Ég horfði á survivor í gær, sennilegast eins og margir aðrir, og hélt kannski ekki beint með neinum en alla vega ekki með Katie. Hef sjaldan séð jafn latann kvenmann og þar á bæ, ussu svei! Svo kom Ian, með buxurnar á mjaðmabeinunum og hvítan rass og gaf frá sér milljón svo hann og slökkviliðsmaðurinn gætu nú örugglega verið vinir eftir þáttinn. Halló? eftir 12 tíma hangs á bauju þá bara, "ok, þú vinnur". Þetta fannst mér of mikið góð-verk fyrir minn smekk. Nú brunar brunamaðurinn um New York með milljónina sína og gefur örugglega slatta í 9/11 sjóðinn fyrir ekkjur slökkviliðsmannanna. Það er reyndar góðverk með réttu.
Mér var svo bent á annað góðverk - eða frekar samstöðu af Bjössa. því á morgun er handklæðadagurinn til minningar um Douglas Adams, sem ritaði Hitchhiker's guide to the galaxy. Mæli með því að sem flestir fari eftir þessu og skundi í vinnuna, skólann eða hvert sem er með eitt handklæði um hálsinn, undir hendinni, bundið um töskuna etc. samstaða er flott. Svo eiga sumir líka flottari handklæði en aðrir *blikk* *blikk*
24. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli