27. september 2007

mitt rými - þitt rými

Ég lenti í undarlegri aðstöðu fyrr í dag.
Ég fór á kaffihús með vinkonu minni og fengum við okkur sæti við gluggann - svona til að fylgjast með rokinu og öllu fólkinu sem fauk framhjá. Ég tók eftir ungri stúlku sem ráfaði um búðina, líkt og hún væri að bíða eftir einhverjum og fór hún nokkrum sinnum út og kom svo aftur inn, ráfaði meira og ráfaði svo aftur út. Ekki nennti ég nú að pæla mikið meira í henni því við vorum niðursokknar í æsispennandi samræðum um kaffisýróp, námsbækur og vinnuna.
Allt í einu kemur stúlkan aftur inn, sest við næsta borð en dregur stólinn svo langt að okkar borði að hún nánast sat með okkur! Ég gaf nú frá mér einhvern skrýtinn svip en því miður snéri hún baki í okkur og tók ekkert eftir þessu. Ég hélt að hún myndi færa sig nær borðinu sínu en nei - hún sat sem fastast, svo nálægt mér að mitt rými var flækt í hennar rými.
Á endanum varð ég að standa upp því þetta var bara of mikið.

Nú spyr ég eins og sauður: fer þetta ekkert í taugarnar á öðrum, þegar fólk (blá-ókunnugt) ryðst svona nær manni að maður finnur lyktina af hádegismatnum þeirra af fötunum þeirra? (svona sem dæmi bara). Ég þoli svona aðstæður mjög illa og þess vegna líður mér oftast illa í biðröðum og reyni ég að forðast þær eins og heitan eldinn.

Hvað finnst þér?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff hvað ég skil þig vel!! mjög undarlegt þegar fólk getur ekki haldið sig innan síns svæðis!!
...spurning hvort hún hefur verið að bíða eftir knúsi...eða að æfa sig fyrir leik í ópal auglýsingu?? hehe;)
Get sagt þér skondna sögu samt...einu sinni var ég að tala við stelpu, sem ég þekkti þá reyndar lítillega, ég var í hettupeysu með svona samvöxnum vaxa framan á, og á meðan samtali okkar stóð, var hún búin að tína nokkur hár af peysunni og smella höndunum sitt hvoru megin inn í vasana og krækja þar saman höndunum í miðjunni!!!!...ég hef ekki hugmynd um hvað hún sagði! Sjaldan verið jafn forviða!

Þú ert því að mínu mati hvorki skrýtin né haldin félagsfælni...;)
knús af kantinum...

Lára sagði...

Mein gott! Hvurs lags dónaskapur er þetta?!?

Fólk er fífl :)

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir átt að prumpa ;)

Lára sagði...

þokkalega!

næst verð ég tilbúin með prumpublöðru - já eða hakka í mig tópas ;)

Hulda sagði...

Jiminn, þú færir í algjöran mínus ef þú værir í kringum indverja eða kínverja, þeirra 'personal bubble' er miklu miklu minni heldur en okkar.