29. maí 2007

Dance like no one's watching

Ég er þekkt fyrir að syngja með útvarpinu þegar ég er úti að keyra. Stundum á ég það meira að segja til að blasta tónlistina full hátt - sérstaklega þegar ég er ofurglöð eða ofurpirruð. Í spilaranum í dag voru Lost Prophets og Interpol og féll skapið í síðari flokkinn. Það er fátt betra en að fá útrás með tónlist og því að keyra aðeins hraðar en maður er vanur...

Prófatíðin stendur sem hæst og stressið farið að segja til sín með örari hjartslátti og minni matarlyst.. Kaffið góða frá Te & Kaffi er ekkert að hjálpa maganum, en það er bara svo fjandi gott!

Helgin var ekkert spes en ég eyddi hellingstíma með Ingu og fjölskyldu og það bætti hana verulega upp. Takk elskurnar fyrir allt - líka kúkinn ;)

Best að halda áfram svo ég geti farið að hlaupa á eftir...

Engin ummæli: