10. janúar 2008

Skólablús

Það tók mig ekki nema viku að vilja henda einu markmiðinu mínu út.
Í gær sat ég fyrir framan tölvuna og grét því ég hélt að ég gæti þetta ekki lengur. Ég á að skila verkefni í réttindanáminu í dag og ekkert gekk. Ég missi líka af einni lotunni (af þremur) þegar ég fer til London og stend í stappi með að fá að gera aukaverkefni í staðinn. Á meðan situr MA ritgerðin úti í horni og hlær að mér. Veit að ég hef engan tíma fyrir hana akkúrat núna.
Ég gafst næstum því upp en ákvað að sofa á þessu og viti menn - í morgun var himininn ekki að falla á mig og verkefnið á góðri leið með að verða tilbúið.

Annars veit ég ekki með þetta. Á ég að halda áfram að skila hálfunnum verkefnum sem ég er ekki ánægð með eða hætta og einbeita mér að ritgerðinni, sem í raun skiptir mig mun meira máli og ég vil klára? Ef ég hætti í réttindanáminu er ég ekki einungis að henda peningum út um gluggann heldur einnig hálfu ári af lífinu - eins og það hafi ekki skipt neinu máli. Dilemma...

Eins og er held ég áfram en hversu lengi, það veit ég ekki...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff elskan... ég bara veit ekki hvað ég á að segja... málið er að það er alltof mikið álag á þér ástin mín og þú verður að hugsa um geðheilsuna... það er ekkert í lífinu þess virði að þú enda grenjandi fyrir framan tölvuna... kannski er best að hugsa hvað þú heldur þú getur gert best og einbeita þér á þessu og ekki hugsa of mikið um hvað þú getur ekki klárað... þetta er allt góð reynsla og reynsla er ómetanleg!! Hjálpaði það eitthvað? :-/ æ ég vona að þú finnur lausn og líður betur bráðum... knús kæra Pedro mín xxx

Nafnlaus sagði...

Ó, ég skil þig með að nenna þessu ekki! Það er samt svo stutt eftir, bara 3 lotur, og trúðu mér, það verður ógeðslega gott að klára þetta!

Það er auðveldara að klára réttindanámið núna en að byrja í því aftur seinna!

Lára sagði...

Takk stelpur ;)
Já ég veit, sérstaklega ef nýtt frumvarp fer í gegn og allt breytist :/

Náði að skila þessu verkefni í morgun fyrir kl. 8 en ekki svaf ég mikið í nótt - orðin of gömul fyrir svona andvökunætur!
Hvernig verð ég þá ef ég eignast barn einhvern tímann?