2. maí 2005

ch-ch-ch-changes

já margt getur breyst þegar maður bloggar ekki í nokkra daga! Ég á nú einungis 1 verkefni eftir (og lagfæringar á 1 öðru) og skiladagur er á föstudag.. held það sé nú bara sérdeilis gott! Er búin að vera að vinna og læra til skiptis í 2 vikur núna og er nánast að sjá fyrir endan á þessu öllu saman..

Annars er komin upp ný staða með sumarið hjá mér. Ég verð á Akureyri í maí og júní en byrja aftur að vinna hér í reykjavík í lok júní og alveg út ágúst. Jebbsí, i´m going home... Er frekar sátt því þetta verður næstum eins og sumarfrí að fara norður, plús það að ég get spillt litla frænda mínum óendanlega, veivei!

Við keyptum okkur grill og grilluðum feitustu svínasneiðar sem ég hef séð á laugardaginn. Náði næstum að næla mér í netta reykeitrun en það var þess virði!
Tókst svo samt að brenna á mér hægri hendina í gær með því að sletta eins og einni skál af Vilko bláberjasúpu yfir hana.. beint úr pottinum nánast! Það er vont að brenna sig, sérstaklega þegar maður á ekkert Aloe vera gel :( redduðum því nú samt og ég er as good as new í dag :)

Jæja gott fólk, skila öllu á fös 6.og mán. 9 maí, Hitchhiker´s kemur í bíó 4. maí, Lost í sjónvarpinu í kvöld.. þetta eru góðir dagar

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

öll spillingaráformin gætu nú komið hressilega í bakið á þér þegar við verðum öll komin undir sama þak :) ágúst óli bíður spenntur eftir að geta stjórnast í öllu liðinu!

Lára sagði...

hehhe já mig grunaði það svo sem! Hann er flottastur.. hvernig leist þér annars á survivor í gær, uss uss uss, ekki sátt

Inga seka sagði...

Frábært að heyra að þú ætlar að skreppa aðeins norður. Hvenær í maí ferðu?

Lára sagði...

við guðjon keyrum í næstu viku, mið-fim.. ertu farin norður??

Inga seka sagði...

nei ég kem ekki norður fyrr en um 6.júní..ég er að fara til Eistlands 20.maí og kem ekki heim fyrr en 5. júní;)