjúka í burtu jafnóðum í þessu roki.
ég hef eina gulrót í vændum - er á leiðinni suður á föstudaginn og ætla að vera fram á þriðjudag eða miðvikudag. ætla að reyna að vera búin með alla vega 10 blaðsíður fyrir þann tíma, því þá eru bara 80 eftir ;)
ég hef eina gulrót í vændum - er á leiðinni suður á föstudaginn og ætla að vera fram á þriðjudag eða miðvikudag. ætla að reyna að vera búin með alla vega 10 blaðsíður fyrir þann tíma, því þá eru bara 80 eftir ;)
23. júní 2007
21. júní 2007
It's raining.... but not men!
Já loksins kom rigningin sem ég er búin að væla um í nokkra daga! Þið hin fyrirgefið mér að ég vilji ekki glampandi sólskin og tveggja stafa hitatölur því þá er ekkert hægt að einbeita sér að ritgerðasmíð! Í gær var ég t.d. 'lokkuð' í hádegismat á teppi í Lystigarðinum, fékk mér kaffi á Te & Kaffi og fór í langan göngutúr með Ingu og Jóhönnu! Það var s.s. ekki mikið um skrif hér í gær en í dag stefnir allt í góðan dag, þökk sé rigningunni!
Eins og venjan er, í hinu dásamlega lífi, þá varð ég bleklaus og pappírslaus við fyrsta tækifæri hér í morgun! En þessi Þrándur í götu varð mér ekki að falli og held ég ótrauð áfram!
Æi, ég vona að það rigni áfram í dag... og helst á morgun en svo má vera gott veður um helgina, er það díll?!? ;)
Eins og venjan er, í hinu dásamlega lífi, þá varð ég bleklaus og pappírslaus við fyrsta tækifæri hér í morgun! En þessi Þrándur í götu varð mér ekki að falli og held ég ótrauð áfram!
Æi, ég vona að það rigni áfram í dag... og helst á morgun en svo má vera gott veður um helgina, er það díll?!? ;)
19. júní 2007
Til hamingju með daginn!
19. júní er bleikur dagur... samt get ég ekki sett bleika fyrirsögn? skrýtið...
Í dag vann ég minn allra síðasta dag í MA - alla vega í bili :) ég kvaddi fólk en flesta á ég nú eftir að rekast á niðri í miðbæ, í sundlauginni eða hreinlega bara í Nettó, því Akureyri er nú ekki stór bær, hehe.
Sexy Boy hljómar hér bakvið mig því Air er í viðtali í Kastljósinu. Finnst þeir alltaf krúttlegir.
Úff, eitthvað lítið varið í bloggið í dag - kannski vegna þess að ég svaf í 4 klst. áðan, gjörsamlega búin á því og með óbærilegan hausverk. Ætla að kíkja á myndina um hnatthlýnunina á rúv á eftir, hún lofar góðu.
Í dag vann ég minn allra síðasta dag í MA - alla vega í bili :) ég kvaddi fólk en flesta á ég nú eftir að rekast á niðri í miðbæ, í sundlauginni eða hreinlega bara í Nettó, því Akureyri er nú ekki stór bær, hehe.
Sexy Boy hljómar hér bakvið mig því Air er í viðtali í Kastljósinu. Finnst þeir alltaf krúttlegir.
Úff, eitthvað lítið varið í bloggið í dag - kannski vegna þess að ég svaf í 4 klst. áðan, gjörsamlega búin á því og með óbærilegan hausverk. Ætla að kíkja á myndina um hnatthlýnunina á rúv á eftir, hún lofar góðu.
18. júní 2007
update á bílahelgi og þjóðhátíðardagurinn sjálfur
jahá,
ég hélt að ég væri búin að sjá allt,verandi gamalreyndur versló-djammari (svona back in the day alla vega ;) en ég fékk eitthvað nýtt að sjá í gær. Bíll á miðju torgi að keyra í hringi, með allar rúður niðri og töffara dauðans innanbúðar (n.b. það er ekki gert ráð fyrir bílum þarna) og ungmenni að sparka á milli sín 30kg steypukúlu sem vanalegast gegnir því hlutverki að varna mönnum því að leggja ólöglega. Beinbrot lágu í loftinu. Þetta var á miðnætti í gær.
Þegar ég hætti mér heim um tæpum 2 tímum síðar var búið að setja froðu í einn gosbrunninn og tveir ungir menn stóðu við þann næsta og pissuðu í kross. Ég elti lögreglubíl, sjúkrabíl og securitas bíl á leið minni heim og fannst ég nokkuð örugg. komst heil á húfi heim að minnsta kosti ;)
Í dag var svo yndislegt veður, flestir óspektar gemlingar enn í fangelsi eða farnir heim þegar skrúðgangan byrjaði og bærinn búinn að sópa flest allar götur hreinar aftur. Í kvöld sat ég svo í höllinni og fagnaði með nýstúdentum og át á mig gat. Til hamingju krakkar, sérstaklega Tryggvi Páll - moðsteikt all the way :D
ég hélt að ég væri búin að sjá allt,verandi gamalreyndur versló-djammari (svona back in the day alla vega ;) en ég fékk eitthvað nýtt að sjá í gær. Bíll á miðju torgi að keyra í hringi, með allar rúður niðri og töffara dauðans innanbúðar (n.b. það er ekki gert ráð fyrir bílum þarna) og ungmenni að sparka á milli sín 30kg steypukúlu sem vanalegast gegnir því hlutverki að varna mönnum því að leggja ólöglega. Beinbrot lágu í loftinu. Þetta var á miðnætti í gær.
Þegar ég hætti mér heim um tæpum 2 tímum síðar var búið að setja froðu í einn gosbrunninn og tveir ungir menn stóðu við þann næsta og pissuðu í kross. Ég elti lögreglubíl, sjúkrabíl og securitas bíl á leið minni heim og fannst ég nokkuð örugg. komst heil á húfi heim að minnsta kosti ;)
Í dag var svo yndislegt veður, flestir óspektar gemlingar enn í fangelsi eða farnir heim þegar skrúðgangan byrjaði og bærinn búinn að sópa flest allar götur hreinar aftur. Í kvöld sat ég svo í höllinni og fagnaði með nýstúdentum og át á mig gat. Til hamingju krakkar, sérstaklega Tryggvi Páll - moðsteikt all the way :D
16. júní 2007
Kann fólk ekki að skammast sín?
Ég var að vakna af værum blundi og telst ég víst heppin að hafa náð að sofa í alla nótt. Fréttirnar á mbl.is benda til þess að hasarinn hafi verið þvílíkur í bænum að jaðri við verslunarhelgarstemmara. Hvað fær fólk til þess að slást þegar það er drukkið, veitast svo að lögreglumönnum sem komnir eru til að skikka leikinn og hvað þá að lemja tjaldvörð 2svar í andlitið? Þetta gerðist all á tjaldsvæðinu á Hömrum í nótt!!
Burt með þennan lýð sem vill yfirtaka bæinn! Djöfulsins dónaskapur og læti!
Burt með þennan lýð sem vill yfirtaka bæinn! Djöfulsins dónaskapur og læti!
update
smá update á bílasýningarfólkinu:
það eru 3 tjöld í garðinum hér á móti og 1 neðar í götunni... ég segi bara 'party on wayne'...
það eru 3 tjöld í garðinum hér á móti og 1 neðar í götunni... ég segi bara 'party on wayne'...
15. júní 2007
dimmalimm
fíla mig sem dimmalimm þessa dagana.
Man einhver eftir fyrsta þættinum í þriðju syrpu af Grey's þegar allir töluðu um "dark and twisted Meredith"? hehe, alltaf gott að geta vitnað í sjónvarpsefni ;)
Nei annars, ég hef það ágætt núna. Ég fékk ofsalega leiðinlegar fréttir og þær gengu miklu nærri mér en ég bjóst við. Sem er fáránlegt því ég er ekki að ganga í gegnum erfiðleikana heldur vinur minn og hann tók þessu býsna vel. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en onwards and upwards, my friends, such is life and we must live it.
Bloggið mitt hefur verið frekar niðurdrepandi síðustu vikur og spilar þar margt inn í sem ég nenni ekki að fara út í nánar - sópum því bara inn í reynslubankann og reynum að hressa okkur aðeins við. Ég sá t.d. að Sprengjuhöllin spilaði í lok Kastljóssins áðan og það gladdi mig. Núna er Gríman í gangi og ég er með aulahroll.. það er eitthvað við íslenskar verðlaunaafhendingar sem fer í mínar fínustu háræðar og vandræða-roðnið mætir á svæðið.
Ég er um það bil að kveðja minn ástkæra skóla og ætla að gera það með pompi og prakt á sjálfan þjóðhátíðardaginn með kvöldverði og dansleik við útskrift nemenda. Ég vona að þið hafið það gott núna um helgina og passið ykkur á bílafólkinu sem allt morar í hér á Akureyri!
Man einhver eftir fyrsta þættinum í þriðju syrpu af Grey's þegar allir töluðu um "dark and twisted Meredith"? hehe, alltaf gott að geta vitnað í sjónvarpsefni ;)
Nei annars, ég hef það ágætt núna. Ég fékk ofsalega leiðinlegar fréttir og þær gengu miklu nærri mér en ég bjóst við. Sem er fáránlegt því ég er ekki að ganga í gegnum erfiðleikana heldur vinur minn og hann tók þessu býsna vel. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en onwards and upwards, my friends, such is life and we must live it.
Bloggið mitt hefur verið frekar niðurdrepandi síðustu vikur og spilar þar margt inn í sem ég nenni ekki að fara út í nánar - sópum því bara inn í reynslubankann og reynum að hressa okkur aðeins við. Ég sá t.d. að Sprengjuhöllin spilaði í lok Kastljóssins áðan og það gladdi mig. Núna er Gríman í gangi og ég er með aulahroll.. það er eitthvað við íslenskar verðlaunaafhendingar sem fer í mínar fínustu háræðar og vandræða-roðnið mætir á svæðið.
Ég er um það bil að kveðja minn ástkæra skóla og ætla að gera það með pompi og prakt á sjálfan þjóðhátíðardaginn með kvöldverði og dansleik við útskrift nemenda. Ég vona að þið hafið það gott núna um helgina og passið ykkur á bílafólkinu sem allt morar í hér á Akureyri!
13. júní 2007
the running-away game
again I run into the open arms of the language that is not mine. the last few weeks have been filled with so many emotions it's become hard to process them all. superficial things have made me happy and sad; very important things have made me so sad I haven't dealt with them properly. I'm trying to turn the negative energy that seems to be accumulating around me into something positive but some days you just don't feel like playing Pollyanna.
today I drove. there's something that calms me down about sitting in the car, driving on and on with the music on and bugs squashing on the windscreen. today was good. I don't know what tomorrow will be. here's hoping...
today I drove. there's something that calms me down about sitting in the car, driving on and on with the music on and bugs squashing on the windscreen. today was good. I don't know what tomorrow will be. here's hoping...
11. júní 2007
Baðað sig í birtu
Ég er komin út úr hinum miklu prófatíðar göngum og baða mig núna í ljósinu. Reyndar var veðrið ekki sammála mér um ágæti dagsins í dag en ég skundaði samt um bæinn með Ingu og Jóhönnu áðan og er veðurbarin eftir það ;)
Ég náði að klára allt sem ég þarf að gera í vinnunni í dag og sit núna og bíð eftir tómleikatilfinningunni sem ég veit að á eftir að skella á mér einhvern tímann. Eflaust er ég aðeins of þreytt og hreinlega bara fegin að vera komin í frí til að finna til söknuðar strax.
Framundan næstu daga er örlítil afslöppun, vonandi eins og eitt gott tjútt, saumaskapur, ritgerðasmíð og LOST-gláp... þarf að herða mig í þessu!
Ég náði að klára allt sem ég þarf að gera í vinnunni í dag og sit núna og bíð eftir tómleikatilfinningunni sem ég veit að á eftir að skella á mér einhvern tímann. Eflaust er ég aðeins of þreytt og hreinlega bara fegin að vera komin í frí til að finna til söknuðar strax.
Framundan næstu daga er örlítil afslöppun, vonandi eins og eitt gott tjútt, saumaskapur, ritgerðasmíð og LOST-gláp... þarf að herða mig í þessu!
8. júní 2007
The light at the end of the tunnel
ég sé ljósið.. það stækkar með hverri mínútunni!
Á bara eftir að klára yfirferð á einu prófi og klára eitt sjúkrapróf og þá er ég laus.. sem sagt, málleysi mitt hér undanfarna daga er sökum anna við yfirferð.
best að halda áfram svo ég geti skroppið í dinner með góðri samvisku á eftir ;)
túdúls
Á bara eftir að klára yfirferð á einu prófi og klára eitt sjúkrapróf og þá er ég laus.. sem sagt, málleysi mitt hér undanfarna daga er sökum anna við yfirferð.
best að halda áfram svo ég geti skroppið í dinner með góðri samvisku á eftir ;)
túdúls
3. júní 2007
'mig langar' græðgin
mig langar í svo margt.
Mig langar t.d. í útilegu. Eftir góðviðri síðustu daga hefur mig dreymt um að setjast upp í fákinn minn og flýja Akureyrina og komast aftur á suðaustuhorn landsins. Síðan ég keyrði hringinn í ágúst í fyrra hefur þetta svæðið kallað á mig að snúa aftur. Eða svoleiðis.
líka kyrrð og ró. Einn heilan dag þar sem ekki heyrðist tónlist, fréttir, börn að leik eða bílaumferð - nema þá í fjarska svo hún virðist vera árniður. Það er búið að vera ansi mikið áreiti undanfarið og hugurinn þráir hvíld.
Mig langar til Nýfundnalands, til Írlands, til Hjaltlandseyja og Orkneyja. Finn fyrir eyjafiðringnum og langar að finna til samkenndar með öðrum eyjaþjóðum. Mig vantar fleiri rætur...
Ég hef allt sem ég þarf í heiminum en langar samt í meira..
einu sinni þýddi enska sögnin 'to want' að vanta eitthvað - skort á einhverju... í dag er hún notuð yfir löngun...
tungumál eru skrýtin
Mig langar t.d. í útilegu. Eftir góðviðri síðustu daga hefur mig dreymt um að setjast upp í fákinn minn og flýja Akureyrina og komast aftur á suðaustuhorn landsins. Síðan ég keyrði hringinn í ágúst í fyrra hefur þetta svæðið kallað á mig að snúa aftur. Eða svoleiðis.
líka kyrrð og ró. Einn heilan dag þar sem ekki heyrðist tónlist, fréttir, börn að leik eða bílaumferð - nema þá í fjarska svo hún virðist vera árniður. Það er búið að vera ansi mikið áreiti undanfarið og hugurinn þráir hvíld.
Mig langar til Nýfundnalands, til Írlands, til Hjaltlandseyja og Orkneyja. Finn fyrir eyjafiðringnum og langar að finna til samkenndar með öðrum eyjaþjóðum. Mig vantar fleiri rætur...
Ég hef allt sem ég þarf í heiminum en langar samt í meira..
einu sinni þýddi enska sögnin 'to want' að vanta eitthvað - skort á einhverju... í dag er hún notuð yfir löngun...
tungumál eru skrýtin
2. júní 2007
Losing my mind
Ég er sem sagt að tapa mér..
ég er að týna huganum því ég er að fara yfir próf og maður verður ansi steiktur í hausnum þegar maður þarf að lesa sömu setningarnar, sömu eyðufyllingarnar, sömu krossana áttatíu og tvisvar sinnum í röð!
Ég veit alla vega að ég ætla að hætta klukkan fjögur og taka mér verðskuldað frí fram á morgundaginn - og hana nú!
Fór út að hlaupa í gærkvöldi því veðrið var svo sjúklega gott. Skokkaði 5km alveg ágætlega en þarf samt aðeins að bæta mig í bakaleiðinni - tók of margar pásur.
Það er nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir ári síðan fór ég að skokka í kringum tjörnina í Reykjavík og gat þá aðeins hlaupið í eina mínútu í senn og þurfti 3 mínútna hlé á milli. Nú skokka ég 2.5 án þess að taka mér hlé og þarf svo 2-3 labb pásur til að klára 5 km.
Frábært að skoða árangur í þessu ljósi :D
ég er að týna huganum því ég er að fara yfir próf og maður verður ansi steiktur í hausnum þegar maður þarf að lesa sömu setningarnar, sömu eyðufyllingarnar, sömu krossana áttatíu og tvisvar sinnum í röð!
Ég veit alla vega að ég ætla að hætta klukkan fjögur og taka mér verðskuldað frí fram á morgundaginn - og hana nú!
Fór út að hlaupa í gærkvöldi því veðrið var svo sjúklega gott. Skokkaði 5km alveg ágætlega en þarf samt aðeins að bæta mig í bakaleiðinni - tók of margar pásur.
Það er nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir ári síðan fór ég að skokka í kringum tjörnina í Reykjavík og gat þá aðeins hlaupið í eina mínútu í senn og þurfti 3 mínútna hlé á milli. Nú skokka ég 2.5 án þess að taka mér hlé og þarf svo 2-3 labb pásur til að klára 5 km.
Frábært að skoða árangur í þessu ljósi :D
31. maí 2007
Melinda eða Heiða?
Í vetur sá ég glitta í skemmtilega hljómsveit hjá Jóni Ólafs, sem ég fékk mig þó yfirleitt aldrei til að horfa á - fékk einhvern aulahroll við að sjá hann spila á hljómborð eða hvað sem þetta var meðan gestir gengu í sal.
En hljómsveitin heillaði mig. Þetta var Sprengjuhöllin og þeir fluttu lagið Worry til Spring og fjallaði m.a. um hana Melindu. Krúttleg melódían náði mér algjörlega og ég var ekki lengi að grufla upp MySpace síðuna þeirra. Um daginn var ég svo stödd í búð og heyri allt í einu Melindu-lagið mitt en það var á íslensku og hét stúlkukindin nú Heiða.
Hvort sem það er á íslensku eða ensku finnst mér þetta lag eitt það skemmtilegasta í spilun þessa dagana og ágætis tilbreyting frá yfir-unnum popp ballöðum sem tröllríða...
Þú veist hvað ég vil - ef þú vilt finna yl
Vertu þá ekki að hringja
Því ég á ekkert til, og ég ekkert nú skil
Og við ei skulum sporin mín þyngja.
Þarf að segja meira?
En hljómsveitin heillaði mig. Þetta var Sprengjuhöllin og þeir fluttu lagið Worry til Spring og fjallaði m.a. um hana Melindu. Krúttleg melódían náði mér algjörlega og ég var ekki lengi að grufla upp MySpace síðuna þeirra. Um daginn var ég svo stödd í búð og heyri allt í einu Melindu-lagið mitt en það var á íslensku og hét stúlkukindin nú Heiða.
Hvort sem það er á íslensku eða ensku finnst mér þetta lag eitt það skemmtilegasta í spilun þessa dagana og ágætis tilbreyting frá yfir-unnum popp ballöðum sem tröllríða...
Þú veist hvað ég vil - ef þú vilt finna yl
Vertu þá ekki að hringja
Því ég á ekkert til, og ég ekkert nú skil
Og við ei skulum sporin mín þyngja.
Þarf að segja meira?
29. maí 2007
exitlude
Aggressively we all defend the role we play
Regrettably time’s come to send you on your way
We’ve seen it all bonfires of trust flash floods of pain
It doesn’t really matter don’t you worry it’ll all work out
No it doesn’t even matter don’t you worry what it’s all about
We hope you enjoyed your stay
It’s good to have you with us, even if it’s just for the day
We hope you enjoyed your stay
Outside the sun is shining, seems like heaven ain’t far away
Regrettably time’s come to send you on your way
We’ve seen it all bonfires of trust flash floods of pain
It doesn’t really matter don’t you worry it’ll all work out
No it doesn’t even matter don’t you worry what it’s all about
We hope you enjoyed your stay
It’s good to have you with us, even if it’s just for the day
We hope you enjoyed your stay
Outside the sun is shining, seems like heaven ain’t far away
Dance like no one's watching
Ég er þekkt fyrir að syngja með útvarpinu þegar ég er úti að keyra. Stundum á ég það meira að segja til að blasta tónlistina full hátt - sérstaklega þegar ég er ofurglöð eða ofurpirruð. Í spilaranum í dag voru Lost Prophets og Interpol og féll skapið í síðari flokkinn. Það er fátt betra en að fá útrás með tónlist og því að keyra aðeins hraðar en maður er vanur...
Prófatíðin stendur sem hæst og stressið farið að segja til sín með örari hjartslátti og minni matarlyst.. Kaffið góða frá Te & Kaffi er ekkert að hjálpa maganum, en það er bara svo fjandi gott!
Helgin var ekkert spes en ég eyddi hellingstíma með Ingu og fjölskyldu og það bætti hana verulega upp. Takk elskurnar fyrir allt - líka kúkinn ;)
Best að halda áfram svo ég geti farið að hlaupa á eftir...
Prófatíðin stendur sem hæst og stressið farið að segja til sín með örari hjartslátti og minni matarlyst.. Kaffið góða frá Te & Kaffi er ekkert að hjálpa maganum, en það er bara svo fjandi gott!
Helgin var ekkert spes en ég eyddi hellingstíma með Ingu og fjölskyldu og það bætti hana verulega upp. Takk elskurnar fyrir allt - líka kúkinn ;)
Best að halda áfram svo ég geti farið að hlaupa á eftir...
