Stórundarlegir hlutir gerðust í dag.
Svo virðist sem að ekkert hafi gerst í hinum stóra heimi eftir klukkan þrjú í dag. Engar fréttir af stríði. Engar fréttir af hungursneyð. Engar fréttir af bílslysum, umferðarteppum eða kaupum og sölu hlutabréfa. Jafnvel landsbyggðin var tíðindalaus.
Miðja alheimsins færðist all skyndilega að tjarnarbakkanum og fjórum einstaklingum þar með bros á vör og að tröppum íbúðarhúss þar sem átta einstaklingar með skeifu og samanherptar varir stóðu í kuldanum.
Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta allt saman var í Kastljósinu þegar Svandís benti á þá staðreynd að "Sjálfstæðisflokkurinn beið í 12 ár, í 12 ár eftir að komast til valda, talandi um það allan tímann að það þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt, og 17 mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri".
Feis ársins, dömur mínar og herrar.
11. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hehe já fréttayfirlit kvöldfréttanna í gær var ansi skondið, ekkert nema þetta og svo ein íþróttafrétt og svo blessaða veðrið! Þetta er æsispennandi mál ;)
kaffi bráðum!
Hey, ég vil nú ekki að hin langa fréttin gleymist, nefnilega af marimbasveit Hafralækjarskóla, grunnskólans míns. Hún fékk alveg nokkrar mínútur.
Marimba var í gær ,ekki fyrradag ;)
Í fyrradag var bara rvk í fréttum.
Já og kaffi bráðum Valla, pottþétt
Skrifa ummæli