já það er satt.. ég og María Erla gengum aftur á Esjuna í kvöld!
Hún kom með þessa líka snilldarhugmynd.. að labba einu sinni í viku, alltaf í klukkutíma og sjá hversu mikið þolið eykst í hvert skipti! Við komumst einni hæð lengra en fyrir tveimur vikum á jafnlöngum tíma og ætlum að reyna að fara á næstu hæð eftir viku!
Auðvitað mundi ég eftir myndavélinni núna og setti inn 5 nýjar myndir af því tilefni (reyndar allar af Maríu eða landslagi :) þannig að þið getið dæmt um gott veður og svona.. við vorum alla veganna að stikna!
Held ég skelli mér bara í bólið, það tekur ágætlega á að labba fjöll...
19. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Svakalega var þetta flott mynd sem þú tókst af esjunni, mér hefur alltaf fundist hún ljót og aldrei gengið á hana, bara á Akrafjallið, en núnæ gæti ég alveg hugsað mér að labba á Esjuna! Til lukku með að vera komin með gott veður:D
ohh vá hvað þetta hlýtur að hafa verið ´æðislegt og hvað þá veðrið sem þið hafið fengið en er í fríi um helgina og ef ég verð í borginni þá skulum við nú heyrast ;)
já endilega.. mamma talaði eitthvað um að þú færir kannski norður? verðum í bandi á morgun eða föstudag...
já og takk Linda mín.. ef þú vilt að ég fari með þér þá get ég aldeilis deilt reynslu minni ;)
Skrifa ummæli