31. október 2007

Oh, the weather outside is frightful...


Fæ þetta jólalag alltaf á heilann þegar það snjóar ótæpilega.

Í gær snjóaði all verulega en í morgun var slabbið alls ráðandi. Nú þegar ég lít út um gluggann er snjókoman með sterka innkomu og mér sýnist sem ég þurfi að sópa aftur af bílnum áður en ég kemst heim í dag!

Mér finnst þetta pínu notalegt, en ég hef samt áhyggjur af vaxandi þörf minni fyrir svefn! Um leið og það fer að dimma eitthvað af viti og kuldinn eykst þá vil ég bara borða kjöt og kartöflur og sofa í minnst 10 tíma á dag... sem er fáránlegt ;)

Ég keypti mér nóvemberkaktus í Blómavali um helgina og sit nú spennt og bíð eftir öllum blómunum sem ættu að springa út fljótlega - það er nú 1. nóvember á morgun!

Já og það er hrekkjavaka í dag þannig að Happy Halloween!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég er sammála - er búin að éta ekkert nema carbs á fullu síðan að það byrjaði að dimma og ég er núna klukkutíma að vekja á morgnana... vekjaklukkan fer í gang með 10 mínútrum fresti í klukkutíma og þá byrja ég að komast til! Roll on sunshine!! But I'm, still dreaming of a white christmas! :-)

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Jámm, þetta með dimmuna og svefninn byrjaði í síðustu viku hérna, það er allt reynt til að fá Ríkarð til að sofa öööööörlítið lengur.... og meira að segja hann er hættur að vakna við fyrstu hringinguna á vekjaraklukkunni!