22. október 2007

Gulur, rauður, grænn

Ég fór í regnbogamessuna í gær í Akureyrarkirkju.
Þetta var ótrúlega falleg stund og gaman að sjá hversu margi mættu. Stúlknakór Akureyrarkirkju á líka hrós skilið fyrir fallegan söng - væri alveg til í að fara á tónleika með þeim :)

Aðalsteinn og krakkarnir í ungliðahreyfingu Samtakanna 78 stóðu sig líka með prýði en sú sem kom mér mest á óvart var Guðfríður Lilja en hún átti hugvekju kvöldsins. Einlægni er eina orðið sem mér dettur í hug.

Það er góð tilfinning að styðja við bakið á samkynhneigðum og finna hversu margir eru sama sinnis. Það hlýtur að vega upp á móti þeim þröngsýni sem alltaf þurfa að eyðileggja allt - er það ekki?

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG VERÐ BARA AÐ SEGJA AÐ ÉG TRÚI EKKI AÐ FRAPPUCINO GENGUR EKKI BETRA EN ÞETTA! HEFUR FÓLKIÐ EKKI SMAKAÐ ÞETTA KANNSKI ÞVÍ AÐ ÉG TRÚI EKKI AÐ FÓLK HEFÐI EKKI VALIÐ ÞETTA EF ÞAU HAFA NOKKUÐ TÍMA SMAKAÐ FRAPPUCINÓIÐ OKKAR MEÐ HELSI OG KARMELLU!! :-) Ok var að sjá að ég skrifaði þetta ,eð cap locks... ég er ekki reið, ég lofa!

Lára sagði...

hehehehehehe
Já Lisa, ég held bara að Frappó sé underrated :( Latté er búið að vera til svo miklu lengur að fólk er ennþá catching up to the idea of a frappó :)

Nafnlaus sagði...

Orange-mokka frappucino!!

Nafnlaus sagði...

nei nei, bara nýbúin að horfa á Zoolander.. þið hafið kannski aldrei smakkað Lakkrís Latté??!!

Lára sagði...

Orange mocha frappochino!! Elska Zoolander..
Mig langaði alltaf að biðja um það þegar ég pantaði kaffi frappó með karamellu og heslihnetusírópi í sumar...

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Verð bara að viðurkenna að ég hef bara ekki smakkað frappó og vil yfirleitt bara svart kaffi og ekkert svona aukabragð, er ég þá skrítin??:S

Nafnlaus sagði...

Hvað er frappó? Er það eitthvað svona akureyrskt? Hvað varð um gamla góða uppáhellinginn?

Nafnlaus sagði...

af hvejru eru bara frappó komment við þessa færslu? allavega, þá finnst mér frappó massa gott. sérstaklega á heitum sumardegi. Og langaði að fara í Akureyrarkirju en kemst varla út úr húsi þessa dagana (milkmilkmilk)

Lára sagði...

Nei Linda þú ert ekki skrýtin :)

Maja, frappó er kalt kaffi mixað við klaka og svo smá sýróp með - very nice og fæst hjá Te og kaffi (í það minnsta á Akureyri :)

Já mjólkin Valla, ussu suss! Þú kemur bara næst :)