Já, það þýðir ekkert að vera dapur.. í myrkrinu sem er úti hálfan daginn verður maður að vera glaður og stara í dagsbirtulampann og hlæja ótæpilega. koma svo!
Ég verð að segja að ekki horfi ég nú oft á spaugstofuna en ég kíkti á hana í hálfleik Barcelona og Real Múrcia og lenti svona skemmtilega á Re/Elect auglýsingunni þar sem Ólafur Ragnar og Dorrit föðmuðu og klöppuðu Bessastaði í bak og fyrir. Ég hló - mikið.
Ég hló ennþá meira í dag þegar ég las um hrakfarir nýju Grímseyjarferjunnar, en hún dólar úti á hafi, með aðra vélina í ólestri og reynir að komast til Akureyrar. Þetta er sagan endalausa og ég grun um að hún eigi aldrei eftir að enda vel.
Set inn hér að ofan gott atriði úr Seinfeld sem fær mig alltaf til að hlæja ;)
14. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli