Ég held ég sé ennþá södd síðan í gærkvöldi, svei mér þá!
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.
Þarf að segja eitthvað fleira??
Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)
24. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk sömuleiðis fyrir komuna og bókina! Gafst reyndar ekki tími kl 7 í morgun til að prufukeyra eitthvert kaffilistaverkið en vonandi bráðlega!
hehe, já ég held að þau krefjist öll góðrar tímasetningar!
Ég er búin að hugsa ansi mikið um lagskipta lattéinn með 3 mismunandi sírópum... mmmmm
Skrifa ummæli