22. september 2007

Að læra ekki af mistökum

Ég þoli kaffi alveg ágætlega. Mér finnst gott að fá mér eins og einn latté af og til og í vinnunni er góð vél sem malar baunir fyrir hvern bolla og hvaðeina. Ég þarf samt að passa mig því ég á það til að fá kaffiskjálfta og verða örlítið ör - sérstaklega ef ég fæ mér tvöfaldan latté.
Samt læt ég alltaf eins og þetta sé nú bara vitleysa í mér, að ég geti nú alveg fengið mér tvöfaldan latté án þess að neitt gerist. Skellti einum í mig áðan þegar ég var að læra með Mumma og hvernig líður mér núna? Eins og ég hafi verið að éta sykur með skeið!

Annars fluttum við í vinnunni upp á 7. hæð á Borgum á fimmtudaginn og er útsýnið mitt vægast sagt glæsilegt. Ég náði samt ekki að taka mynd því það var skýjað og blautt í gær en við fyrstu sólarglætu skal ég smella einni mynd hér inn - Súlur og Hlíðarfjall og blár himinn.
Schnilld.
Jæja, ég get ekki setið kyrr, verð að gera eitthvað þangað til kaffið er farið úr kerfinu... tjuuuus

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko, ég var að spekúlera.
Ef þú færð rosalega mikið kaffi í vinnunni, heldurðu að þú getir þýtt obbosslega hratt og mikið?
Nei ég var bara spekúlera.... ;)