11. maí 2005

Ferðatöskulíf

Jæja, ætlaði mér að pakka aðeins í eina tösku til að fara með í flökkulíf mitt til Akureyrar en dótið náði að flæða yfir í bakpoka og plastpoka í viðbót.. merkilegt..

Hitti stelpurnar á Thorvaldsen í gær og slakaði á með spjalli um ólíklegustu hluti og skemmti mér konunglega! Kláraði svo að laga til og pakka niður í dag og bíð spennt eftir að kl. verði 9 í fyrramálið þegar við brunum af stað í höfuðborg norðursins..

Ég býst við að vera í burtu til 20 júní þannig að ég verð bara með gsm símann þann tíma.. vona að allir séu hressir, er svo þreytt og andlaus þannig að ég læt þetta duga í kvöld og blogga næst úr 600 Akureyri

Engin ummæli: