18. maí 2005

productivity

Til að bæta fyrir aðgerðaleysi mánudagsins átti ég hreint magnaðann dag í gær! Vaknaði snemma og dreif mig í að klára Bóksalann í Kabúl (Asne Seierstad) sem mér líkaði bara hreint ágætlega. Veit nú meira um búrkur og menningu Afganistans en ég gerði áður. Nú þar sem ég var búin með einu bókina sem ég tók með mér norður skellti ég mér bara á bókasafnið (náði að grafa upp kortið áður en ég kom) og fékk mér nokkra velvaldar, þar með talið bókina Hr. Ibrahim og blóm kóransins eftir Eric Emmanuel-Schmitt (minnir mig :) Bjartur gaf sem sagt út 3 stuttar bækur eftir hann um áhrif trúarbragða í heiminum og þessi bók er fyrst í röðinni. Verð nú að bíða eftir að fá hinar tvær því ég las hana upp til agna í gær líka! Skellti mér svo í vinnuna í nokkra klst. og endaði kvöldið á að fara í bíó á The Wedding Date. Ágætis mynd byggð á looooooooooooooove formúlu sem maður sér alltaf annað slagið og hélt manni vakandi í 90 mínútur...skil samt ekki af hverju það er hlé á svona stuttum myndum....

Í dag er sólin loksins komin aftur og góðar líkur á því að ég fái einhverja vinnu í dag líka :) cheers mate

Lag dagsins : Elliot Smith 'Needle in the hay'
bókin: : Börnin í Húmdölum e. Jökul Valsson

3 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Jeminn ég ætti nú að fá smá lestrarþörf frá þér svo ég geti klárað bókina sem ég er byrjuð á humm.. ekki alveg að virka hjá mér..en við sjáumst eftir minna en viku sjibbí.. heyrumst

Nafnlaus sagði...

Ég er aftur á móti að drukkna úr mjög valbundinni lestrarþörf, það er fæst ekki til að líta í skólabækur en er að drukkna í Running with scissors, mjög grípandi sko. Manni líður ekkert vel þegar maður les hana.....

Lára sagði...

ég sá einmitt að Gwyneth er að leika í mynd eftir running with scissors. .tékkaðu á því á imdb.. :)