20. maí 2005

netleysi, eurovison og lestur

ok.. netið hrundi sem sagt heima hjá mér í gær! vissi varla að mér gæti liðið svona illa..úff.. ótrúlegt hvað maður er fljótur að venja sig við svona óþarfa ;)

Ég gafst upp á Börnin í Húmdölum.. var ekki að fíla hana eftir 3 fyrstu kaflana og þá er ég viss um að það hefði ekkert batnað eftir það. Annað hvort er jökull seriously disturbed eða hann átti frekar bjagaða barnæsku.. Fór í staðinn að lesa 101 dagur í Bagdad eftir Asne (sjá síðasta póst :) og svei mér þá ef ég er ekki bara orðin stóraðdáandi hennar! Þetta er pía með bein í nefinu og hún kann að skrifa OG pían sem þýðir bókina yfir á íslensku vinnur sína vinnu vel. held hún heiti Erna eða Erla... góð bók sem ég rétt kláraði í morgun þegar ég vaknaði..

Er annars ekkert búin að vinna í þrjá daga og er bara búin að lesa, sofa og glápa aðeins á sjónvarpið...sem sagt er í sumarfríi :) Er mætt aftur á bókasafnið, bæði til þess að nota netið og finna mér fleiri bækur. Gerði svona smá samning við sjálfa mig að fyrir hverja 2 bækur sem ég læsi á íslensku mætti ég lesa 1 á ensku (verð að auka íslensku lestur minn, ahemm) þannig að nú má ég kíkja í hilluna við vegginn..mmmm..

Var annars nett svekt í gær - ekki það að ég hefði búist pottþétt við því að við færum áfram í Eurovision en þetta tekur nú heilmikið úr stemmningu laugardagsin, er það ekki? Verð bara að halda með Noregi í staðinn... „come on come on come on“

lag dagsins: þemalag Ab Fab
bókin: sennilegast Magnus Mills :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó jes - go norge ... þeir eru nett flottir! mig langar annars bara að fara að lesa þegar ég kíki á síðuna þína .. júbb, held ég kíki á eins og einn kafla hjá honum w. somerset maugham.