ég renndi augunum yfir metsölulista (yeah right) bókabúðanna í fréttablaðinu í dag og sá að flestar bækurnar voru merktar 'kilja'. Persónulega finnast mér kiljur betri en harðspjaldabækur því auðveldara er að lesa kiljur uppi í rúmi seint að kveldi.
Ég þurfti að kaupa biblíuna á ensku fyrir einn áfangann í HÍ og var hún einmitt í kilju, með næfurþunnum blaðsíðum - svo þunnum að letrið lak örlítið í gegnum blaðsíðurnar. Þessi bók var mismikið lesin en ég hafði hana uppi við þar sem ég bjó fyrir sunnan. Nú man ég ekki hver það var, en einhver sem kom til mín og sá að biblían var þarna í kiljubroti var frekar hneykslaður og fannst þetta vanvirðing við þennan mikla texta. Mig minnir að ég hafi svarað því til að þetta væri nú einmitt það sem biblían gengi út á, að koma textanum til fjöldans og ekki hefðu allir efni á að kaupa innbundna biblíu með gullskreytingum.
Við vorum ekki sammála. Það var meira en allt í lagi.
Kiljur eru ekki minni bækur en harðspjalda bækur. Ef ég gæfi út ævisögu mína kæmi hún eingöngu út í kilju. Hún yrði rauð.
28. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
I agree - totally, totally!
en skvo...harðspjalda fara betur í bókahillunni og endast betur. En eru mun erfiðari aflestrar uppi í rúmi. Sé samt alls ekkert að því að lesa biblíuna í kiljuformi...
Skrifa ummæli