Sit heima, hlusta á Interpol og hugsa um hvernig hægt sé að búa til svona góða tónlist?
Frestaði Viðeyjarferðinni minni aðeins - fer bara næstu helgi í staðinn. Hef verið að melta Potterinn síðan ég kláraði hann.. held ég verði að lesa hana aftur eftir svona mánuð til að gera mér fulla grein fyrir henni því það er margt útskýrt en svo opnar Rowling líka fullt af dyrum sem hún er ekkert að loka aftur á eftir sér.. veit bara það að síðasta bókin verður örugglega erfið í skrifum - hvað þá lestri.
Sumarblíðan hérna á svölunum er frábær.. ligg og reyni að krækja mér í svona hint og a tint en nenni samt ekki að vera leðurfés heldur :)
vona að þið hafið það gott.. kannski fer ég í nauthólsvík á eftir? hver veit, hver veit...
23. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Erum við á sömu bylgjulengd eða hvað (mín er AM 254,88;))??
Þetta blogg hefði samt verið skírt: Time is like a broken watch... I make money like Fred Astaire - á heimasíðunni minni;-) ég ætti kannski að blogga svona interpolerbest no 2;)
Skrifa ummæli