24. september 2007

Að standa á gati/blístri

Ég held ég sé ennþá södd síðan í gærkvöldi, svei mér þá!
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.

Þarf að segja eitthvað fleira??

Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir komuna og bókina! Gafst reyndar ekki tími kl 7 í morgun til að prufukeyra eitthvert kaffilistaverkið en vonandi bráðlega!

Lára sagði...

hehe, já ég held að þau krefjist öll góðrar tímasetningar!

Ég er búin að hugsa ansi mikið um lagskipta lattéinn með 3 mismunandi sírópum... mmmmm