31. maí 2005

brynjuís

mmmmmmmmmm fór í gær með stelpunum og fékk mér ekta brynjuís með nammi (aka Bragðaref) og svo í spjall og slúður langt fram eftir kvöldi.. frábært alveg.

Ég vil líka þakka góð viðbrögð við prófinu mínu :) hæsta skorið var 70% og var það Anna sem náði þvi, congrats! Ég held að það komist ekki fleiri að, alla vega á highscore kortið en þið verðið þá bara að segja mér hvað þið fenguð:)
Nokkrir spurðu mig hvort ég hefði í alvörunni fótbrotnað á snjóþotu og já, í skátagilinu. Ég var reyndar að stoppa mig með því að setja fótinn út og lenti á ljósastaur. ristarbrotnaði. það var ekki gott.

Á morgun byrja ég að vinna á torginu frá 9-18:30 þannig að happy days are over, síðasti frídagurinn minn í dag þar til 12 júní held ég, en það er í lagi því ég syng bara
money, money, money ,mooneyyy... money! og hlæ alla leiðina í bankann...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, er ekki eitthvað undarlegt að ég skuli hafa náð hæsta skori! Ég giskaði á öll svörin!!!

Nafnlaus sagði...

Þú ert vond að tala um brynjuís... eini vél-ísinn hér er Walli´s og hann lítur og bragðast eins og ofþeyttur rjómi, eða réttara sagt smjör!!

Mig langar í vélís!!!!!!!!!!!!!!

Lára sagði...

Walli's ís er viðbjóður! já ég er vond að tala um hluti sem aðrir hafa kannski ekki aðgang að :) ætlarðu að kíkja eitthvað til Íslands í sumar?