þrátt fyrir að hafa splæst í tvo diska á jafnmörgum dögum tókst mér að fá þetta snilldar pixies lag á heilann í dag.. ekki það að það sé slæmt en það vekur upp minningar sem eru góðar og slæmar í bland.. nenni ekki nostalgíu núna.. horfa fram á veginn..
en já, ég keypti sem sagt líka diskinn með Hildi Völu og ég er bara býsna sátt.. óumdeilanlegt að hún kann að syngja og er með fallega rödd.. er alveg að fíla þessi coverlög sem hún tók...
en annars er ég strax búin að ánetjast einu laginu á coldplay disknum, lét textann fylgja í gær.. afskaplega fallegt og hverjum hefur ekki liðið svona? mæli með að þið hlustið á það, það er meira að segja hægt að hlusta á brot úr lögunum inn á heimasíðunni þeirra
er á leiðinni í bíó, tjus tjus
9. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli