Já loksins kom rigningin sem ég er búin að væla um í nokkra daga! Þið hin fyrirgefið mér að ég vilji ekki glampandi sólskin og tveggja stafa hitatölur því þá er ekkert hægt að einbeita sér að ritgerðasmíð! Í gær var ég t.d. 'lokkuð' í hádegismat á teppi í Lystigarðinum, fékk mér kaffi á Te & Kaffi og fór í langan göngutúr með Ingu og Jóhönnu! Það var s.s. ekki mikið um skrif hér í gær en í dag stefnir allt í góðan dag, þökk sé rigningunni!
Eins og venjan er, í hinu dásamlega lífi, þá varð ég bleklaus og pappírslaus við fyrsta tækifæri hér í morgun! En þessi Þrándur í götu varð mér ekki að falli og held ég ótrauð áfram!
Æi, ég vona að það rigni áfram í dag... og helst á morgun en svo má vera gott veður um helgina, er það díll?!? ;)
21. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli