ok, fór til tannlæknis í gær. Það er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema vegna þess að ég þurfti að láta laga fyllingu sem hafði losnað og svo var eitthvað annað sem hann vildi kíkja á. Nú, ég er ekki hress með deyfingar en veit að annars er þetta drullu sárt þannig að ég lét mig hafa það að hann þrusaði nálinni í efri góminn þannig að ég var dofin upp á nef svo eins og hálft andlitið. En svo tók verra við. Hann þurfti nefnilega að deyfa svo hinum megin NIÐRI þannig að þeim megin var ég dofin í kjálkanum, hálfri tungunni og vörinni. Ég gat ekki blístrað, ekki kyngt almennilega, ekki drukkið né borðað neitt og leið eins og ég gæti ekki almennilega andað vegna þess að tungan væri svo bólgin!
Á endanum slapp ég þó úr prísundinni, labbaði heim hálfvönkuð, horfði á Lost og sofnaði svo.
held ég ætli að taka því mjög rólega í kvöld, lesa áfram í Rigning í nóvember og kíkja svo aftur á bókasafnið á morgun...
1. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
bwahaha! já, vertu undir það búinn að veskið finni fyrir því.. jafnvel þó það sé bara skoðun.. athugaðu líka hvort tannlæknirinn þinn var að kaupa sér bíl/hús/bát/sumarbústað... það vill hækka reikninginn ;)
Skrifa ummæli