1. maí 2007

Le weekend and such trivial matters...

Ég hef hrist af mér allar dauðlegar hugsanir, þ.e. hugsanir um dauðann :)
Helgin var alveg einstaklega skemmtileg þó ég hafi varla gert neitt sem telja tekur; aðallega sjónvarpsgláp og spjall og svona.
Það spillti ekki fyrir að hafa svona gott veður og var maður meira úti við en vanalega. Í gær var svo frábært, frábært veður og náðu nemendur að narra mig út í útikennslu og svo fór ég með umsjónarbekkinn minn í Brynjuferð.

Ég sit núna og var að hlusta á You'll Never Walk Alone sungið af nánast öllum á Anfield.. fílaða í tætlur. Stutt vinnuvika framundan en samt nóg að gera!

Lag dagsins: "Hvað dreymir þig í dag, Hlöðver grís? oink, oink" (bwahahahahah :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahha þú hefur s.s. fengið Hlöðver á heilann :) Kjúl ;)

Lára sagði...

haha! þokkalega ;)