Jæja.. langaði ekkert að blogga í gær og fyrradag en best að láta eitthvað flakka núna!
Á föstudaginn fenguð við loksins pípara til að kíkja á klósettkassann okkar og náðu þeir nokkurn veginn að laga hann en samt ekki.. þeir koma víst aftur eftir helgina til að græja sturtuna okkar þannig að maður verður bara að vera þolinmóður þangað til... Það glitti í ágætis veður þann daginn en í gær var rigning rigning rigning..
Fór í ræktina í einn svakalegasta tíma sem kenndur hefur verið (ein pían í hópnum gékk út sökum svima og blóðsykurfalls) og sit ég núna á sárþjáðum vöðvum sem náðu þó að klára allt sem átti að gera :)
Þrátt fyrir mikla rigningu var ágætlega heitt og var hægt að hafa opið út mest allan daginn; sat aðallega og prjónaði, las í Potter og horfði svo á mynd á Rúv um leiðangur til Mars..stuð.
Í dag hins vegar er frábært veður! Ég notaði tækifærið og lagðist í alvöru sólbað út á svairnar mínar í um klukkutíma (þoli illa mikinn hita) og held svei mér þá að ég hafi náð mér í fleiri freknur á nefið! Nú þegar ský dregur fyrir sólu held ég að ég lagi aðeins betur til hérna.. merkilegt hvað ryk sést alltaf betur þegar veðrið verður gott og mann langar til að gera ALLT annað en laga til... böl, böl..
17. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
takk fyrir smessin og símtalið ;) hittumst vonandi soon *knús*
Skrifa ummæli