22. maí 2005

haglél

vaknaði í gærmorgun, teygði aðeins úr mér og velti því fyrir mér hvort ég ætti að sofa aðeins lengur, það var nú einu sinni laugardagur... drattaðist þó á lappir og kíkti út um gluggann. Snjókoma. Bíddu - er ekki örugglega maí? Mundi svo mér til skelfingar að það var fjölskyldugrill í Aðaldal fyrirhugað þann daginn og þykkasti jakkinn sem ég kom með norður var léttur sumarjakki. Flott.
Eftir að keyra í gegnum skafla (já, skafla!) á Víkurskarði var ég mætt í sumarbústað með yfirdekkuðum palli (plast) og fór í ratleik með yngri börnin. Það snjóaði allan tímann, eiginlega haglél... Grilluðum svo, átum í kulda og keyrðum heim til að ná Eurovision kl 7..

Ég pældi svo mikið í því hvort þetta hefði nokkuð verið svo slæmur dagur. Þarna var ég í miðju hrauninu, skítkalt og með ennisband svo ég leit úr eins og söngvarinn í Wig Wam en allt í kringum mig var fólk sem vildi hlýja manni, lána manni dót eða leyfa mér að sitja aðeins inni, svona rétt á meðan tærnar þiðnuðu... Kannski er bara fínt að grilla í snjó - maturinn var alla vega ekki síðri.

Engin ummæli: