mm var að ljúka við bókina Gestaboð Babette. Snilldarbók eftir Blixen.. Held ég verði núna að lesa Afríkubækurnar hennar og jafnvel skella mér út á vídeóleigu og taka Out of Africa sem var víst gerð eftir þeim..
Hef tekið þá ákvörðun að nálgast nokkur meistaraverk bókmenntanna í sumar. Finnst eins og ég hafi vanrækt þessar elskur meðan ég var í námi í vetur, enda lítill tími til að lesa annað en skólabækurnar þá. Setti því saman lista yfir nokkrar sem ég hef alltaf ætlað að lesa en aldrei hafið mig í þær:
-Anna Karenina e. Tolstoj
-Don Kíkóti e. Cervantes
-One hundred years of solitude (Hundrað ára einsemd) e. Marques
-On the road (Á vegum úti) e. Kerouac
Svo eru „nýju“ höfundarnir sem ég er enn að kíkja á og reyna að finna bækur með:
-V.S Naipaul
-Magnus Mills
Annars held ég að þetta sumar ætli aldrei að koma. Það er reyndar hætt að snjóa og sólin skein í u.þ.b. 5 mínútur í morgun en samt.. það er ekki nóg...
23. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mæli með K. Blixen og Jörð í Afríku!
Skrifa ummæli