20. desember 2007

Að gleðjast yfir því að geta glaðst

ég er búin að bíða eftir jólakyrrðinni sem kemur yfirleitt alltaf. búin að bíða eftir augnablikinu þegar hjartað hættir að slá svona fast og ég leyfi mér að gleyma mér.

jólin í mínum huga eru tími fjölskyldu og vina - tími til að njóta þess sem maður hefur og þakka fyrir sig. ég er þakklát fyrir margt í ár, börn sem fæddust heilbrigð, börn sem urðu til og eru væntanleg með vorinu, vináttubönd sem styrktust og önnur sem mynduðust óvænt, heilsuna og sjálfstæðið (já ég veit, kannski skrýtið :)

ég get glaðst og gleðst yfir því

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var mjög gott ár, að minnsta kosti hjá mér :) Sjáumst kannski bráðum??

Lára sagði...

þokkalega! Kaffi sem fyrst og kannski gripið í spil ef börnin er stillt? ;)

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að bjóða mér með í spil hjá ykkur, það er velkomið að vera hjá mér! Rannveig getur passað hundinn á meðan ;)

Lára sagði...

frábært! Líst vel á þetta hjá okkur :)

Nafnlaus sagði...

jamm líst vel á :) eina kvöldið sem ég verð vant við látin á næstunni er 2. í jólum (nú svona fyrir utan hefðbundin hátíðarkvöld eins og aðfangadagskvöld...) hehe