25. maí 2007
með fiðring í tánum
Ég er búin að vera eitthvað æst í dag - svona 'get ekki setið kyrr' æsingur. Í gamla daga var sagt við mann að maður væri með njálg í rassinum. Þegar ég var yngri hélt ég að þetta væri bara orðatiltæki og fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna (þegar ég vann einmitt í apóteki) að það væri í raun til eitthvað sem heitir njálgur! En nóg um það...
Föstudagsfiðringurinn náði sem sagt í skottið á mér. Það versta er að ég hef ekki minn uppáhalds 'partner in crime' fyrir útrás á þessum fiðringi. Danstaktarnir fá því að bíða þar til Guðjón, mon frére, kemur frá París í næsta mánuði. Can't hardly wait!
Skokkið í fyrrmálið - mæting kl. 10:15!!!
Föstudagsfiðringurinn náði sem sagt í skottið á mér. Það versta er að ég hef ekki minn uppáhalds 'partner in crime' fyrir útrás á þessum fiðringi. Danstaktarnir fá því að bíða þar til Guðjón, mon frére, kemur frá París í næsta mánuði. Can't hardly wait!
Skokkið í fyrrmálið - mæting kl. 10:15!!!
24. maí 2007
Eymd og volæði
Bretar eru þekktir fyrir grínþætti sína. Miðvikudagar á rúv hafa verið valin til að sýna landanum helstu molana, t.d. Little Britain, The Catherine Tate Show, Smack the Pony (voru reyndar á mánudögum) og fleiri gimsteina sem ég er að gleyma. Bretarnir hafa líka verið þekktir fyrir ágætis spennuþætti á borð við Spooks, Ultimate Force og nú síðast þættina Ghost Squad.
Hvernig stendur þá á öllum þessum þáttum sem velta sér upp úr eymd og volæði í verkamannastétt Bretlands? Hver hefur ekki rekist á þætti sem fjalla um verksmiðju sem á að loka þannig að allir missa atvinnuna? Ég hef séð textílverksmiðju fara á hausinn, sömuleiðis postulínsverksmiðju og eitthvað rámar mig í 2-3 syrpur af námum sem átti að loka og drepa niður andann í norðri. Allt þetta fólk lifir á lágum launum, yfirleitt drekkur fjölskyldufaðirinn illa og vill helst horfa á leiki á kránni og börnin eru útúrdópuð eða drukkin með sígarettu í annarri og föst í feitum sleik við misgáfuleg ungmenni. Ok, skemmtun fyrir suma.
Í sjónvarpinu í kvöld rakst ég á syrpu sem mér finnst falla í eymdarflokkinn. Viðfangsefnið er skóli sem inniheldur ráðalausa kennara, uppgefin ungmenni og enskukennarinn var gamall kall sem vildi troða Shakespeare í hausinn á börnunum og sá engan skilning í augum þeirra.
Burt með Waterloo Road og eymdina - komið með grínið í staðinn!
Hvernig stendur þá á öllum þessum þáttum sem velta sér upp úr eymd og volæði í verkamannastétt Bretlands? Hver hefur ekki rekist á þætti sem fjalla um verksmiðju sem á að loka þannig að allir missa atvinnuna? Ég hef séð textílverksmiðju fara á hausinn, sömuleiðis postulínsverksmiðju og eitthvað rámar mig í 2-3 syrpur af námum sem átti að loka og drepa niður andann í norðri. Allt þetta fólk lifir á lágum launum, yfirleitt drekkur fjölskyldufaðirinn illa og vill helst horfa á leiki á kránni og börnin eru útúrdópuð eða drukkin með sígarettu í annarri og föst í feitum sleik við misgáfuleg ungmenni. Ok, skemmtun fyrir suma.
Í sjónvarpinu í kvöld rakst ég á syrpu sem mér finnst falla í eymdarflokkinn. Viðfangsefnið er skóli sem inniheldur ráðalausa kennara, uppgefin ungmenni og enskukennarinn var gamall kall sem vildi troða Shakespeare í hausinn á börnunum og sá engan skilning í augum þeirra.
Burt með Waterloo Road og eymdina - komið með grínið í staðinn!
Ný klipping
Skellti mér í klippingu í gær þrátt fyrir slappleika. Sat í stólnum og lokaði ansi oft augunum. Þetta var mjög fínt og eins og sjá má á myndinni hérna fyrir ofan :)
Hlaupin hafa gengið upp og ofan undanfarið. Ég er búin að missa af síðustu 3 skiptum en fór ein á þriðjudaginn og hljóp 2.5 með einu 30 sek stoppi og var nokkuð sátt. Ætla að reyna að fara aftur á morgun og svo auðvitað á laugardaginn. Ég er sem sagt búin að ná því markmiði að hlaupa að skautasvellinu án þess að taka mér pásu, eða sömu vegalengd því fyrir rúmri viku hljóp ég 2.5km án nokkurs stopps - vei! Nú er bara að þjarma að svo ég nái 5km fljótt og örugglega!
Hvítasunnuhelgin er framundan og fyrir flesta er það 3ja daga helgi.. held nú að ég verði í því að semja próf eða skrifa ritgerðina svo það verður ekki mikið frí hjá mér en til lukku fyrir hina ;)
22. maí 2007
Blómafans
Ég er eiginlega orðlaus eftir daginn í dag.
Ég á greinileg yndislega nemendur sem sjá á eftir mér - tja, nema þau séu að reyna ða hífa upp einkunirnar? ;) nei nei, hehe.
Fyrst komu elskurnar í 2F með RISA-stóran blómvönd, köku, stórt kort og myndir og segul sem á stóð "þú ert besti kennari í heimi". Við gæddum okkur á kökunni (sem á stóð með hvítum glassúr "elskum þig Lára" :)og spjölluðum áður en ég fékk knús á línuna.
Takk fyrir mig elskurnar mínar - ég á eftir að sakna ykkar!
Núna áðan hitti ég svo 3H sem mætti líka með blóm, kort og mynd af bekknum í sínu fínasta pússi. Kærar þakkir til ykkar líka, my dears - leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með ykkur áfram og pína ykkur til að tala um líknardráp, siðleysi og slúður!
Ég kenndi sem sagt síðasta tímann minn rétt áðan og hver veit hvort ég eigi eftir að kenna eitthvað aftur. Í ágúst fer ég í nýja vinnu hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins svo það eru spennandi tímar framundan!
Ég á greinileg yndislega nemendur sem sjá á eftir mér - tja, nema þau séu að reyna ða hífa upp einkunirnar? ;) nei nei, hehe.
Fyrst komu elskurnar í 2F með RISA-stóran blómvönd, köku, stórt kort og myndir og segul sem á stóð "þú ert besti kennari í heimi". Við gæddum okkur á kökunni (sem á stóð með hvítum glassúr "elskum þig Lára" :)og spjölluðum áður en ég fékk knús á línuna.
Takk fyrir mig elskurnar mínar - ég á eftir að sakna ykkar!
Núna áðan hitti ég svo 3H sem mætti líka með blóm, kort og mynd af bekknum í sínu fínasta pússi. Kærar þakkir til ykkar líka, my dears - leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með ykkur áfram og pína ykkur til að tala um líknardráp, siðleysi og slúður!
Ég kenndi sem sagt síðasta tímann minn rétt áðan og hver veit hvort ég eigi eftir að kenna eitthvað aftur. Í ágúst fer ég í nýja vinnu hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins svo það eru spennandi tímar framundan!
21. maí 2007
Happy pappy
Man einhver eftir Seinfeld þættinum þar sem George var með frasann "happy pappy"?
Góður þáttur alla vega..
Dett inn og út úr tónlist... var að detta aftur inn í Muse...
gott lag og hvað er flottara en að vera á risastóru skipi með gítar? fátt alla vega...
Góður þáttur alla vega..
Dett inn og út úr tónlist... var að detta aftur inn í Muse...
Far away
This ship has taken me far away
Far away from the memories
Of the people who care if I live or die
gott lag og hvað er flottara en að vera á risastóru skipi með gítar? fátt alla vega...
20. maí 2007
I'm happy, I'm sad
I suddenly had the urge to write in English.. maybe because my mind has been a bit warped this weekend. I keep switching between languages in my mind, for work, for home, for friends.. not just from Icelandic to English but from local-speak to common-speak, from very politically IN-correct sayings to watching my every word, because you never know who's listening...
Tomorrow I have to say goodbye to a lot of people and that makes me a little sad...
But tomorrow is also good - because it's one more day, right?
this entry probably doesn't make sense to anyone but me... but that's fine.. I'm allowed to be weird every once in a while....
Tomorrow I have to say goodbye to a lot of people and that makes me a little sad...
But tomorrow is also good - because it's one more day, right?
this entry probably doesn't make sense to anyone but me... but that's fine.. I'm allowed to be weird every once in a while....
18. maí 2007
Að leggja tvo og tvo saman
Fann þessa frétt hjá CBC í Kanada
WHITEHAVEN, England (AP) -
Plans for the wedding have been sunk - along with the prospective groom's clothes, CDs, DVDs and his van. Police in northwestern England have arrested Emma Thomason, 24, after she allegedly packed her partner's possessions into his van, drove to the harbour and left off the hand brake on Sunday. She was charged with aggravated vehicle-taking without consent and released on bail.
The incident reportedly followed an argument between Thomason and Jason Wilson, 24, her partner for seven years and father of her two children.
"She put every single last item of clothing I had in the back of the van. All I was left with were the clothes I was wearing," Wilson told reporters.
"I haven't told her yet that the wedding is off, but I think she can put two and two together."
The van was pulled out of the water on Monday.
"The recovery operation was quite difficult, they had to partly drain the harbour to get the vehicle out," said Inspector David Gartland of Cumbria Police.
WHITEHAVEN, England (AP) -
Plans for the wedding have been sunk - along with the prospective groom's clothes, CDs, DVDs and his van. Police in northwestern England have arrested Emma Thomason, 24, after she allegedly packed her partner's possessions into his van, drove to the harbour and left off the hand brake on Sunday. She was charged with aggravated vehicle-taking without consent and released on bail.
The incident reportedly followed an argument between Thomason and Jason Wilson, 24, her partner for seven years and father of her two children.
"She put every single last item of clothing I had in the back of the van. All I was left with were the clothes I was wearing," Wilson told reporters.
"I haven't told her yet that the wedding is off, but I think she can put two and two together."
The van was pulled out of the water on Monday.
"The recovery operation was quite difficult, they had to partly drain the harbour to get the vehicle out," said Inspector David Gartland of Cumbria Police.
andleg eyðimörk
Ég er andlaus andi og hef ekkert að segja. Jú, horfði á Reservoir dogs með öðru auganu í gær - hélt ekki einbeitingu alla myndina en hún er samt góð. Klassamynd.
14. maí 2007
Svona næstum því
Ég er hjartanlega sammála Önnu pönnu þar sem hún talar um "næstum því" helgina miklu;
Við komumst næstum því áfram í Eurovision (14 stig) og ríkisstjórnin féll næstum því (1 þingmaður). Ég fékk Fréttablaðið með gömlu fyrirsögninni - fannst það frekar fyndið.
