það er skrýtin stemmning í reykjavík í dag. Labbaði um hádegisbilið niður á lækjartorg til að taka strætó og þar sem ég labbaði í bankastrætinu mátti heyra ansi mörg tungumál - en enga íslensku. Já, íslendingar eru horfnir úr 101 og reyndar stórum hluta reykjavíkur. Það er pínu skrýtið en að mestu leyti mjög þægilegt þar sem bílaumferð er mun minni um götur borgarinnar og jafnvel smáralind var hálftómleg þar sem ég gekk um og horfði á hina örfáu sem reyndu að næla sér í aukaafslátt á síðustu dögum útsölunnar.
Þar sem veðrið var ekkert sérstakt í dag fór ég nú ekki lengra en þetta og hélt mig að mestu innandyra.. er að bíða eftir matnum sem við pöntuðum,kíki á nýjar myndir af Óskari Smára og vonast eftir betra veðri á morgun...
30. júlí 2005
29. júlí 2005
föstudagur til fjár
Fyrst af öllu vil ég óska þeim er fengu endurgreiðslu frá skattinum til hamingju með daginn! Það er alltaf gaman að fá aukapening - næstum eins og maður hafi fengið þá ókeypis!
Að sama skapi vil ég samhryggjas þeim er þurfa að greiða aukalega í ríkissjóð.. amen.
En nú er helgin víst runnin upp, föstudagur og fínt. Vona samt að það verði ágætt að gera í vinnunni í dag svo tíminn líði hratt og vel! Nenni ekki að vera í rólegri stemmningu í 8 klst. og telja mínúturnar þar til dagurinn er búinn!
Ég hef sem sagt ákveðið að vera í Reykjavík yfir helgina, ætla að taka 'tourist for a day' og reyna að finna eitthvað skemmtilegt myndefni á leiðinni.. held ég verði að vera með lítinn bakpoka til að vera ekta.. er það ekki?
Að sama skapi vil ég samhryggjas þeim er þurfa að greiða aukalega í ríkissjóð.. amen.
En nú er helgin víst runnin upp, föstudagur og fínt. Vona samt að það verði ágætt að gera í vinnunni í dag svo tíminn líði hratt og vel! Nenni ekki að vera í rólegri stemmningu í 8 klst. og telja mínúturnar þar til dagurinn er búinn!
Ég hef sem sagt ákveðið að vera í Reykjavík yfir helgina, ætla að taka 'tourist for a day' og reyna að finna eitthvað skemmtilegt myndefni á leiðinni.. held ég verði að vera með lítinn bakpoka til að vera ekta.. er það ekki?
27. júlí 2005
Versló, hjálp hjálp!
ok,
veit einhver um bílfar norður til akureyrar á föstudaginn eftir kl 18:00?? Og kannski til baka á mánudeginum? Endilega látið mig vita því ég er alveg til í að kíkja heim um helgina :)
veit einhver um bílfar norður til akureyrar á föstudaginn eftir kl 18:00?? Og kannski til baka á mánudeginum? Endilega látið mig vita því ég er alveg til í að kíkja heim um helgina :)
26. júlí 2005
Pepsi er kominn í heiminn!
Já ég hafði rétt fyrir mér í morgun þegar ég sagði að þetta yrði góður dagur því Eva Stína og Anders eignuðust lítinn strák í dag kl. 17:28 að dönskum staðartíma og hefur hann hlotið nafnið Oskar Smári.
Innilega til hamingju, til lykke Anders, með krúttlegan 53 cm og 3450gr þungan strák!
Innilega til hamingju, til lykke Anders, með krúttlegan 53 cm og 3450gr þungan strák!
Lovin' you
Það er gott að byrja daginn á einhverju skemmtilegu og góðu!
Sit heima og hlusta á Lovin' you með Minnie Rippleton en þetta er eitt frábærasta lag sem ég veit um.. hún þarf að punga út einum hæsta tón sem heyrst hefur! Mæli með þessu lagi ef fólk þarf svona pick-me-up.
Sól úti - stefnir í frábæran dag
Sit heima og hlusta á Lovin' you með Minnie Rippleton en þetta er eitt frábærasta lag sem ég veit um.. hún þarf að punga út einum hæsta tón sem heyrst hefur! Mæli með þessu lagi ef fólk þarf svona pick-me-up.
Sól úti - stefnir í frábæran dag
24. júlí 2005
foggy Mcfog
eftir sólskin síðustu viku hlaut að koma að skuldadögum... búin að sitja inni í þokunni og hlusta á tónlist, þvo þvott og laga til - sem sagt allt það sem maður nennir ekki að gera í góðu veðri..
veðrið stýrir alveg hversu hress maður er... hef tildæmis eitt deginum í dag í algerri rósemd miðað við gærdaginn þegar allt fallega fólkið í nauthólsvíkinni vakti með mér sumarstuð sem ég hef ekki fundið lengi! Er líka komin með nýja uppáhaldslykt.. það er sólarvörn + brúnkulykt + útilykt og smá dass af heilbrigðum svita (ekki illaþefjandi). V. nice.
Leit annars yfir bókahilluna mína í dag og sá nokkrar bækur með bókamerki einhvers staðar í miðjunni.. held ég verði að klára eitthvað af þessum bókum og dró því fram The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston (kanada) en hún fjallar í stuttu máli um mann og konu sem tengjast beint og óbeint róstursamri sögu Nýfundnalands... Jeramy gaf mér hana og ég held ég verði að klára hana ef hann er eitthvað á leiðinni til landsins, hehe.
jæja, taka úr vélinni, borða og sofa svo vel og lengi..
veðrið stýrir alveg hversu hress maður er... hef tildæmis eitt deginum í dag í algerri rósemd miðað við gærdaginn þegar allt fallega fólkið í nauthólsvíkinni vakti með mér sumarstuð sem ég hef ekki fundið lengi! Er líka komin með nýja uppáhaldslykt.. það er sólarvörn + brúnkulykt + útilykt og smá dass af heilbrigðum svita (ekki illaþefjandi). V. nice.
Leit annars yfir bókahilluna mína í dag og sá nokkrar bækur með bókamerki einhvers staðar í miðjunni.. held ég verði að klára eitthvað af þessum bókum og dró því fram The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston (kanada) en hún fjallar í stuttu máli um mann og konu sem tengjast beint og óbeint róstursamri sögu Nýfundnalands... Jeramy gaf mér hana og ég held ég verði að klára hana ef hann er eitthvað á leiðinni til landsins, hehe.
jæja, taka úr vélinni, borða og sofa svo vel og lengi..
23. júlí 2005
Rosemary, heaven restores you in life
Sit heima, hlusta á Interpol og hugsa um hvernig hægt sé að búa til svona góða tónlist?
Frestaði Viðeyjarferðinni minni aðeins - fer bara næstu helgi í staðinn. Hef verið að melta Potterinn síðan ég kláraði hann.. held ég verði að lesa hana aftur eftir svona mánuð til að gera mér fulla grein fyrir henni því það er margt útskýrt en svo opnar Rowling líka fullt af dyrum sem hún er ekkert að loka aftur á eftir sér.. veit bara það að síðasta bókin verður örugglega erfið í skrifum - hvað þá lestri.
Sumarblíðan hérna á svölunum er frábær.. ligg og reyni að krækja mér í svona hint og a tint en nenni samt ekki að vera leðurfés heldur :)
vona að þið hafið það gott.. kannski fer ég í nauthólsvík á eftir? hver veit, hver veit...
Frestaði Viðeyjarferðinni minni aðeins - fer bara næstu helgi í staðinn. Hef verið að melta Potterinn síðan ég kláraði hann.. held ég verði að lesa hana aftur eftir svona mánuð til að gera mér fulla grein fyrir henni því það er margt útskýrt en svo opnar Rowling líka fullt af dyrum sem hún er ekkert að loka aftur á eftir sér.. veit bara það að síðasta bókin verður örugglega erfið í skrifum - hvað þá lestri.
Sumarblíðan hérna á svölunum er frábær.. ligg og reyni að krækja mér í svona hint og a tint en nenni samt ekki að vera leðurfés heldur :)
vona að þið hafið það gott.. kannski fer ég í nauthólsvík á eftir? hver veit, hver veit...
21. júlí 2005
20. júlí 2005
afsakið mig umheimur
en Harry Potter var að koma í póstinum... verð ekki til viðtals fyrr en henni er lokið.. skiljið eftir skilaboð ef eitthvað er ;)
19. júlí 2005
...og Esjan á ný
já það er satt.. ég og María Erla gengum aftur á Esjuna í kvöld!
Hún kom með þessa líka snilldarhugmynd.. að labba einu sinni í viku, alltaf í klukkutíma og sjá hversu mikið þolið eykst í hvert skipti! Við komumst einni hæð lengra en fyrir tveimur vikum á jafnlöngum tíma og ætlum að reyna að fara á næstu hæð eftir viku!
Auðvitað mundi ég eftir myndavélinni núna og setti inn 5 nýjar myndir af því tilefni (reyndar allar af Maríu eða landslagi :) þannig að þið getið dæmt um gott veður og svona.. við vorum alla veganna að stikna!
Held ég skelli mér bara í bólið, það tekur ágætlega á að labba fjöll...
Hún kom með þessa líka snilldarhugmynd.. að labba einu sinni í viku, alltaf í klukkutíma og sjá hversu mikið þolið eykst í hvert skipti! Við komumst einni hæð lengra en fyrir tveimur vikum á jafnlöngum tíma og ætlum að reyna að fara á næstu hæð eftir viku!
Auðvitað mundi ég eftir myndavélinni núna og setti inn 5 nýjar myndir af því tilefni (reyndar allar af Maríu eða landslagi :) þannig að þið getið dæmt um gott veður og svona.. við vorum alla veganna að stikna!
Held ég skelli mér bara í bólið, það tekur ágætlega á að labba fjöll...
skipulagning
Vaknaði í morgun og var einhvern veginn full af orku! Hef ákveðið að taka fyrsta "tourist for a day" næsta laugardag og er strax byrjuð að plana! :) Eftir mikla googlun og verðkönnun hef ég ákveðið að fara út í Viðey og þar sem fyrsta ferð er ekki fyrr en kl. 13:00 hef ég jafnvel viðkomu í Fjölskyldu og húsdýragarðinum til að kíkja á þetta parísarhjól...
Hafi einhver áhuga á að fara með mér má alltaf íhuga það ;)
Held ég hafi samt skemmt eitthvað í vinstri hendinni í gær í ræktinni.. erum búin að vera að gera ansi miklar þríhöfðaæfingar síðustu 3 skipti eða svo og mér er illt í olnboganum og öllum vöðvanum.. virkar ekki eins og strengir heldur eitthvað miklu miklu meira... get nú samt varla neitað því að mér finnst glitta í félaga hans tvíhöfðann þegar ég spenni hendina.. flott að sjá vöðva rísa upp úr sínu verndaða umhverfi,þ.e.e fitulaginu ;)
jæja, enn einn sólardagurinn runninn upp.. maður fer bara að venjast þessu, ha?
Hafi einhver áhuga á að fara með mér má alltaf íhuga það ;)
Held ég hafi samt skemmt eitthvað í vinstri hendinni í gær í ræktinni.. erum búin að vera að gera ansi miklar þríhöfðaæfingar síðustu 3 skipti eða svo og mér er illt í olnboganum og öllum vöðvanum.. virkar ekki eins og strengir heldur eitthvað miklu miklu meira... get nú samt varla neitað því að mér finnst glitta í félaga hans tvíhöfðann þegar ég spenni hendina.. flott að sjá vöðva rísa upp úr sínu verndaða umhverfi,þ.e.e fitulaginu ;)
jæja, enn einn sólardagurinn runninn upp.. maður fer bara að venjast þessu, ha?
17. júlí 2005
píparar, sólskin og líkamsrækt
Jæja.. langaði ekkert að blogga í gær og fyrradag en best að láta eitthvað flakka núna!
Á föstudaginn fenguð við loksins pípara til að kíkja á klósettkassann okkar og náðu þeir nokkurn veginn að laga hann en samt ekki.. þeir koma víst aftur eftir helgina til að græja sturtuna okkar þannig að maður verður bara að vera þolinmóður þangað til... Það glitti í ágætis veður þann daginn en í gær var rigning rigning rigning..
Fór í ræktina í einn svakalegasta tíma sem kenndur hefur verið (ein pían í hópnum gékk út sökum svima og blóðsykurfalls) og sit ég núna á sárþjáðum vöðvum sem náðu þó að klára allt sem átti að gera :)
Þrátt fyrir mikla rigningu var ágætlega heitt og var hægt að hafa opið út mest allan daginn; sat aðallega og prjónaði, las í Potter og horfði svo á mynd á Rúv um leiðangur til Mars..stuð.
Í dag hins vegar er frábært veður! Ég notaði tækifærið og lagðist í alvöru sólbað út á svairnar mínar í um klukkutíma (þoli illa mikinn hita) og held svei mér þá að ég hafi náð mér í fleiri freknur á nefið! Nú þegar ský dregur fyrir sólu held ég að ég lagi aðeins betur til hérna.. merkilegt hvað ryk sést alltaf betur þegar veðrið verður gott og mann langar til að gera ALLT annað en laga til... böl, böl..
Á föstudaginn fenguð við loksins pípara til að kíkja á klósettkassann okkar og náðu þeir nokkurn veginn að laga hann en samt ekki.. þeir koma víst aftur eftir helgina til að græja sturtuna okkar þannig að maður verður bara að vera þolinmóður þangað til... Það glitti í ágætis veður þann daginn en í gær var rigning rigning rigning..
Fór í ræktina í einn svakalegasta tíma sem kenndur hefur verið (ein pían í hópnum gékk út sökum svima og blóðsykurfalls) og sit ég núna á sárþjáðum vöðvum sem náðu þó að klára allt sem átti að gera :)
Þrátt fyrir mikla rigningu var ágætlega heitt og var hægt að hafa opið út mest allan daginn; sat aðallega og prjónaði, las í Potter og horfði svo á mynd á Rúv um leiðangur til Mars..stuð.
Í dag hins vegar er frábært veður! Ég notaði tækifærið og lagðist í alvöru sólbað út á svairnar mínar í um klukkutíma (þoli illa mikinn hita) og held svei mér þá að ég hafi náð mér í fleiri freknur á nefið! Nú þegar ský dregur fyrir sólu held ég að ég lagi aðeins betur til hérna.. merkilegt hvað ryk sést alltaf betur þegar veðrið verður gott og mann langar til að gera ALLT annað en laga til... böl, böl..
14. júlí 2005
Do mine eyes deceive me?
vaknaði í morgun, þurfti að blikka augunum nokkrum sinnum þegar ég sá að herbergið mitt var uppljómaðra en venjulega.. gleymdi ég að slökkva ljósin aftur?? En neeeeeiiii.. það var SÓL úti!! Langt síðan við sáumst síðast kella!
Ég hef sem sagt verið að hugsa um þá ákvörðun mína að búa í Reykjavík í sumar.. hvort hún hafi verið rétt eða hvort rigning skipti engu máli.. sé svo stór hluti af Íslandi... En, ég nenni ekki endalausri rigningu og fagna því komu sólarinnar, þó hún stansi kannski stutt í þetta sinn..
fann annars linkinn á fyndnustu flash mynd ever! sá hana fyrir löngu síðan, tapaði linknum en fann hann aftur! smellið hér ef þið viljið sjá heimsendi:)
jæja, í vinnuna.. vona að ég verði ekki rænd
Ég hef sem sagt verið að hugsa um þá ákvörðun mína að búa í Reykjavík í sumar.. hvort hún hafi verið rétt eða hvort rigning skipti engu máli.. sé svo stór hluti af Íslandi... En, ég nenni ekki endalausri rigningu og fagna því komu sólarinnar, þó hún stansi kannski stutt í þetta sinn..
fann annars linkinn á fyndnustu flash mynd ever! sá hana fyrir löngu síðan, tapaði linknum en fann hann aftur! smellið hér ef þið viljið sjá heimsendi:)
jæja, í vinnuna.. vona að ég verði ekki rænd
13. júlí 2005
hell of a way to end a partnership
já, klassa setning, sjúklega flott!
Fór sem sagt á Sin City í gær og verð að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega! Svolítið brútal á köflum, en ég meina hey er það ekki bara fínt?
Ógeðslega flott myndataka, geðveikt innsetning á grafíkinni, klikkaðir búningar þannig að ég mæli hiiiiklaust með henni!
Fór sem sagt á Sin City í gær og verð að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega! Svolítið brútal á köflum, en ég meina hey er það ekki bara fínt?
Ógeðslega flott myndataka, geðveikt innsetning á grafíkinni, klikkaðir búningar þannig að ég mæli hiiiiklaust með henni!
12. júlí 2005
næringarfræði
ok.. fór í gærkvöldið á fyrirlestur tengdum námskeiðinu mínu í hreyfingu, og snérist þessi fundur sem sagt um næringarfræði. Ólafur G. Sæmundsson mætti sem sagt og skellti staðreyndunum fram alveg hægri vinstri og það merkilega var að maður hafði ekki heyrt þetta allt saman áður. Ég skemmti mér alveg stórvel og vona að þetta breyti ýmsu...
Það er búið að rigna svo mikið og leiðinlega hérna síðustu daga að ég hef varla nennt að anda! Sat heima á sunnudaginn og föndraði, hringdi í Evu Stínu (alveg að koma barn) og glápti með öðru auganu á sjónvarpið.. ekki beint veður til gönguferða þann daginn!
er núna í vinnunni, ætla á Sin City í kvöld og War of the Worlds á sunnudaginn... olræt olræt...
Það er búið að rigna svo mikið og leiðinlega hérna síðustu daga að ég hef varla nennt að anda! Sat heima á sunnudaginn og föndraði, hringdi í Evu Stínu (alveg að koma barn) og glápti með öðru auganu á sjónvarpið.. ekki beint veður til gönguferða þann daginn!
er núna í vinnunni, ætla á Sin City í kvöld og War of the Worlds á sunnudaginn... olræt olræt...
9. júlí 2005
heimavið
ahh jæja,
er loksins búin að hafa mig í að laga myndirnar á myndasíðunni minni og skrifa um þær líka! svo stal ég 3 myndum af henni Maríu Erlu úr Esjugöngunni svona til að byrja á nýju albúmi sem ber heitið 'Reykjavíkursumar' og mun væntanlega verða fullt af myndum á endanum! Tók því ósköp rólega í dag ef frá er talin ræktin kl 9 í morgun.. er samt ekki enn komin með strengi þannig að þetta er rétt sem þeir segja.. þetta tekur bara eina viku :D
Er ein heima í augnablikinu þar sem Hanny, vinkona Guðjóns er farin áfram til Bretlands eftir nokkra daga heimsókn hjá okkur og Guðjón skellti sér norður á ættarmót. Sit því hér við tölvuna frekar fáklædd og nenni varla að kveikja nein ljós - gott að labba um berfættur...
Ætla mér í göngutúr og kíkk á bókasafnið á morgun, hver veit nema myndavélin verði við höndina ef veðrið verður gott? Safnadagurinn og svona, ekki slæmt, ekki slæmt...
er loksins búin að hafa mig í að laga myndirnar á myndasíðunni minni og skrifa um þær líka! svo stal ég 3 myndum af henni Maríu Erlu úr Esjugöngunni svona til að byrja á nýju albúmi sem ber heitið 'Reykjavíkursumar' og mun væntanlega verða fullt af myndum á endanum! Tók því ósköp rólega í dag ef frá er talin ræktin kl 9 í morgun.. er samt ekki enn komin með strengi þannig að þetta er rétt sem þeir segja.. þetta tekur bara eina viku :D
Er ein heima í augnablikinu þar sem Hanny, vinkona Guðjóns er farin áfram til Bretlands eftir nokkra daga heimsókn hjá okkur og Guðjón skellti sér norður á ættarmót. Sit því hér við tölvuna frekar fáklædd og nenni varla að kveikja nein ljós - gott að labba um berfættur...
Ætla mér í göngutúr og kíkk á bókasafnið á morgun, hver veit nema myndavélin verði við höndina ef veðrið verður gott? Safnadagurinn og svona, ekki slæmt, ekki slæmt...
8. júlí 2005
hugarfar - málfar- koddafar
vaknaði harkalega í morgun og hélt að klukkan væri hálf tíu og ég að verða of sein í vinnuna..skíthrædd um að mæta með koddafar á kinninni og ógreitt hár þannig að aldrei hef ég verið eins fljót að borða, bursta og greiða mér á ævinni.. settist svo aðeins niður og leit betur á klukkuna.. hún var rétt rúmlega 8. grrrr.. lagðist upp í sófa og gluggaði í Potterinn minn - bækur 4 og 5 svona sem undirbúning undir þá sjöttu...
Lenti annars í frekar dónalegri konu í vinnunni í dag. Ég veit að hún vinnur í fyrirtæki í grenndinni þar sem hún er sjálf í þjónustustarfi og ætti því að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig - en nei. Fyrst var hún með læti yfir verðlaginu, síðan vildi hún að ég næði í allt fyrir hana og þegar kom að því að skanna og borga allt þá dró hún upp símann og gerði sig líklega til að hringja í einhvern.. ég verð að viðurkenna að ég var ekki beint að reyna að vera pen þegar ég skellti framan í hana setningunni "Viltu að ég afgreiði þig eða ekki?"
Auðvitað roðnaði pían upp í hárrót og þrykkti símanum í töskuna, borgaði og yfirgaf pleisið án þess að segja neitt. 1-0 fyrir mér.
kíkti á síðuna hennar Maríu Erlu og sá að hún er búin að setja inn Esjumyndir.. sökum þess að ég var með svona headband þá lít ég út eins og feitur súmóglímukappi á mörgum þeirra.. kennum alla vega bandinu um í þetta skiptið...
weekend, weekend, weekend i love it, olræt og át....
Lenti annars í frekar dónalegri konu í vinnunni í dag. Ég veit að hún vinnur í fyrirtæki í grenndinni þar sem hún er sjálf í þjónustustarfi og ætti því að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig - en nei. Fyrst var hún með læti yfir verðlaginu, síðan vildi hún að ég næði í allt fyrir hana og þegar kom að því að skanna og borga allt þá dró hún upp símann og gerði sig líklega til að hringja í einhvern.. ég verð að viðurkenna að ég var ekki beint að reyna að vera pen þegar ég skellti framan í hana setningunni "Viltu að ég afgreiði þig eða ekki?"
Auðvitað roðnaði pían upp í hárrót og þrykkti símanum í töskuna, borgaði og yfirgaf pleisið án þess að segja neitt. 1-0 fyrir mér.
kíkti á síðuna hennar Maríu Erlu og sá að hún er búin að setja inn Esjumyndir.. sökum þess að ég var með svona headband þá lít ég út eins og feitur súmóglímukappi á mörgum þeirra.. kennum alla vega bandinu um í þetta skiptið...
weekend, weekend, weekend i love it, olræt og át....
7. júlí 2005
orð
hvað er hægt að segja?
Sat í dag með kökk í hálsinum þegar ég heyrði fréttir af árásunum í London.. það er eitthvað svo hrikalegt við atburði sem virðast svo fjarri manni en þó svo nærri..
deyfð, sorg, reiði, hræðsla... vona að það verði ekki fleiri sprengingar
Sat í dag með kökk í hálsinum þegar ég heyrði fréttir af árásunum í London.. það er eitthvað svo hrikalegt við atburði sem virðast svo fjarri manni en þó svo nærri..
deyfð, sorg, reiði, hræðsla... vona að það verði ekki fleiri sprengingar
6. júlí 2005
Fjallgangan
vááááááááááááááááá!
Það er ekki annað hægt að segja en Vá! yfir því hversu gott veður við fengum í gær, þegar ég og María Erla, ásamt systur hennar Möggu og vinkonunni Birgittu réðumst á Esjuna ásamt 40 öðrum úr félaginu Krafti. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við myndum eflaust vera aftastar og jafnvel aldrei ná alla leið upp á topp, en við héldum samt ótrauðar áfram! Á endanum náðum við að "Steini", hnullungi sem er í raun síðasta stopp áður en gengið er í hamrabeltinu (sögðu frægir menn). Útsýnið þarna uppi er náttúrulega frábært, sáum alveg yfir Reykjavík, Mosfellsdalinn og hinum megin við Langatanga (minnir mig) þannig að þetta var alveg Kodak moment.. en ég gleymdi myndavélinni minni :( Sem betur fer stóðu stelpurnar sig vel í myndatökunni og ætlar María mín að senda mér einhverjar myndir sem ég get sett inn á myndasíðuna mína.. Eftir hraða niðurgöngu (sökum þoku) og smá byltu Maríu, þá rúlluðum við í bæinn um 11 leytið, 4 tímum eftir að við lögðum af stað..
Það er nú líka skemmtilegt að segja frá því að á meðan við mörðum þetta að labba upp að Steini var hópur manna (og held 1 kona) sem hljóp - já ég sagði hljóp - upp og niður Esjuna 3svar sinnum.. hmm. tók okkur smá tíma og nokkrar manneskjur að komast að því að þetta fólk er að fara á Grænlandsjökul að taka þátt í Arctic Challenge og undirbýr sig með því að hjóla fyrst 20 kílómetra, hlaupa svo upp og niður Esjuna (einu sinni alla leið, hin 2 skiptin upp að Steini)og hjóla svo 20 kílómetra tilbaka.. Tókum sérstaklega eftir honum Edda, en hann var vel merktur á afturendanum sem við sáum nokkrum sinnum skokka framhjá okkur...
Alveg merkilegt samt, þá er ég ekki með strengi í dag - örlítið þreytt, en ekki með strengi. Mæti í annað skiptið í gymmið eftir vinnu í dag og get montað mig af þessu afreki mínu...
Ég held að þessi ganga flokkist alveg sem aukamæting í ræktina...
Það er ekki annað hægt að segja en Vá! yfir því hversu gott veður við fengum í gær, þegar ég og María Erla, ásamt systur hennar Möggu og vinkonunni Birgittu réðumst á Esjuna ásamt 40 öðrum úr félaginu Krafti. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við myndum eflaust vera aftastar og jafnvel aldrei ná alla leið upp á topp, en við héldum samt ótrauðar áfram! Á endanum náðum við að "Steini", hnullungi sem er í raun síðasta stopp áður en gengið er í hamrabeltinu (sögðu frægir menn). Útsýnið þarna uppi er náttúrulega frábært, sáum alveg yfir Reykjavík, Mosfellsdalinn og hinum megin við Langatanga (minnir mig) þannig að þetta var alveg Kodak moment.. en ég gleymdi myndavélinni minni :( Sem betur fer stóðu stelpurnar sig vel í myndatökunni og ætlar María mín að senda mér einhverjar myndir sem ég get sett inn á myndasíðuna mína.. Eftir hraða niðurgöngu (sökum þoku) og smá byltu Maríu, þá rúlluðum við í bæinn um 11 leytið, 4 tímum eftir að við lögðum af stað..
Það er nú líka skemmtilegt að segja frá því að á meðan við mörðum þetta að labba upp að Steini var hópur manna (og held 1 kona) sem hljóp - já ég sagði hljóp - upp og niður Esjuna 3svar sinnum.. hmm. tók okkur smá tíma og nokkrar manneskjur að komast að því að þetta fólk er að fara á Grænlandsjökul að taka þátt í Arctic Challenge og undirbýr sig með því að hjóla fyrst 20 kílómetra, hlaupa svo upp og niður Esjuna (einu sinni alla leið, hin 2 skiptin upp að Steini)og hjóla svo 20 kílómetra tilbaka.. Tókum sérstaklega eftir honum Edda, en hann var vel merktur á afturendanum sem við sáum nokkrum sinnum skokka framhjá okkur...
Alveg merkilegt samt, þá er ég ekki með strengi í dag - örlítið þreytt, en ekki með strengi. Mæti í annað skiptið í gymmið eftir vinnu í dag og get montað mig af þessu afreki mínu...
Ég held að þessi ganga flokkist alveg sem aukamæting í ræktina...
5. júlí 2005
plíng-plíng-ploinks-plokks-plíng
ég er með strengi.
Ég byrjaði sem sagt í gymminu í gær og held barasta að þetta verði frábært.. ótrúlega hress pían sem er að kenna þarna og skemmtileg blanda af kvinnum. Horfði svo að sjálfsögðu á Lost í gær.. *hrollur*.. fæ alltaf svona nettan kuldahroll í endan á þáttunum þegar eitthvað óvænt gerist.. hlakka til næsta mánudags!
Í kvöld ætla ég svo að labba Esjuna með Maríu Erlu og verður athyglisvert að sjá hversu hátt við komumst ;)
Ég byrjaði sem sagt í gymminu í gær og held barasta að þetta verði frábært.. ótrúlega hress pían sem er að kenna þarna og skemmtileg blanda af kvinnum. Horfði svo að sjálfsögðu á Lost í gær.. *hrollur*.. fæ alltaf svona nettan kuldahroll í endan á þáttunum þegar eitthvað óvænt gerist.. hlakka til næsta mánudags!
Í kvöld ætla ég svo að labba Esjuna með Maríu Erlu og verður athyglisvert að sjá hversu hátt við komumst ;)
3. júlí 2005
why bother with clueless peeps?
Hversu frábært er að Live 8 tónleikarnir í Kanada voru í Barrie í Ontario? Enginn flottari en Brian Adams, þjóðarstolt (hehehe) ásamt Celine Dion alveg að meika það í LV.. flott, flott..
Gleymdi að segja frá verslunarleiðangri okkar Guðjóns í gær.. Þar sem við fengum útborgað eins og flest allir aðrir á föstudeginum ákváðum við að ekki væri nú verra að eyða einhverjum af þessum péningum og lögðum því í svaka reisu í gær. Fyrst ætluðum við bara í 4-5 búðir en áður en við vissum af var bílinn orðinn fullur af dóti og klukkan að verða 4.. man núna hvernig þetta var þegar maður var lítill og fór með foreldrunum til reykjavíkur og nánast allur tíminn fór annað hvort í búðarferðir eða kaffiboð hjá ættingjum...
Helgin er að rúlla inn í síðustu klukkutímana, er á leiðinni í Hafnarfjörðinn í heimsókn til hennar Tótu ásamt Fríðu og vonandi Maríu Erlu... á von á góðum veitingum...
Gleymdi að segja frá verslunarleiðangri okkar Guðjóns í gær.. Þar sem við fengum útborgað eins og flest allir aðrir á föstudeginum ákváðum við að ekki væri nú verra að eyða einhverjum af þessum péningum og lögðum því í svaka reisu í gær. Fyrst ætluðum við bara í 4-5 búðir en áður en við vissum af var bílinn orðinn fullur af dóti og klukkan að verða 4.. man núna hvernig þetta var þegar maður var lítill og fór með foreldrunum til reykjavíkur og nánast allur tíminn fór annað hvort í búðarferðir eða kaffiboð hjá ættingjum...
Helgin er að rúlla inn í síðustu klukkutímana, er á leiðinni í Hafnarfjörðinn í heimsókn til hennar Tótu ásamt Fríðu og vonandi Maríu Erlu... á von á góðum veitingum...
2. júlí 2005
www.live8live.com
vá.
þvílík tónlistarveisla.. þvílík samstaða.. eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita þá hef ég sérstakt dálæti á samstöðu og fagna því ávallt þegar hún er sýnd í verki - til góðs. Hef haft kveikt á sjónvarpinu í allan dag og varla misst af neinum.. fannst ótrúlegt þegar Mandela steig á svið, Desmond Tutu, stelpan sem hefði dáið fyrir 20 árum ef tónleikarnir þá hefðu ekki orðið að veruleika..
kannski finnst sumum þetta væmið - ekki mér.
hvet alla til að skrifa nafn sitt á heimasíðunni þeirra
þvílík tónlistarveisla.. þvílík samstaða.. eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita þá hef ég sérstakt dálæti á samstöðu og fagna því ávallt þegar hún er sýnd í verki - til góðs. Hef haft kveikt á sjónvarpinu í allan dag og varla misst af neinum.. fannst ótrúlegt þegar Mandela steig á svið, Desmond Tutu, stelpan sem hefði dáið fyrir 20 árum ef tónleikarnir þá hefðu ekki orðið að veruleika..
kannski finnst sumum þetta væmið - ekki mér.
hvet alla til að skrifa nafn sitt á heimasíðunni þeirra
1. júlí 2005
It's friday... but am I in love?
Í dag er 'Canada Day', þjóðhátíðardagur þeirra manna.. ég skála fyrir þeim og hugsa um Alexander Keith's bjórinn....mmmm....mmmm...mmm..mmm...mmm....
Loksins er komin helgin langþráða, fyrsta sumarhelgin í Reykjavík, útborgunardagur og the works bara! fátt til að vera fúll yfir svo maður brosir bara og heldur ótrauður út í fyrstu sólarglætuna í langan tíma...
fékk samt smá skammt af endurvarpi í gær þar sem Ben, gamli kærastinn minn var staddur á landinu og vildi endilega hitta mig. held ég hefði kannski átt að sleppa því.. veit samt ekki.. var frekar skrýtið að hlusta á sögur af kennarastarfi í Albaníu og lenda hálfpartinn í fyrirlestri um það hvað ég væri vitlaus og vissi í raun lítið um heiminn.. þarf ekki svoleiðis kennslu frá bandaríkjamanni, takk fyrir takk!
hlakka til að njóta helgarinnar, ætla að skola af mér rykið og ilmvatnslyktina úr apótekinu og njóta þess að ganga um íbúðina berfætt og á náttbuxum...
Loksins er komin helgin langþráða, fyrsta sumarhelgin í Reykjavík, útborgunardagur og the works bara! fátt til að vera fúll yfir svo maður brosir bara og heldur ótrauður út í fyrstu sólarglætuna í langan tíma...
fékk samt smá skammt af endurvarpi í gær þar sem Ben, gamli kærastinn minn var staddur á landinu og vildi endilega hitta mig. held ég hefði kannski átt að sleppa því.. veit samt ekki.. var frekar skrýtið að hlusta á sögur af kennarastarfi í Albaníu og lenda hálfpartinn í fyrirlestri um það hvað ég væri vitlaus og vissi í raun lítið um heiminn.. þarf ekki svoleiðis kennslu frá bandaríkjamanni, takk fyrir takk!
hlakka til að njóta helgarinnar, ætla að skola af mér rykið og ilmvatnslyktina úr apótekinu og njóta þess að ganga um íbúðina berfætt og á náttbuxum...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)