9. júlí 2005

heimavið

ahh jæja,
er loksins búin að hafa mig í að laga myndirnar á myndasíðunni minni og skrifa um þær líka! svo stal ég 3 myndum af henni Maríu Erlu úr Esjugöngunni svona til að byrja á nýju albúmi sem ber heitið 'Reykjavíkursumar' og mun væntanlega verða fullt af myndum á endanum! Tók því ósköp rólega í dag ef frá er talin ræktin kl 9 í morgun.. er samt ekki enn komin með strengi þannig að þetta er rétt sem þeir segja.. þetta tekur bara eina viku :D

Er ein heima í augnablikinu þar sem Hanny, vinkona Guðjóns er farin áfram til Bretlands eftir nokkra daga heimsókn hjá okkur og Guðjón skellti sér norður á ættarmót. Sit því hér við tölvuna frekar fáklædd og nenni varla að kveikja nein ljós - gott að labba um berfættur...

Ætla mér í göngutúr og kíkk á bókasafnið á morgun, hver veit nema myndavélin verði við höndina ef veðrið verður gott? Safnadagurinn og svona, ekki slæmt, ekki slæmt...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott síða og takk fyrir að kvitta í mína gestabók ... fann ekki gestabók hér svo skrifa bara hérna !

Lára sagði...

takk takk ásta mín! já ég kann ekki að setja upp svona gestabók hérna :)

Eva Þórarinsdóttir sagði...

já gaman að sjá hvað þú ert að bralla þar sem að maður hefur ekki verið það aktívur að hittast ;) og ekki ég að blogga en allt gott að frétta er í fríi á miðvikudaginn en er að vinna helgina :( við reynum nú kannski að bralla eitthvað helgina eftir það kannski ?? heyrumst

Lára sagði...

já ég er alltaf á leiðinni að hringja í þig en svo gleymi ég því!Vi' guðjon ætlum í bíó annað kvöld en ég reyni að hringja samt í þig! knúsknús