Helgin var frekar litlaus hjá mér. Hálsbólgan sem byrjaði að plaga mig á miðvikudaginn kom mér loks í rúmið á föstudaginn þar sem ég lá rænulaus fram eftir öllu og náði mér ekki að fullu fyrr en á sunnudag, þó ég þættist vera alhress á laugardaginn. Ég fór og kaus, reyndi að kíkja í kosningakaffi en endaði heima í sófa með prjónana. Það styttist óðum í barn hjá Ágústu og Ægi svo ég varð að haska mér áfram og það hafðist!
Gærdagurinn fór svo í afslöppun, yfirferð stíla og almennt sjónvarpsgláp. Ég þreytist ekki við að horfa á Top Gear og sérstaklega í gær þar sem þeir lögðu í mikið ferðalag með hjólhýsi í eftirdragi - tær snilld.
Nú dugar ekkert nema útihlaup kl. 17:15 og svo rólegheit eftir það... muna að teygja!
Við komumst næstum því áfram í Eurovision (14 stig) og ríkisstjórnin féll næstum því (1 þingmaður). Ég fékk Fréttablaðið með gömlu fyrirsögninni - fannst það frekar fyndið.
Helgin var frekar litlaus hjá mér. Hálsbólgan sem byrjaði að plaga mig á miðvikudaginn kom mér loks í rúmið á föstudaginn þar sem ég lá rænulaus fram eftir öllu og náði mér ekki að fullu fyrr en á sunnudag, þó ég þættist vera alhress á laugardaginn. Ég fór og kaus, reyndi að kíkja í kosningakaffi en endaði heima í sófa með prjónana. Það styttist óðum í barn hjá Ágústu og Ægi svo ég varð að haska mér áfram og það hafðist!
Gærdagurinn fór svo í afslöppun, yfirferð stíla og almennt sjónvarpsgláp. Ég þreytist ekki við að horfa á Top Gear og sérstaklega í gær þar sem þeir lögðu í mikið ferðalag með hjólhýsi í eftirdragi - tær snilld.
Nú dugar ekkert nema útihlaup kl. 17:15 og svo rólegheit eftir það... muna að teygja!
11. maí 2007
Handa 2H
Þetta er bara fyrir ykkur:
Kæri annar bekkur Há!
Án ykkar væri lífið leiðinlegt ;)
verið nú dugleg að læra :Þ
Kæri annar bekkur Há!
Án ykkar væri lífið leiðinlegt ;)
verið nú dugleg að læra :Þ
9. maí 2007
Hlaup, Eurovision og kosningar
Jæja,
þá er þriðja hlaupadegi lokið og ég verð að segja að þetta var aðeins erfiðara en á mánudaginn. Gekk samt sæmilega og ég kláraði mína 5km (síðust reyndar) og geri bara betur á laugardaginn!
Talandi um laugardaginn - Júró og kosingar! Var að sjá úrslitin úr stóru könnuninni frá Félagsvísindastofnun HÍ og þetta stefnir bara í hasar og spennu. Sjaldan er jafn skemmtilegt að horfa á kosningasjónvarp eins og þegar tæpt stendur. Sé fram á hörku keppni alveg frá 19:00 og langt fram á nótt :D
Annars gleymi ég alltaf að forkeppnin er barasta á morgun. Ég tek lítið undir með þeim sem segja að Eiki komist áfram - ég held með Kýpur og segi bara: "Cyprus, twelve points!"
Já og munið að fara og kjósa - þó þið skilið auðu ;)
þá er þriðja hlaupadegi lokið og ég verð að segja að þetta var aðeins erfiðara en á mánudaginn. Gekk samt sæmilega og ég kláraði mína 5km (síðust reyndar) og geri bara betur á laugardaginn!
Talandi um laugardaginn - Júró og kosingar! Var að sjá úrslitin úr stóru könnuninni frá Félagsvísindastofnun HÍ og þetta stefnir bara í hasar og spennu. Sjaldan er jafn skemmtilegt að horfa á kosningasjónvarp eins og þegar tæpt stendur. Sé fram á hörku keppni alveg frá 19:00 og langt fram á nótt :D
Annars gleymi ég alltaf að forkeppnin er barasta á morgun. Ég tek lítið undir með þeim sem segja að Eiki komist áfram - ég held með Kýpur og segi bara: "Cyprus, twelve points!"
Já og munið að fara og kjósa - þó þið skilið auðu ;)
7. maí 2007
Eyrarskokk - dagur 2
Fór í gær og skokkaði og labbaði 3,5km (inni á bretti) með Hörpu vinnupartner og fílaði mig bara vel. Engir strengir en einhver smá pirringur í hægri fætinum sem ég hlustaði bara ekkert á!
Í dag dró svo stór ský fyrir sólu og það komu meira að segja slyddudropar svo mér leist nú ekkert á að mæta í skokkhópinn, auk þess sem Nike-hlaupaskórnir mínir eru farnir að særa mig fullmikið og ég var ekki viss hvort ég ætti fyrir nýjum ;)
Ég fór samt í Apótekarann og splæsti í 16. þús króna Asics hlaupaskó sem eru massakúl og virka svona helvíti vel. Splæsti líka í hnésokka því ekki vil ég fá beinhimnubólgu, ó nei!
Ég mætti síðan galvösk kl. 17:15 og skokkaði og labbaði 5km á 40 mínútum og heyrði útundan mér að þetta væri bæting upp á 2 mín síðan á laugardaginn... spurning hvort fólki hafi legið meira á að komast úr slaka veðrinu :D
Hægri fóturinn á mér stífnaði reyndar ansi mikið eftir svona 3 km en ég held ég geti nuddað hann eitthvað til í kvöld.
Sem sagt, nú er markið sett á að geta hlaupið pásulaust að skautasvellinu (tók tvær mínútu labbpásur þangað) í lok næstu viku!
túdúls
Í dag dró svo stór ský fyrir sólu og það komu meira að segja slyddudropar svo mér leist nú ekkert á að mæta í skokkhópinn, auk þess sem Nike-hlaupaskórnir mínir eru farnir að særa mig fullmikið og ég var ekki viss hvort ég ætti fyrir nýjum ;)
Ég fór samt í Apótekarann og splæsti í 16. þús króna Asics hlaupaskó sem eru massakúl og virka svona helvíti vel. Splæsti líka í hnésokka því ekki vil ég fá beinhimnubólgu, ó nei!
Ég mætti síðan galvösk kl. 17:15 og skokkaði og labbaði 5km á 40 mínútum og heyrði útundan mér að þetta væri bæting upp á 2 mín síðan á laugardaginn... spurning hvort fólki hafi legið meira á að komast úr slaka veðrinu :D
Hægri fóturinn á mér stífnaði reyndar ansi mikið eftir svona 3 km en ég held ég geti nuddað hann eitthvað til í kvöld.
Sem sagt, nú er markið sett á að geta hlaupið pásulaust að skautasvellinu (tók tvær mínútu labbpásur þangað) í lok næstu viku!
túdúls
6. maí 2007
Aygo vs. Fox
var að horfa á Top Gear og þeir ákváðu að prófa hvort Aygo væri betri í bílafótbolta en VW Fox... *sigh*
Því miður tapaði Aygo 4-3.. but I still love it :D
Því miður tapaði Aygo 4-3.. but I still love it :D
5. maí 2007
5 km
Var að koma heim úr fyrsta Eyrarskokkinu (sjá heimasíðu Átaks) þar sem ég skokkaði og labbaði til skiptis 5km og það var GEÐVEIKT! fyrir ykkur sem eruð vön að hlaupa þá virðist þetta smotterí og þið megið alveg hlæja en ég var næstum dauð á tímabili svo þetta er afrek hjá mér. Jei!!
Ætla núna í sturtu því ég svitnaði í gegnum alla bolina mína... namm :)
Ætla núna í sturtu því ég svitnaði í gegnum alla bolina mína... namm :)
4. maí 2007
Friday, Friday..
hvað á maður að gera af sér á föstudagskvöldi? Jú, ég ætla að skella mér í "dinner and a movie" með Önnu pönnu frönskuséní. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að við fílum sömu frönsku myndina í tætlur og ætlum því að kíkja á 'Le Placard'eða Skápinn. Hún fjallar á skemmtilegan hátt um mann sem fréttir að það eigi að reka hann úr starfi svo hann þykist vera hommi svo ekki sé hægt að reka hann vegna mismununar ;) Geðveikt plott!
Á sunnudaginn er svo önnur af uppáhalds frönskumyndunum mínum á rúv - La haine, eða Hatur. Ég mæli líka með henni, sérstaklega í ljósi óeirðanna sem urðu í Frakklandi í fyrra.
Vikan er búin að vera fáránlega fljót að líða - gott að fá aukafrídag á þriðjudaginn - og er ég ennþá að velta því fyrir mér hvert apríl fór...
Hafið það yndislegt um helgina
Á sunnudaginn er svo önnur af uppáhalds frönskumyndunum mínum á rúv - La haine, eða Hatur. Ég mæli líka með henni, sérstaklega í ljósi óeirðanna sem urðu í Frakklandi í fyrra.
Vikan er búin að vera fáránlega fljót að líða - gott að fá aukafrídag á þriðjudaginn - og er ég ennþá að velta því fyrir mér hvert apríl fór...
Hafið það yndislegt um helgina
1. maí 2007
Le weekend and such trivial matters...
Ég hef hrist af mér allar dauðlegar hugsanir, þ.e. hugsanir um dauðann :)
Helgin var alveg einstaklega skemmtileg þó ég hafi varla gert neitt sem telja tekur; aðallega sjónvarpsgláp og spjall og svona.
Það spillti ekki fyrir að hafa svona gott veður og var maður meira úti við en vanalega. Í gær var svo frábært, frábært veður og náðu nemendur að narra mig út í útikennslu og svo fór ég með umsjónarbekkinn minn í Brynjuferð.
Ég sit núna og var að hlusta á You'll Never Walk Alone sungið af nánast öllum á Anfield.. fílaða í tætlur. Stutt vinnuvika framundan en samt nóg að gera!
Lag dagsins: "Hvað dreymir þig í dag, Hlöðver grís? oink, oink" (bwahahahahah :)
Helgin var alveg einstaklega skemmtileg þó ég hafi varla gert neitt sem telja tekur; aðallega sjónvarpsgláp og spjall og svona.
Það spillti ekki fyrir að hafa svona gott veður og var maður meira úti við en vanalega. Í gær var svo frábært, frábært veður og náðu nemendur að narra mig út í útikennslu og svo fór ég með umsjónarbekkinn minn í Brynjuferð.
Ég sit núna og var að hlusta á You'll Never Walk Alone sungið af nánast öllum á Anfield.. fílaða í tætlur. Stutt vinnuvika framundan en samt nóg að gera!
Lag dagsins: "Hvað dreymir þig í dag, Hlöðver grís? oink, oink" (bwahahahahah :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)